Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13.12.2024 09:42
Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða. 12.12.2024 22:02
Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Lögfræðingur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar segist taka ábendingar Umboðsmanns Alþingis um aðgengi fólks að starfsfólki og þjónustu sviðsins alvarlega. Mannleg mistök hafi leitt til þess að gagnabeiðni frá borgara var ekki afgreidd í tvö ár. 12.12.2024 12:04
Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Meðlimum íslensku þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 939 síðan 1. desember á síðasta ári. Mest fjölgaði í Siðmennt á sama tímabili, en einstaklingum utan trú- og lífsskoðunarfélaga fjölgar einnig. 12.12.2024 10:48
Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. 11.12.2024 21:03
Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs en gert var ráð fyrir eru ekki góðar fréttir fyrir næstu ríkisstjórn, að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Hægara vaxtalækkunarferli og breytingar á fjárlögum skipti þar talsverðu máli. 11.12.2024 11:49
Arndís Anna og Brynjar vilja dómarasæti Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru á meðal umsækjenda um embætti héraðsdómara. 6.12.2024 11:59
Ætlar að vera formaður í stjórnarandstöðu Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og formaður Framsóknar segir eðlilegt að óánægja komi upp eftir vonbrigðakosningar. Hann hefur ekki heyrt af mögulegum formannaskiptum hjá flokknum. Það sé eðlilegt að Framsókn verði í stjórnarandstöðu. 6.12.2024 11:34
Gefa hvorki upp staðsetningu né gestalista á fundi dagsins Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar í dag. Ekki verður gefið upp hvar formennirnir funda. 6.12.2024 09:44
ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. 6.12.2024 08:37