Fréttir Hráolíuverð lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í janúar, lækkaði í dag um 70 sent, eða 0,7 prósent, á fjármálamörkuðum í New York í Bandaríkjunum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem verðið lækkar sökum fyrirætlana OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, að auka olíuframleiðslu um 22 prósent í jólamánuðinum. Viðskipti erlent 28.11.2007 10:54 Marel hækkar í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði um rétt rúmt prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en fyrirtækið tilkynnti í morgun að það hefði náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Candover þess efnis að Marel eignist matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamstæðunnar Stork. Eignarhaldsfélagið LME, sem Marel á fimmtungshlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, á um 43 prósent í Stork-samstæðunni. Viðskipti innlent 28.11.2007 10:22 Freddie Mac bætir eiginfjárstöðuna Bandaríska veðlánafyrirtækið Freddie Mac, eitt stærsta fyrirtæki í þessum geira í vesturheimi, ætlar að gefa út nýtt hlutafé fyrir sex milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 379 milljarða íslenskra króna. Gjörningurinn er til þess fallinn að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins í skugga rúmlega eins milljarða dala útlánataps og afskrifta á bandarískum fasteignalánamarkaði. Viðskipti erlent 28.11.2007 10:03 Talsverð hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Talsverð hækkun varð almennt á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurrar lækkunar í gær. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni í dag voru fréttir þess efnis að Citigroup, einn stærsti banki Bandaríkjanna, hefði selt fjárfestingasjóði í Abu Dhabí jafnvirði 4,9 prósenta hlut í bankanum til að bæta eiginfjárstöðuna eftir gríðarlegt tap og afskriftir, sem að mestu eru tilkomnar vegna vanskila á fasteignalánum. Viðskipti erlent 27.11.2007 21:33 Fall hjá FL Group Gengi hlutabréfa í FL Group féll um rúm sex prósent þegar verst lét í Kauphöllinni í dag og fór gengið í 19,4 krónur á hlut. Það jafnaði sig lítillega þegar nær dró enda viðskiptadagsins og endaði það í 19,65 krónum. Þetta er mesta lækkunin í Kauphöllinni í dag en á eftir fylgdu önnur fjármálafyrirtæki. Viðskipti innlent 27.11.2007 17:39 Dregur úr væntingum vestanhafs Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. Viðskipti erlent 27.11.2007 15:32 Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni Gengi fjármálafyrirtækja var að mestu uppávið í Kauphöll Íslands í dag eftir næsta viðvarandi skell í síðustu viku. Gengi bréfa í hinum færeyska Föroya banka hækkaði mest, eða um 4,5 prósent. Á eftir fylgdu Icelandair og Eimskipafélagið. Á eftir þeim fylgdu bankar og fjármálafyrirtæki en gengi þeirra hækkað um tæp eitt til rúmra 2,4 prósenta. Gengi Eik banka lækkaði hins vegar mest í dag, eða um rúm 1,8 prósent. Viðskipti innlent 26.11.2007 16:36 Viðsnúningur á erlendum mörkuðum Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. Viðskipti erlent 26.11.2007 16:26 Óráðin afstaða Sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. Innlent 25.11.2007 18:50 Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar handteknir Boris Nemtsov, stjórnarnadstöðuleiðtogi í Rússlandi og líklegur forsetaframbjóðandi á næsta ári, var handtekinn ásamt um 200 stjórnarandstæðinum í Sánkti Pétursborg í dag. Erlent 25.11.2007 18:17 Stefnir í uppgjör Útlit er fyrir uppgjör milli fornra fjandvina í Pakistan eftir að Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, sneri heim úr átta ára útlegð í dag. Hann ætlar sér að koma Pervez Musharraf, forseta, frá