Allir með fjölnota innkaupapoka fá frítt í strætó á morgun Á morgun verður hinn alþjóðlegi dagur jarðar haldinn og að því tilefni hefur Krónan ákveðið að bjóða öllum sem mæta með fjölnota innkaupapoka í strætó á höfuðborgarsvæðiu ókeypis far. 21.4.2024 12:30
Ætla að endurreisa Børsen „sama hvað“ Forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur heitir að sögufræga byggingin Børsen, sem brann í liðinni viku, verði endurreist sama hvað. Brunanum hefur verið líkt við brunann á frönsku dómkirkjunni Notre-Dame í apríl 2019, en einum degi munaði að slétt fimm ár hefðu liðið milli brunanna tveggja. 21.4.2024 12:00
Ásdís á „innan við hundrað“ undirskriftir eftir Undirskriftasöfnun forsetaframbjóðendanna Helgu Þórisdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur virðist ganga vel en þær segjast báðar vera á lokametrunum í söfnuninni. Sigríður Hrund Pétursdóttir kveðst ekki ætla að kíkja á stöðu söfnunar sinnar fyrr en á morgun. 21.4.2024 10:49
Sló tvö Spotify-met með nýju plötunni Stórsöngkonan Taylor Swift gaf út plötuna The Tortured Poets Department á föstudaginn. Sama dag hlaut platan flestar hlustanir sem fengist hafa á einum degi á streymisveitunni Spotify auk þess sem söngkonan hlaut flestar hlustanir sem listamaður hefur fengið á einum degi í sögu streymisveitunnar. 21.4.2024 09:53
Réði lífvörð eftir árásina á bandamann Navalnís Yulia Navalnaya, ekkja pólitíska andófsmannsins Alexei Navalní, réði sér lífvörð eftir að ráðist var á bandamann hans til margra ára með hamri í Vilníus, höfuðborg Litháen, í síðasta mánuði. 17.4.2024 23:44
Steingrímur J og Njáll Trausti sameinast í orkuvæðingu norðausturhornsins Stóraukning á flutningsgetu á raforku til Þórshafnar og nágrennis er forgangsmál eigi að tryggja samkeppnishæfni svæðisins, greiða fyrir orkuskiptum og skapa forsendur fyrir sókn nýrra atvinnuvega. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. 17.4.2024 22:42
Flóttamenn tóku forskot á stóra plokkdaginn Hátt í fimmtíu flóttamenn og sjálfboðaliðar frá hinum ýmsu löndum fóru í dag um Landspítalasvæðið í Fossvogi til að hreinsa og fegra svæðið. Fólkið fór á vegum Rauða krossins til að hita upp fyrir stóra plokkdaginn. 17.4.2024 21:37
Eva Ruza og Gunna Dís inn fyrir Gísla og Felix Útvarpskonan Eva Ruza Miljevic mun stýra Eurovision-þáttunum Alla leið á RÚV í stað Felix Bergssonar þetta árið. 17.4.2024 21:11
Nýbökuðu hjónin kíktu í kaffi til Guðna Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og Edgar Antonio eiginmaður hans fengu sér kaffi með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Hjónin þakka Guðna góða gestrisni. 17.4.2024 20:19
„Engin ástæða til að boða til kosninga“ Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 17.4.2024 19:34