Brown baðst afsökunar Guðjón Helgason skrifar 21. nóvember 2007 17:45 Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá tuttugu og fimm milljón Bretum. Ekki er vitað hvort diskarnir tveir komust í hendur skúrka sem ætli að nota upplýsingarnar til að hafa af fólki fé. Sendill fór með þá í póst. Sendingin var ekki skráð og því illmögulegt að vita hvar hún hvarf í kerfinu eða hvort hún hafi yfir höfuð póstlögð. Skattstjórinn í Bretlandi hefur sagt af sér og verulega hitnað undir Alistair Darling, fjármálaráðherra. Hann og Gordon Brown, forsætisráðherra vissu af hvarfi diskanna tíunda þessa mánaðar en greindu ekki frá því. Stjórnmálaskýrendur telja að málið geti reynst forsætisráðherra erfitt - hann hafi jú verið fjármálaráðherra þar til í sumar. Í breska þinginu í dag baðst forsætisráðherra afsökunar á þeim óþægindum og áhyggjum sem þetta hefði valdið milljónum fjölskyldna sem fá barnabætur. David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, benti á að forsætisráðherra hefði verið fjármálaráðherra í áratug og skattayfirvöld þá heyrt undir hann. Hann spurði forsætisráðherra hvort honum væri brugðið. Brown svaraði því til að allir þeir sem fengju barnabætur ættu að vita allt yrði gert nú til að lagfæra starfshætti skattsins breska. Ekki yrði numið staðar þar heldur það sama gert hjá öllum öðrum opinberum stofnunum og embættum. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, sagði í samtali við fréttastofa að vinnuaðferðir eins og þær sem nú hefði orðið uppvíst um í Bretlandi þekktust ekki hér á landi. Þess fyrir utan væri reglulega farið yfir öryggismál og vinnuferla og starfhópur að störfum. Þær upplýsingar fengust hjá Persónuvernd að enn hefði ekki verið gerð úttekt á öryggi skattstofunnar hér á landi en að það væri á dagskrá. Erlent Fréttir Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir landa sína ekkert þurfa að óttast þó diskar frá skattinum með persónuupplýsingar um hálfa þjóðina hafi horfið fyrir þremur vikum. Hann baðst afsökunar á atvikinu og þeim áhyggjum sem það hefði valdið hjá tuttugu og fimm milljón Bretum. Ekki er vitað hvort diskarnir tveir komust í hendur skúrka sem ætli að nota upplýsingarnar til að hafa af fólki fé. Sendill fór með þá í póst. Sendingin var ekki skráð og því illmögulegt að vita hvar hún hvarf í kerfinu eða hvort hún hafi yfir höfuð póstlögð. Skattstjórinn í Bretlandi hefur sagt af sér og verulega hitnað undir Alistair Darling, fjármálaráðherra. Hann og Gordon Brown, forsætisráðherra vissu af hvarfi diskanna tíunda þessa mánaðar en greindu ekki frá því. Stjórnmálaskýrendur telja að málið geti reynst forsætisráðherra erfitt - hann hafi jú verið fjármálaráðherra þar til í sumar. Í breska þinginu í dag baðst forsætisráðherra afsökunar á þeim óþægindum og áhyggjum sem þetta hefði valdið milljónum fjölskyldna sem fá barnabætur. David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, benti á að forsætisráðherra hefði verið fjármálaráðherra í áratug og skattayfirvöld þá heyrt undir hann. Hann spurði forsætisráðherra hvort honum væri brugðið. Brown svaraði því til að allir þeir sem fengju barnabætur ættu að vita allt yrði gert nú til að lagfæra starfshætti skattsins breska. Ekki yrði numið staðar þar heldur það sama gert hjá öllum öðrum opinberum stofnunum og embættum. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, sagði í samtali við fréttastofa að vinnuaðferðir eins og þær sem nú hefði orðið uppvíst um í Bretlandi þekktust ekki hér á landi. Þess fyrir utan væri reglulega farið yfir öryggismál og vinnuferla og starfhópur að störfum. Þær upplýsingar fengust hjá Persónuvernd að enn hefði ekki verið gerð úttekt á öryggi skattstofunnar hér á landi en að það væri á dagskrá.
Erlent Fréttir Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira