Fréttir Baráttan á réttri braut Baráttan við alnæmi er komin á rétta braut í Suður-Afríku. Þetta segir formaður læknafélagsins þar í landi og bætir við að Íslendingar geti lagt margt að mörkum í því verkefni. Erlent 29.9.2007 18:31 Framboðsræða í SÞ Íslendingar ætla að hjálpa til við að linna þjáningar írösku þjóðarinnar með því að byggja skóla fyrir íraska flóttamenn í Jórdaníu. Þetta sagði utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Innlent 29.9.2007 18:59 Niðurrif hafið Niðurrif kjarnorkuvinnslustöðvarinnar í Sellafield á Englandi hófst í dag. Tveir 88 metra háir vatnskæliturnar voru felldir með töluverðu sprengiefni. Erlent 29.9.2007 18:16 Byltingarkennd tilraun Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands. Innlent 29.9.2007 18:14 Háttsettur al-Kaída liði felldur Bandarísk hermálayfirvöld segjast hafa fellt háttsettan liðsmann al-Kaída í Írak í vikunni. Írakar segja almenna borgara hafa falliði með honum - því neita Bandaríkjamenn. Erlent 29.9.2007 18:25 Ráðherra burt af þingi Framsóknarmenn vilja að ráðherrar fái ekki að gegna þingmennsku samfara ráðherrastörfum. Það sé mikilvægt til að styrkja þingræðið í landinu. Innlent 29.9.2007 18:20 Þögult á götum Mjanmar Þögult var á götum Mjanmar í morgun. Þar hefur komið til blóðugra átaka síðustu daga vegna mótmæla gegn herforingjastjórn landsins. Her- og lögreglumenn hafa tekið hart á mótmælendum síðustu þrjá daga. Ekki er vitað með vissu hve margir hafa fallið í átökunum. Erlent 29.9.2007 10:03 Hefur áhyggjur af ástandinu í Mjanmar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af ástandinu í Mjanmar. Þetta kom fram í ræðu hennar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. Innlent 29.9.2007 09:53 Fyrirburi dafnar vel Kimberly Müeller fæddist 15 vikum fyrir tímann og vó þá rétt rúma mörk. Í dag - hálfu ári - síðar er hún komin heim og dafnar vel. Læknar segja að ekki komi nærri því strax í ljós hvort hún hafi hlotið varanlegan skaða. Erlent 28.9.2007 18:16 Umhverfisráðherra vill selja losunarkvóta Umhverfisráðherra vill að ríkið selji kolefnislosunarkvóta til iðnaðar í landinu. Fyrsta úthlutun losunarheimilda var tilkynnt í dag. Innlent 28.9.2007 18:52 Blackwater í bobba Bandarísk þingnefnd gagnrýnir harðlega starfsemi vopnaðra verktaka í Írak, sem m.a. eru sakaðir um að hafa myrt ellefu óbreytta Íraka. Um hundrað þúsund vopnaðir verktakar eru í landinu. Erlent 28.9.2007 18:11 Framsókn vill fleiri milljarða í mótvægisaðgerðir Framsóknarflokkurinn vill að ríkisvaldið verji fjórtán og hálfum milljarði í mótvægisaðgerðir. Hann leggur til að sjómenn og fiskvinnslufólk verði styrkt til að setjast á skólabekk og að samkeppni verði í hafrannsóknum. Innlent 28.9.2007 18:24 Nýtt fæðingarheimili Nýtt fæðingarheimili verður opnað á næsta ári, hið fyrsta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lagt niður um miðjan síðasta áratug. Það eru einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu, InPro og Alhjúkrun, sem standa að heimilinu. Innlent 28.9.2007 18:29 Kaupa ekki skýringar herforingja Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japönskum fréttaljósmyndara í mótmælunum. Erlent 28.9.2007 17:59 Vó aðeins 300 grömm Foreldrar þýsku telpunnar Kimberly eru himinlifandi með það að geta loksins tekið barn sitt með sér heim af sjúkrahúsinu. Kimberly fæddist fyrir hálfu ári - þá 15 vikum fyrir tímann. Hún vó þá aðeins 300 grömm, rétt rúma 1 mörk. Erlent 28.9.2007 13:12 Musharraf má bjóða sig fram Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í morgun að Pervez Musharraf, forseta landsins, væri heimilt að bjóða sig aftur fram til embættisins þó hann væri enn yfirmaður pakistanska hersins. Andstæðingar forsetans kærðu framboð hans á þeim forsendum að honum væri óheimilt að gegna báðum embættum. Erlent 28.9.2007 12:55 Óttast um öryggi sitt vegna nauðgunarsenu Tólf ára afganskur aðalleikari í kvikmyndinni Flugdrekahlauparinn vill að nauðgunaratriði verði klippt úr myndinni. Hann óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar vegna þess. Þau verið jafnvel útskúfuð. Erlent 25.9.2007 17:58 Byggingarréttur ætti að fyrnast Formaður Torfusamtakanna segir óeðlilegt að byggingarréttur sé óafturkræfur. Þá geti hluti gamla bæjarins í Reykjavík glatast. Hann vill að sett verði á fót embætti umboðsmanns íbúa til að gæta hagsmuna þeirra við breytinga á skipulagi. Innlent 25.9.2007 17:37 Herforingjastjórninni refsað Bandaríkjaforseti boðar refsiaðgerðir gegn herforingjastjórninni í Myanmar vegna mannréttindabrota. Fjölmenn mótmæli voru í stærstu borg landsins - áttunda daginn í röð - þar sem lýðræðis var krafist. Erlent 25.9.2007 17:51 Brottvísun fyrir mótmæli? Breskur jarðfræðingur sem tekið hefur þátt í aðgerðum Saving Iceland á yfir höfði sér að vera vísað úr landi vegna mótmæla sinna á grundvelli almannaöryggis og allsherjarreglu. Innlent 25.9.2007 17:34 Ekki einkamál stórveldanna Meirihluti jarðarbúa telur hlýnun jarðar af mannavöldum og nauðsynlegt að ríki heims grípi til aðgerða strax. Utanríkisráðherra Íslands segir að lausn verði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna - stórveldi megi ekki vera einráð í þeim efnum. Breska ríkisútvarpið, BBC, lét gera umfangsmikla könnun um viðhorf jarðarbúa til umhverfismála. Alls tóku 22 þúsund manns í 21 landi þátt í henni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja um 65% aðspurðra að grípa verði strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þá telja um 80% að breytingarnar séu fyrst og fremst af mannanna völdum. Flestir kenna iðnaði og samgöngum um aukna mengun í heiminum. Að mati þeirra sem stóðu að könnuninni benda niðurstöður hennar til mikillar afstöðubreytingar meðal fólks í heiminum gagnvart náttúruvernd. Yfir 70% aðspurðra telja nauðsynlegt að ríki heims geri með sér samkomulag um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ennfremur vilja flestir að samkomulagið nái einnig til ríkja þriðja heimsins sem fái í staðinn fjárhagsaðstoð frá auðugri ríkjum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði í gær til fundar um loftslagsmál. Hann sóttu fulltrúar hundrað og fimmtíu ríkja - þar á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem ávarpaði fundinn. Hún lagði áherslu á að lausn yrði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Stór og voldug ríki heims mættu ekki ein forgansraða í þeim efnum. Málið snerti alla heimsbyggðina. Erlent 25.9.2007 12:57 Óeirðalögreglumenn gegn munkum Svo virðist sem herforingjastjórnin í Myanmar, áður Búrma, ætli að mæta mótmælum Búddamunka af hörku. Reuters fréttastofan hefur eftir sjónarvottum að vopnaðir óeirðalögreglumenn hefðu verið fluttir til Yangon - stærstu borgar landsins - í morgun. Þar hafa munkarnir mótmælt dag hvern frá því í síðustu viku. Erlent 25.9.2007 12:42 Siggi Hall kennir alþjóðasamskipti Tveggja ára verkefni til að auka samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og lífsleikni fólks var hrundið af stað í morgun undir yfirskriftinni Mannauður - upphafið að nýrri framtíð. Innlent 25.9.2007 11:59 Bíllaust í Brussel Brusselbúar voru duglegir að skilja bíla sína eftir heima í gær. Evrópskri samgönguviku lauk þar í borg með bíllausum degi - ólíkt því sem var í Reykjavík. Erlent 24.9.2007 18:20 Tífaldur munur á stærstu forlögunum Forlagið - sem verður til þegar Mál og menning og JPV sameinast - verður að minnsta kosti tífalt stærra en næst stærsta bókaútgáfa landsins. Innlent 24.9.2007 18:22 Fordæmislaus fundur SÞ um hnattræna hlýnun Fordæmislaus leiðtogafundur um hnattræna hlýnun var haldinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. 