völdum. Erlent 25.11.2007 17:47 Rafstuð fyrir hraðakstur Það er heitt undir löggæsluyfirvöldum í Utah í Bandaríkjunum eftir að lögreglumaður þar varð uppvís af því að nota rafstuðbyssu á ökumann sem tekinn var fyrir of hraðan akstur. Myndband af atvikinu - sem varð í september síðastliðnum - var birt á netsíðunni YouTube í vikunni og hefur valdið fjaðrafoki. Erlent 23.11.2007 18:20 Sagður þurfa kraftaverk John Howard - næst þaulsetnasti forsætisráðherra Ástralíu - berst nú fyrir pólitísku lífi sínu daginn fyrir þingkosningar í landinu. Því er spáð að Verkamannaflokkur Kevins Rudds fari með sigur af hólmi. Erlent 23.11.2007 18:13 Minni hagvöxtur í Bretlandi Hagvöxtur í Bretlandi nam 0,7 prósentum á þriðja ársfjórðungi og mælist 3,2 prósent á ársgrundvelli. Það er 0,1 prósentustigi undir væntingum markaðsaðila Bloomberg. Viðskipti erlent 23.11.2007 18:48 Óttast að borgarastyrjöld brjótist út Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Erlent 23.11.2007 17:54 IKEA innkallar eitraðar dýnur IKEA í Þýskalandi hefur innkallað tvær eitraðar dýnutegundir í fjórum löndum. Sams konar dýnur eru seldar hér á landi en þær munu ekki vera eitraðar. Erlent 23.11.2007 17:59 Miklar sveiflur í Kauphöllinni Talsverðar hreyfingar voru á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni í dag, ekki síst á fjármálafyrirtækjum og bönkum. Gengi hins færeyska Eikarbanka hækkaði um 3,8 prósent á meðan gengi 365 féll um 4,67 prósent. Viðskipti innlent 23.11.2007 16:32 Exista leiðir hækkun í dag Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í Kauphöllinni í dag. Exista leiðir hækkunina en gengi bréfa fyrirtækisins hækkaði um 2,9 prósent. Bréfin féllu hins vegar um 5,8 prósent í gær. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 25,28 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar á þessu ári. Viðskipti innlent 23.11.2007 10:24 Atorka eignast tíu prósent í kínversku fyrirtæki Atorka hefur eignast um tíu prósenta hlut í Asia Environment Holdings (AENV), sem framleiðir vatnshreinsilausnir í Kína. Kaupverð nemur 1,1 milljarði króna en þau hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Fyrirtækið er skráð í kauphöllina í Síngapúr. Viðskipti innlent 23.11.2007 09:21 Veikur dollar skaðar Airbus Óttast er að nokkuð viðstöðulaus veiking bandaríkjadals gagnvart helstu myntum, ekki síst evru og japanska jeninu, geti sett skarð í afkomutölur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Þetta sagði Tom Enders, forstjóri félagsins, starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í Hamborg í dag. Viðskipti erlent 22.11.2007 22:36 Exista féll í Kauphöllinni Gengi bréfa í Exista féll um tæp 5,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag og hefur markaðsvirði fyrirtækisins ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar. Markaðsvirði einungis þriggja fyrirtækja jókst á sama tíma. Viðskipti innlent 22.11.2007 16:39 Danir kjósa um evruna Danir munu kjósa á næstunni um það hvort þeir ætli að kasta dönsku krónunni fyrir róða og taka upp evru, gjaldmiðil evrusvæðisins. Þetta sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á fundi fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna í dag. Viðskipti erlent 22.11.2007 15:52 Evrópskir markaðir á uppleið Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag eftir lækkun upp á síðkastið. Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum eru hins vegar lokaðir í dag vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengi dalsins dalaði frekar í dag gagnvart evru en fjárfestar telja líkur á að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti frekar fyrir árslok og koma þannig í veg fyrir að þrengingar á fasteignalánamarkaði setji frekara skarð í þarlent efnahagslíf. Viðskipti erlent 22.11.2007 14:19 Krónan á opnu alþjóðahafi „Við erum úti á alþjóðlegum ólgusjó,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, um flökt á gengi íslensku krónunnar síðastliðna tvo daga en hún veiktist um rúm 1,25 prósent í gær. Flökt hefur verið á öðrum hávaxtamyntum. Viðskipti innlent 22.11.2007 12:09 2,4 prósenta hagvöxtur í Þýskalandi Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent í Þýskalandi á þriðja ársfjórðungi samanborið við 0,3 prósent í fjórðungnum á undan. Þetta jafngildir því að hagvöxtur jókst um 2,4 prósent í Þýskalandi á árinu. Viðskipti erlent 22.11.2007 11:24 Fasteignagullæðið búið Fasteignaverð á Íslandi mun ekki hækka jafn hratt á næsta ári eins og síðustu ár. Fasteignamarkaðurinn fer ekki undir frostmark heldur verður við ísskápshita. Viðskipti innlent 22.11.2007 11:21 Enn titrar fjármálaheimurinn Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Viðskipti erlent 21.11.2007 21:51 Barði fréttamann með hljóðnemanum Það má telja víst að íslenskir stjórnmálamenn hafi oft hugsað okkur sjónvarpsmönnum þegjandi þörfina. Þeir teljast þó varla jafn blóðheitir og starfsbræður þeirra í Suður-Ameríku. Ein þingkona í Venesúela varð svo reið í gær að hún barði sjónvarpsmann með hljóðnemanum hans. Erlent 21.11.2007 18:10 Ísland í fimmta sæti yfir velmengandi þjóðir Ísland eru í fimmta sæti yfir velmegandi þjóðir heims samkvæmt sameiginlegu mati Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar, OECD, Hagstofu Evrópusambandsins og tveggja annarra alþjóðastofnana. Innlent 21.11.2007 18:07 Brown baðst afsökunar Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá 25 milljón Bretum. Erlent 21.11.2007 17:57 « ‹ 129 130 131 132 133 134 135 136 137 … 334 ›
Hráolíuverð lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í janúar, lækkaði í dag um 70 sent, eða 0,7 prósent, á fjármálamörkuðum í New York í Bandaríkjunum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem verðið lækkar sökum fyrirætlana OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, að auka olíuframleiðslu um 22 prósent í jólamánuðinum. Viðskipti erlent 28.11.2007 10:54
Marel hækkar í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði um rétt rúmt prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en fyrirtækið tilkynnti í morgun að það hefði náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Candover þess efnis að Marel eignist matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamstæðunnar Stork. Eignarhaldsfélagið LME, sem Marel á fimmtungshlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, á um 43 prósent í Stork-samstæðunni. Viðskipti innlent 28.11.2007 10:22
Freddie Mac bætir eiginfjárstöðuna Bandaríska veðlánafyrirtækið Freddie Mac, eitt stærsta fyrirtæki í þessum geira í vesturheimi, ætlar að gefa út nýtt hlutafé fyrir sex milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 379 milljarða íslenskra króna. Gjörningurinn er til þess fallinn að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins í skugga rúmlega eins milljarða dala útlánataps og afskrifta á bandarískum fasteignalánamarkaði. Viðskipti erlent 28.11.2007 10:03
Talsverð hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Talsverð hækkun varð almennt á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurrar lækkunar í gær. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni í dag voru fréttir þess efnis að Citigroup, einn stærsti banki Bandaríkjanna, hefði selt fjárfestingasjóði í Abu Dhabí jafnvirði 4,9 prósenta hlut í bankanum til að bæta eiginfjárstöðuna eftir gríðarlegt tap og afskriftir, sem að mestu eru tilkomnar vegna vanskila á fasteignalánum. Viðskipti erlent 27.11.2007 21:33
Fall hjá FL Group Gengi hlutabréfa í FL Group féll um rúm sex prósent þegar verst lét í Kauphöllinni í dag og fór gengið í 19,4 krónur á hlut. Það jafnaði sig lítillega þegar nær dró enda viðskiptadagsins og endaði það í 19,65 krónum. Þetta er mesta lækkunin í Kauphöllinni í dag en á eftir fylgdu önnur fjármálafyrirtæki. Viðskipti innlent 27.11.2007 17:39
Dregur úr væntingum vestanhafs Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. Viðskipti erlent 27.11.2007 15:32
Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni Gengi fjármálafyrirtækja var að mestu uppávið í Kauphöll Íslands í dag eftir næsta viðvarandi skell í síðustu viku. Gengi bréfa í hinum færeyska Föroya banka hækkaði mest, eða um 4,5 prósent. Á eftir fylgdu Icelandair og Eimskipafélagið. Á eftir þeim fylgdu bankar og fjármálafyrirtæki en gengi þeirra hækkað um tæp eitt til rúmra 2,4 prósenta. Gengi Eik banka lækkaði hins vegar mest í dag, eða um rúm 1,8 prósent. Viðskipti innlent 26.11.2007 16:36
Viðsnúningur á erlendum mörkuðum Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. Viðskipti erlent 26.11.2007 16:26
Óráðin afstaða Sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag. Innlent 25.11.2007 18:50
Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar handteknir Boris Nemtsov, stjórnarnadstöðuleiðtogi í Rússlandi og líklegur forsetaframbjóðandi á næsta ári, var handtekinn ásamt um 200 stjórnarandstæðinum í Sánkti Pétursborg í dag. Erlent 25.11.2007 18:17
Stefnir í uppgjör Útlit er fyrir uppgjör milli fornra fjandvina í Pakistan eftir að Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, sneri heim úr átta ára útlegð í dag. Hann ætlar sér að koma Pervez Musharraf, forseta, frá völdum. Erlent 25.11.2007 17:47
Rafstuð fyrir hraðakstur Það er heitt undir löggæsluyfirvöldum í Utah í Bandaríkjunum eftir að lögreglumaður þar varð uppvís af því að nota rafstuðbyssu á ökumann sem tekinn var fyrir of hraðan akstur. Myndband af atvikinu - sem varð í september síðastliðnum - var birt á netsíðunni YouTube í vikunni og hefur valdið fjaðrafoki. Erlent 23.11.2007 18:20
Sagður þurfa kraftaverk John Howard - næst þaulsetnasti forsætisráðherra Ástralíu - berst nú fyrir pólitísku lífi sínu daginn fyrir þingkosningar í landinu. Því er spáð að Verkamannaflokkur Kevins Rudds fari með sigur af hólmi. Erlent 23.11.2007 18:13
Minni hagvöxtur í Bretlandi Hagvöxtur í Bretlandi nam 0,7 prósentum á þriðja ársfjórðungi og mælist 3,2 prósent á ársgrundvelli. Það er 0,1 prósentustigi undir væntingum markaðsaðila Bloomberg. Viðskipti erlent 23.11.2007 18:48
Óttast að borgarastyrjöld brjótist út Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Erlent 23.11.2007 17:54
IKEA innkallar eitraðar dýnur IKEA í Þýskalandi hefur innkallað tvær eitraðar dýnutegundir í fjórum löndum. Sams konar dýnur eru seldar hér á landi en þær munu ekki vera eitraðar. Erlent 23.11.2007 17:59
Miklar sveiflur í Kauphöllinni Talsverðar hreyfingar voru á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni í dag, ekki síst á fjármálafyrirtækjum og bönkum. Gengi hins færeyska Eikarbanka hækkaði um 3,8 prósent á meðan gengi 365 féll um 4,67 prósent. Viðskipti innlent 23.11.2007 16:32
Exista leiðir hækkun í dag Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í Kauphöllinni í dag. Exista leiðir hækkunina en gengi bréfa fyrirtækisins hækkaði um 2,9 prósent. Bréfin féllu hins vegar um 5,8 prósent í gær. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 25,28 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar á þessu ári. Viðskipti innlent 23.11.2007 10:24
