Hagnaðardrifin leigufélög umsvifamest í nágrenni höfuðborgarsvæðis Hlutfall leiguíbúða sem reknar eru af hagnaðardrifnum leigufélögum er hærra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en í öðrum landshlutum samkvæmt upplýsingum úr leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 3.4.2024 19:17
„Fréttir eru ekki ókeypis“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir minnst tíu milljarða króna fari út úr íslenskum fjölmiðlamarkaði árlega í formi auglýsinga til Google og Meta. Hún viðrar hugmyndina um að almenningur borgi áskrift fyrir fréttir til þess að blaðamennskunni verði haldið á floti en starfsgreinin hefur samkvæmt nýrri vitundarherferð félagsins aldrei verið mikilvægari. 3.4.2024 18:46
Freaks and Geeks-leikarinn Joe Flaherty látinn Bandaríski leikarinn og handritshöfundurinn Joe Flaherty er látinn. Hann varð 82 ára. 2.4.2024 23:30
Tugir létust í eldsvoða á skemmtistað Að minnsta kosti 29 létu lífið og einn slasaðist þegar eldur kom upp á skemmtistað í Istanbul í Tyrklandi í dag. 2.4.2024 22:52
Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2.4.2024 21:45
Góðir skór og hlý föt mikilvægast í fuglaskoðun Fuglaskoðun Landverndar og Fuglaverndar fór fram í Gróttu á Seltjarnarnesi fyrr í kvöld. Líffræðingur segir nokkrar vikur þar til allir farfuglarnir verði komnir til landsins. 2.4.2024 20:27
Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2.4.2024 18:59
Angie Harmon segir matvörusendil hafa drepið hundinn sinn Leikkonan Angie Harmon sakar matvörusendil frá dreifingarfyrirtækinu Instacart um að hafa skotið hund sinn til bana um helgina. 2.4.2024 17:47
Kaleo gefur út sitt fyrsta lag í þrjú ár Stórhljómsveitin Kaleo gaf út sitt fyrsta lag í þrjú ár í dag, Lonely Cowboy. Tónlistarmyndband við lagið, sem tekið var upp í Colosseum í Róm, var jafnframt frumsýnt í dag. 29.3.2024 14:17
Starfsmaður Base Parking á 170 á bíl viðskiptavinar Karlmanni sem nýtti sér þjónustu Base Parking á dögunum brá í brún þegar hann kíkti á upptöku úr hraðamyndavél bílsins og sá að honum hefði verið ekið á 170 kílómetra hraða í átt að bílageymslu fyrirtækisins. 29.3.2024 13:51