150 ríki áttu fulltrúa á fundinum - þar á meðal Ísland. Bandaríkjaforseti mætti ekki. Erlent 24.9.2007 18:10 Skaðabætur vegna brunalóða Borgin gæti þurft að reiða fram á fjórða tug milljóna króna í skaðabætur til eigenda brunalóðarinnar að Austurstræti 22 því ekki er gert ráð fyrir að fullnýta byggingarrétt lóðarinnar. Innlent 24.9.2007 18:16 Úrvalsvísitalan óbreytt eftir daginn Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,01 prósent við lokun viðskipta í dag eftir nokkuð sveiflukenndan dag. Þetta er svipað genginu á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur erlendis hafa sveiflast nokkuð beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest í dag, eða um 2,17 prósent. Viðskipti innlent 24.9.2007 15:48 Tími kjarnorkusprengjunnar liðinn Íransforseti segir tíma kjarnorkusprengjunnar liðinn. Íranar stefni ekki að smíði slíkra vopna - þau þjóni engum tilgangi. Ef svo væri hefðu Sovétríkin aldreið liðast í sundur og Bandaríkjamönnum gengið betur í Írak. Erlent 24.9.2007 12:21 Smávegis hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað mest, eða um 0,78 prósent. Gengi bréfa í Icelandic Group hefur hins vegar lækkað mest það sem af er dags, um 1,35 prósent. Viðskipti innlent 24.9.2007 10:26 « ‹ 138 139 140 141 142 143 144 145 146 … 334 ›
Baráttan á réttri braut Baráttan við alnæmi er komin á rétta braut í Suður-Afríku. Þetta segir formaður læknafélagsins þar í landi og bætir við að Íslendingar geti lagt margt að mörkum í því verkefni. Erlent 29.9.2007 18:31
Framboðsræða í SÞ Íslendingar ætla að hjálpa til við að linna þjáningar írösku þjóðarinnar með því að byggja skóla fyrir íraska flóttamenn í Jórdaníu. Þetta sagði utanríkisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Innlent 29.9.2007 18:59
Niðurrif hafið Niðurrif kjarnorkuvinnslustöðvarinnar í Sellafield á Englandi hófst í dag. Tveir 88 metra háir vatnskæliturnar voru felldir með töluverðu sprengiefni. Erlent 29.9.2007 18:16
Byltingarkennd tilraun Verulega mætti draga úr koltvísýringsmengun á Íslandi og víðar í heiminum ef tilgátur vísindamanna um bindingu koltvísýrings í jörðu reynast réttar. Sögulegur samningur var undirritaður í Hellisheiðarvirkjun í dag um byltingarkennda tilraun, segir forseti Íslands. Innlent 29.9.2007 18:14
Háttsettur al-Kaída liði felldur Bandarísk hermálayfirvöld segjast hafa fellt háttsettan liðsmann al-Kaída í Írak í vikunni. Írakar segja almenna borgara hafa falliði með honum - því neita Bandaríkjamenn. Erlent 29.9.2007 18:25
Ráðherra burt af þingi Framsóknarmenn vilja að ráðherrar fái ekki að gegna þingmennsku samfara ráðherrastörfum. Það sé mikilvægt til að styrkja þingræðið í landinu. Innlent 29.9.2007 18:20
Þögult á götum Mjanmar Þögult var á götum Mjanmar í morgun. Þar hefur komið til blóðugra átaka síðustu daga vegna mótmæla gegn herforingjastjórn landsins. Her- og lögreglumenn hafa tekið hart á mótmælendum síðustu þrjá daga. Ekki er vitað með vissu hve margir hafa fallið í átökunum. Erlent 29.9.2007 10:03
Hefur áhyggjur af ástandinu í Mjanmar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af ástandinu í Mjanmar. Þetta kom fram í ræðu hennar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gærkvöldi. Innlent 29.9.2007 09:53
Fyrirburi dafnar vel Kimberly Müeller fæddist 15 vikum fyrir tímann og vó þá rétt rúma mörk. Í dag - hálfu ári - síðar er hún komin heim og dafnar vel. Læknar segja að ekki komi nærri því strax í ljós hvort hún hafi hlotið varanlegan skaða. Erlent 28.9.2007 18:16
Umhverfisráðherra vill selja losunarkvóta Umhverfisráðherra vill að ríkið selji kolefnislosunarkvóta til iðnaðar í landinu. Fyrsta úthlutun losunarheimilda var tilkynnt í dag. Innlent 28.9.2007 18:52
Blackwater í bobba Bandarísk þingnefnd gagnrýnir harðlega starfsemi vopnaðra verktaka í Írak, sem m.a. eru sakaðir um að hafa myrt ellefu óbreytta Íraka. Um hundrað þúsund vopnaðir verktakar eru í landinu. Erlent 28.9.2007 18:11
Framsókn vill fleiri milljarða í mótvægisaðgerðir Framsóknarflokkurinn vill að ríkisvaldið verji fjórtán og hálfum milljarði í mótvægisaðgerðir. Hann leggur til að sjómenn og fiskvinnslufólk verði styrkt til að setjast á skólabekk og að samkeppni verði í hafrannsóknum. Innlent 28.9.2007 18:24
Nýtt fæðingarheimili Nýtt fæðingarheimili verður opnað á næsta ári, hið fyrsta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lagt niður um miðjan síðasta áratug. Það eru einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu, InPro og Alhjúkrun, sem standa að heimilinu. Innlent 28.9.2007 18:29
Kaupa ekki skýringar herforingja Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japönskum fréttaljósmyndara í mótmælunum. Erlent 28.9.2007 17:59
Vó aðeins 300 grömm Foreldrar þýsku telpunnar Kimberly eru himinlifandi með það að geta loksins tekið barn sitt með sér heim af sjúkrahúsinu. Kimberly fæddist fyrir hálfu ári - þá 15 vikum fyrir tímann. Hún vó þá aðeins 300 grömm, rétt rúma 1 mörk. Erlent 28.9.2007 13:12
Musharraf má bjóða sig fram Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í morgun að Pervez Musharraf, forseta landsins, væri heimilt að bjóða sig aftur fram til embættisins þó hann væri enn yfirmaður pakistanska hersins. Andstæðingar forsetans kærðu framboð hans á þeim forsendum að honum væri óheimilt að gegna báðum embættum. Erlent 28.9.2007 12:55
Óttast um öryggi sitt vegna nauðgunarsenu Tólf ára afganskur aðalleikari í kvikmyndinni Flugdrekahlauparinn vill að nauðgunaratriði verði klippt úr myndinni. Hann óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar vegna þess. Þau verið jafnvel útskúfuð. Erlent 25.9.2007 17:58
Byggingarréttur ætti að fyrnast Formaður Torfusamtakanna segir óeðlilegt að byggingarréttur sé óafturkræfur. Þá geti hluti gamla bæjarins í Reykjavík glatast. Hann vill að sett verði á fót embætti umboðsmanns íbúa til að gæta hagsmuna þeirra við breytinga á skipulagi. Innlent 25.9.2007 17:37
Herforingjastjórninni refsað Bandaríkjaforseti boðar refsiaðgerðir gegn herforingjastjórninni í Myanmar vegna mannréttindabrota. Fjölmenn mótmæli voru í stærstu borg landsins - áttunda daginn í röð - þar sem lýðræðis var krafist. Erlent 25.9.2007 17:51
Brottvísun fyrir mótmæli? Breskur jarðfræðingur sem tekið hefur þátt í aðgerðum Saving Iceland á yfir höfði sér að vera vísað úr landi vegna mótmæla sinna á grundvelli almannaöryggis og allsherjarreglu. Innlent 25.9.2007 17:34
Ekki einkamál stórveldanna Meirihluti jarðarbúa telur hlýnun jarðar af mannavöldum og nauðsynlegt að ríki heims grípi til aðgerða strax. Utanríkisráðherra Íslands segir að lausn verði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna - stórveldi megi ekki vera einráð í þeim efnum. Breska ríkisútvarpið, BBC, lét gera umfangsmikla könnun um viðhorf jarðarbúa til umhverfismála. Alls tóku 22 þúsund manns í 21 landi þátt í henni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja um 65% aðspurðra að grípa verði strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þá telja um 80% að breytingarnar séu fyrst og fremst af mannanna völdum. Flestir kenna iðnaði og samgöngum um aukna mengun í heiminum. Að mati þeirra sem stóðu að könnuninni benda niðurstöður hennar til mikillar afstöðubreytingar meðal fólks í heiminum gagnvart náttúruvernd. Yfir 70% aðspurðra telja nauðsynlegt að ríki heims geri með sér samkomulag um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ennfremur vilja flestir að samkomulagið nái einnig til ríkja þriðja heimsins sem fái í staðinn fjárhagsaðstoð frá auðugri ríkjum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði í gær til fundar um loftslagsmál. Hann sóttu fulltrúar hundrað og fimmtíu ríkja - þar á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem ávarpaði fundinn. Hún lagði áherslu á að lausn yrði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Stór og voldug ríki heims mættu ekki ein forgansraða í þeim efnum. Málið snerti alla heimsbyggðina. Erlent 25.9.2007 12:57
Óeirðalögreglumenn gegn munkum Svo virðist sem herforingjastjórnin í Myanmar, áður Búrma, ætli að mæta mótmælum Búddamunka af hörku. Reuters fréttastofan hefur eftir sjónarvottum að vopnaðir óeirðalögreglumenn hefðu verið fluttir til Yangon - stærstu borgar landsins - í morgun. Þar hafa munkarnir mótmælt dag hvern frá því í síðustu viku. Erlent 25.9.2007 12:42
Siggi Hall kennir alþjóðasamskipti Tveggja ára verkefni til að auka samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og lífsleikni fólks var hrundið af stað í morgun undir yfirskriftinni Mannauður - upphafið að nýrri framtíð. Innlent 25.9.2007 11:59
Bíllaust í Brussel Brusselbúar voru duglegir að skilja bíla sína eftir heima í gær. Evrópskri samgönguviku lauk þar í borg með bíllausum degi - ólíkt því sem var í Reykjavík. Erlent 24.9.2007 18:20
Tífaldur munur á stærstu forlögunum Forlagið - sem verður til þegar Mál og menning og JPV sameinast - verður að minnsta kosti tífalt stærra en næst stærsta bókaútgáfa landsins. Innlent 24.9.2007 18:22
Fordæmislaus fundur SÞ um hnattræna hlýnun Fordæmislaus leiðtogafundur um hnattræna hlýnun var haldinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. 150 ríki áttu fulltrúa á fundinum - þar á meðal Ísland. Bandaríkjaforseti mætti ekki. Erlent 24.9.2007 18:10
Skaðabætur vegna brunalóða Borgin gæti þurft að reiða fram á fjórða tug milljóna króna í skaðabætur til eigenda brunalóðarinnar að Austurstræti 22 því ekki er gert ráð fyrir að fullnýta byggingarrétt lóðarinnar. Innlent 24.9.2007 18:16
Úrvalsvísitalan óbreytt eftir daginn Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,01 prósent við lokun viðskipta í dag eftir nokkuð sveiflukenndan dag. Þetta er svipað genginu á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur erlendis hafa sveiflast nokkuð beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest í dag, eða um 2,17 prósent. Viðskipti innlent 24.9.2007 15:48
Tími kjarnorkusprengjunnar liðinn Íransforseti segir tíma kjarnorkusprengjunnar liðinn. Íranar stefni ekki að smíði slíkra vopna - þau þjóni engum tilgangi. Ef svo væri hefðu Sovétríkin aldreið liðast í sundur og Bandaríkjamönnum gengið betur í Írak. Erlent 24.9.2007 12:21
Smávegis hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað mest, eða um 0,78 prósent. Gengi bréfa í Icelandic Group hefur hins vegar lækkað mest það sem af er dags, um 1,35 prósent. Viðskipti innlent 24.9.2007 10:26
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent