Sveindís Jane að líkindum frá út árið Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður frá út árið hið minnsta vegna meiðsla sem hafa verið að plaga hana. Þessu greindi landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson frá á blaðamannafundi í dag. 17.11.2023 13:46
Albert framlengir við Genoa Albert Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við Genoa á Ítalíu. Hann hefur verið orðaður við stórlið víða um Evrópu. 17.11.2023 12:25
Arnar sagður í viðræðum við Norrköping Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, er sagður í viðræðum við Norrköping í Svíþjóð um að taka við þjálfarataumunum hjá félaginu. 14.11.2023 23:29
„Kannski síðasta tímabilið sem við spilum undir merki Grindavíkur“ Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er óviss um framvindu starfs deildarinnar vegna óvissunar sem ríkir sökum jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann er líkt og aðrir Grindvíkingar í áfalli eftir þróun mála síðustu daga. 14.11.2023 21:06
Fimm Grindvíkingar keppa í kvöld: „Við stöndum í þessu saman“ Af átta keppendum í úrvalsdeildinni í pílukasti í kvöld eru fimm Grindvíkingar. Annar riðlanna tveggja sem keppt er í er eingöngu skipaður fólki frá bænum. Einn þeirra sem mannar riðilinn segir furðulega tilhugsun að keppa við þær aðstæður sem uppi eru. 14.11.2023 13:15
Hugsar til gamals félaga á tímamótum: „Hann endaði því miður á vondum stað“ Ari Freyr Skúlason spilaði í gær síðasta fótboltaleik sinn á ferlinum er lið hans Norrköping þurfti að þola tap fyrir Sirius í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Við tekur nýr kafli í nýju starfi hjá sænska félaginu. Hann er þakklátur fyrir að hafa annað starf strax og leikmannaferillinn klárast. 13.11.2023 09:11
Öfgafull helgi að baki: „Grét í góðar tíu mínútur“ Nýliðin helgi var landsliðskonunni Ingibjörgu Sigurðardóttur mikill tilfinningarússibani. Kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins í Noregi fékk hún þær fregnir að rýma ætti heimabæ hennar, Grindavík. 13.11.2023 07:00
Þurfti mikinn umhugsunarfrest en nú á þjálfunin huginn allan „Ég stefni hátt í þessu eins og öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur,“ segir Haukur Páll Sigurðsson sem hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari Vals eftir 13 ár sem leikmaður liðsins. Hann er spenntur fyrir nýju hlutverki. 10.11.2023 09:02
„Fráleitt að halda því fram“ Framkvæmdastjóri HSÍ segir fráleitt að sambandið hafi hótað að reka kvennalið ÍBV úr Íslandsmótinu líkt og þjálfari liðsins sagði í fyrrakvöld. Erfitt sé að finna jafnvægi þegar fresta á leikjum. 10.11.2023 08:00
„Þá voru þetta bara nokkrir karatestrákar“ Bardagakappinn Gunnar Nelson segir blandaðar bardagalistir vera á sífelldri uppleið hér á landi. Hann bíður þess að ungir bardagamenn taki við af honum keflinu. 5.11.2023 10:01