Atorka eignast tíu prósent í kínversku fyrirtæki Atorka hefur eignast um tíu prósenta hlut í Asia Environment Holdings (AENV), sem framleiðir vatnshreinsilausnir í Kína. Kaupverð nemur 1,1 milljarði króna en þau hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Fyrirtækið er skráð í kauphöllina í Síngapúr. Viðskipti innlent 23.11.2007 09:21
Veikur dollar skaðar Airbus Óttast er að nokkuð viðstöðulaus veiking bandaríkjadals gagnvart helstu myntum, ekki síst evru og japanska jeninu, geti sett skarð í afkomutölur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Þetta sagði Tom Enders, forstjóri félagsins, starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í Hamborg í dag. Viðskipti erlent 22.11.2007 22:36
Exista féll í Kauphöllinni Gengi bréfa í Exista féll um tæp 5,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag og hefur markaðsvirði fyrirtækisins ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar. Markaðsvirði einungis þriggja fyrirtækja jókst á sama tíma. Viðskipti innlent 22.11.2007 16:39
Danir kjósa um evruna Danir munu kjósa á næstunni um það hvort þeir ætli að kasta dönsku krónunni fyrir róða og taka upp evru, gjaldmiðil evrusvæðisins. Þetta sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á fundi fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna í dag. Viðskipti erlent 22.11.2007 15:52
Evrópskir markaðir á uppleið Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag eftir lækkun upp á síðkastið. Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum eru hins vegar lokaðir í dag vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengi dalsins dalaði frekar í dag gagnvart evru en fjárfestar telja líkur á að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti frekar fyrir árslok og koma þannig í veg fyrir að þrengingar á fasteignalánamarkaði setji frekara skarð í þarlent efnahagslíf. Viðskipti erlent 22.11.2007 14:19
Krónan á opnu alþjóðahafi „Við erum úti á alþjóðlegum ólgusjó,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, um flökt á gengi íslensku krónunnar síðastliðna tvo daga en hún veiktist um rúm 1,25 prósent í gær. Flökt hefur verið á öðrum hávaxtamyntum. Viðskipti innlent 22.11.2007 12:09
2,4 prósenta hagvöxtur í Þýskalandi Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent í Þýskalandi á þriðja ársfjórðungi samanborið við 0,3 prósent í fjórðungnum á undan. Þetta jafngildir því að hagvöxtur jókst um 2,4 prósent í Þýskalandi á árinu. Viðskipti erlent 22.11.2007 11:24
Fasteignagullæðið búið Fasteignaverð á Íslandi mun ekki hækka jafn hratt á næsta ári eins og síðustu ár. Fasteignamarkaðurinn fer ekki undir frostmark heldur verður við ísskápshita. Viðskipti innlent 22.11.2007 11:21
Enn titrar fjármálaheimurinn Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Viðskipti erlent 21.11.2007 21:51
Barði fréttamann með hljóðnemanum Það má telja víst að íslenskir stjórnmálamenn hafi oft hugsað okkur sjónvarpsmönnum þegjandi þörfina. Þeir teljast þó varla jafn blóðheitir og starfsbræður þeirra í Suður-Ameríku. Ein þingkona í Venesúela varð svo reið í gær að hún barði sjónvarpsmann með hljóðnemanum hans. Erlent 21.11.2007 18:10
Ísland í fimmta sæti yfir velmengandi þjóðir Ísland eru í fimmta sæti yfir velmegandi þjóðir heims samkvæmt sameiginlegu mati Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar, OECD, Hagstofu Evrópusambandsins og tveggja annarra alþjóðastofnana. Innlent 21.11.2007 18:07
Brown baðst afsökunar Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá 25 milljón Bretum. Erlent 21.11.2007 17:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent