Fréttir Óttuðust stórslys Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Innlent 17.12.2006 18:47 Ætla ekki að gefast upp Miðborg Kaupmannahafnar logaði í óeirðum í gærkvöld og varð lögregla að beita táragasi til að dreifa hundruðum manna sem mótmæltu lokun félagsmiðstöðvar. Íslensk kona sem var á vettvangi átakanna fylgdist með þegar bensínsprengjum var kastað í allar áttir. Erlent 17.12.2006 18:09 Tælir skjólstæðinga til kynlífsathafna Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Innlent 17.12.2006 18:42 Tvö vinnuslys á Kárahnjúkum í gær Ekkert lát virðist vera á vinnuslysum við Kárahnjúka, en tvö slys urðu þar í gær. Vinnueftirlitið vill stöðva framkvæmdir þar til búið er að gera úrbætur í öryggismálum. Fyrra slysið í gær varð með þeim hætti að kínverskur verkamaður fékk ofan á sig steypuklump þar sem verið var að steypusprauta göng, en síðan féll maður niður úr stiga. Hvorugur er alvarlega slasaður en báðir voru fluttir á sjúkrahús. Innlent 17.12.2006 18:34 Eldri borgarar ræða framboð Fjölmennur fundur vegna mögulegs framboðs eldri borgara fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári stendur nú á Hótel Borg. Tillaga að framboði eldri borgara var samþykkt með miklum meirihluta á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík fyrir helgi. Innlent 17.12.2006 17:08 Berlusconi undir hnífinn í Bandaríkjunum Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Berlusconi, sem er sjötugur, leið útaf á fundi með stuðningsmönnum sínum í síðasta mánuði og kom þá hjartakvilli í ljós. Erlent 17.12.2006 16:01 30 starfsmönnum Rauða hálfmánans rænt í Írak Byssumenn rændu 30 starfsmönnum Rauða hálfmánans í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Mannræningjarnir óku í ofboði að höfuðstöðvum hjálparsamtakana, réðust inn og rændu karlkyns starfsmönnum og gestkomandi. Erlent 17.12.2006 15:46 Sprengingar við skrifstofu Abbas Tvær sprengingar heyrðust nærri skrifstofum Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, á Gaza-svæðinu í dag. Reuters-fréttastofan greinir frá og segir að nokkrir hafi særst. Ekki er vitað hvort nokkur hafi týnt lífi í sprengingunum. Abbas var fjarverandi en hann er staddur á Vesturbakkanum. Erlent 17.12.2006 15:42 Cantat-3 jafnvel óvirkur í 2 til 3 vikur Hugsanlegt er að Cantat-3 sæstrengurinn verði óvirkur í 2 til 3 vikur. Bilun er í stengnum milli Íslands og Kanada, um 1500 km vestur af Íslandi á um 3000m dýpi. Líklegt er að kalla þurfi út viðgerðarskip vegna bilunarinnar. Innlent 17.12.2006 15:15 Almennur borgari féll í skotbardaga Almennur borgari féll í skotbardaga á Gaza í dag. Til átaka kom milli stuðningmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-liða. 19 ára stúlka varð fyrir skoti og lét lífið. Erlent 17.12.2006 14:23 Nágrannar styðji Íraka Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í dag breska hermenn í Írak. Í ræðu sem Blair flutti við það tækifæri hét hann Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, stuðningi og sagði mikilvægt að leiðtogar í nágrannalöndum Íraks styddu við bakið á honum og kæmu í veg fyrir að grafið væri undan honum. Erlent 17.12.2006 14:31 Fatah hefði betur Hamas-samtökin ætla ekki að taka þátt í kosningum sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna og leiðtogi Fatha, hefur boðað til. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, greindi frá þessu í dag. Hann sagði ræðu forsetans frá í gær, þar sem hann tilkynnti um kosningar, aðeins hafa helt olíu á eldinn. Ný könnun sýnir að Fatah-hreyfingin hefði betur ef kosið yrði nú. Erlent 17.12.2006 13:51 Flugdólgur skilinn eftir í Halifax Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvéla á vegum Heimsferða á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanda. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. Innlent 17.12.2006 13:25 Piparkökuhús verðlaunuð Til að búa til verðlauna- piparkökuhús þarf að vera skipulagður og hafa auga fyrir því smáa sem gefur lífinu lit, segja sigurvegarar í piparkökuhúsasamkeppni sem Grafarvogskirkja efndi til, en verðlaunin voru afhent í morgun. Innlent 17.12.2006 12:32 Færri kertabrunar Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. Innlent 17.12.2006 12:18 Dæmdir til dauða fyrir að bjarga ekki konu Dómstóll á Srí Lanka hefur dæmt tvo menn til dauða fyrir að valda dauða konu þegar flóðbylgjan mikla skall á eynni annan dag jóla 2004. Myndbandsupptaka sýnir þegar þeir slíta af henni hálsfesti og skilja svo eftir í vatnsflaumnum. Erlent 17.12.2006 11:51 Fangageymslur fullar í Reykjavík Fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík voru fullar í morgun eftir erilsama en þó stórslysalausa nótt. Að sögn lögreglu var töluvert um ölvun í miðborginni. Lítið fór fyrir jólaskapinu nú þegar vika er til hátíðar ljóss og friðar. Erfiðlega gekk að tjónka við menn og fólk fært í fangageymslur þar sem það svaf úr sér áfengisvímu. Innlent 17.12.2006 11:46 300 handteknir í Kaupmannahöfn Á þriðja hundrað manns voru handtekin þegar til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Grjóti og flöskum var kastað að lögreglu sem svaraði með því að skjóta táragasi á mannfjöldann. Erlent 17.12.2006 11:42 Lögðu undir sig landbúnaðarráðuneytið Loftið er lævi blandið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna eftir að liðsmenn Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas lögðu undir sig landbúnaðarráðuneyti heimastjórnarinnar í morgun. Áhlaup Fatah kom í kjölfar árásar grímuklæddra byssumanna á æfingasvæði lífvarða Abbas í morgun en einn lét þar lífið. Abbas býr skammt frá ráðuneytinu og því segjast Fatah-menn hafa verið að tryggja öryggi hans með því að taka það yfir. Erlent 17.12.2006 11:36 Hluta miðbæjarins var lokað Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Sex menn út eiturefnadeild Slökkviliðsins í Reykjavík voru sendir til Eyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar og voru að fram á nótt við að koma sýrunni undan eldtungunum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum leikur grunur á að kveikt hafi verið í. Innlent 17.12.2006 11:32 Felldur eftir að hafa traðkað 14 til bana í ár Indverskir fílaveiðimenn felldu í gær stóran fílstarf sem sagður er hafa traðkað 14 manns til bana síðastliðið ár. Tarfurinn, sem heimamenn kalla Osama bin Laden, var orðinn sannkallaður ógnvaldur í Assam-héraði og því þótti ekki annað fært en að drepa hann. Erlent 17.12.2006 10:44 Time: Internetið gjörbylt fjölmiðlun Bandaríska tímaritið Time hefur valið "þig" sem mann ársins 2006 fyrir framlag þitt til að gerbylta allri fjölmiðlun í heiminum með hjálp internetsins. Að mati blaðsins hafa bloggsíður og vefsvæði á borð við You-tube breytt valdajafnvæginu í fjölmiðlun á kostnað stóru fyrirtækjanna. Erlent 17.12.2006 10:41 Fallegasti jólaglugginn Gluggi verslunar Blue Lagoon að Laugavegi 15 í Reykjavík hlaut viðurkenningu Þróunarfélags miðborgarinnar fyrir fallegasta jólagluggann í ár. Einar Örn Stefánsson framkvæmdastjóri félagsins sagði að einfalt og stílhreint útlit jólagluggans hefði vakið athygli dómnefndarinnar. Innlent 17.12.2006 10:38 Eldsvoði í brúðkaupsveislu Í það minnsta 22 konur og börn týndu lífi í eldsvoða í brúðkaupsveislu í austanverðu Pakistan í gær, brúðurin þar á meðal. Eldurinn kviknaði í tjaldi þar sem veislan var haldin en karlkyns gestirnir voru í öðru tjaldi, eins og siður er á þessum slóðum, og sakaði því ekki. Erlent 17.12.2006 10:09 Bilun í Cantat sæstreng Bilun kom upp í Cantat sæstreng Símans um kl. 23:30 í gærkvöld og hefur bilunin áhrif á netsamband til útlanda þar sem bandbreid minnkar. Ekki er vitað hvað veldur sambandsleysinu en unnið er að því að komast að hvað veldur. Bilunin hefur óveruleg áhrif á talsímaumferð. Innlent 17.12.2006 10:06 Óku á vegg Tvær stúlkur 16 og 17 ára gamlar, voru handteknar í Grindavík í nótt grunaðar um að hafa tekið bifreið ófrjálsri hendi og ekið henni á steinhleðsluvegg við skemmtistaðinn Festi. Þær sluppu án teljandi meiðsla en bifreiðin er mikið skemmd sem og veggurinn. Stúlkurnar gistu fangageymslur lögreglu í Keflavík í nótt. Innlent 17.12.2006 10:03 Vesturveldin styðja Abbas Sú ákvörðun Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, að boða til kosninga á heimastjórnarsvæðunum hefur almennt mælst vel fyrir á Vesturlöndum. Abbas boðaði til kosninga í gær eftir stigvaxandi átök liðsmanna Fatah og Hamas. Leiðtogar Hamas segja ákvörðun forsetans jafngilda valdaráni. Erlent 17.12.2006 09:45 Átök í Kaupmannahöfn Til óeirða kom í Kaupmannahöfn í nótt þegar mótmælaganga ungmenna fór úr böndunum. Undanfarna daga hafa ungmennin mótmælt á friðsamlegan hátt þeirri ákvörðun Eystri-Landsrétts að hópi húsatökumanna bæri að rýma hús sem kristið trúfélag hafði keypt fyrir nokkrum árum. Í gærkvöld kom hins vegar til óláta í miðborginni. Nokkrir liggja sárir og 300 manns voru færðir í fangageymslur. Erlent 17.12.2006 10:00 Fékk á sig steypuklump Kínverskur verkamaður slasaðist á Kárahnúkum í gær, þegar hann fékk á sig steypuklump í göngum þar sem nýbúið var að steypusprauta. Maðurinn var fluttur á slysadeild í gær og er enn haldið þar til eftirlits. Samkvæmt vakthafandi lækni er hann ekki alvarlega slasaður, og verður líklega útskrifaður seinna í dag. Innlent 17.12.2006 09:55 Grunur um íkveikju Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Innlent 17.12.2006 09:39 « ‹ 276 277 278 279 280 281 282 283 284 … 334 ›
Óttuðust stórslys Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Innlent 17.12.2006 18:47
Ætla ekki að gefast upp Miðborg Kaupmannahafnar logaði í óeirðum í gærkvöld og varð lögregla að beita táragasi til að dreifa hundruðum manna sem mótmæltu lokun félagsmiðstöðvar. Íslensk kona sem var á vettvangi átakanna fylgdist með þegar bensínsprengjum var kastað í allar áttir. Erlent 17.12.2006 18:09
Tælir skjólstæðinga til kynlífsathafna Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Innlent 17.12.2006 18:42
Tvö vinnuslys á Kárahnjúkum í gær Ekkert lát virðist vera á vinnuslysum við Kárahnjúka, en tvö slys urðu þar í gær. Vinnueftirlitið vill stöðva framkvæmdir þar til búið er að gera úrbætur í öryggismálum. Fyrra slysið í gær varð með þeim hætti að kínverskur verkamaður fékk ofan á sig steypuklump þar sem verið var að steypusprauta göng, en síðan féll maður niður úr stiga. Hvorugur er alvarlega slasaður en báðir voru fluttir á sjúkrahús. Innlent 17.12.2006 18:34
Eldri borgarar ræða framboð Fjölmennur fundur vegna mögulegs framboðs eldri borgara fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári stendur nú á Hótel Borg. Tillaga að framboði eldri borgara var samþykkt með miklum meirihluta á fundi Félags eldri borgara í Reykjavík fyrir helgi. Innlent 17.12.2006 17:08
Berlusconi undir hnífinn í Bandaríkjunum Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Berlusconi, sem er sjötugur, leið útaf á fundi með stuðningsmönnum sínum í síðasta mánuði og kom þá hjartakvilli í ljós. Erlent 17.12.2006 16:01
30 starfsmönnum Rauða hálfmánans rænt í Írak Byssumenn rændu 30 starfsmönnum Rauða hálfmánans í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Mannræningjarnir óku í ofboði að höfuðstöðvum hjálparsamtakana, réðust inn og rændu karlkyns starfsmönnum og gestkomandi. Erlent 17.12.2006 15:46
Sprengingar við skrifstofu Abbas Tvær sprengingar heyrðust nærri skrifstofum Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, á Gaza-svæðinu í dag. Reuters-fréttastofan greinir frá og segir að nokkrir hafi særst. Ekki er vitað hvort nokkur hafi týnt lífi í sprengingunum. Abbas var fjarverandi en hann er staddur á Vesturbakkanum. Erlent 17.12.2006 15:42
Cantat-3 jafnvel óvirkur í 2 til 3 vikur Hugsanlegt er að Cantat-3 sæstrengurinn verði óvirkur í 2 til 3 vikur. Bilun er í stengnum milli Íslands og Kanada, um 1500 km vestur af Íslandi á um 3000m dýpi. Líklegt er að kalla þurfi út viðgerðarskip vegna bilunarinnar. Innlent 17.12.2006 15:15
Almennur borgari féll í skotbardaga Almennur borgari féll í skotbardaga á Gaza í dag. Til átaka kom milli stuðningmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-liða. 19 ára stúlka varð fyrir skoti og lét lífið. Erlent 17.12.2006 14:23
Nágrannar styðji Íraka Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í dag breska hermenn í Írak. Í ræðu sem Blair flutti við það tækifæri hét hann Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, stuðningi og sagði mikilvægt að leiðtogar í nágrannalöndum Íraks styddu við bakið á honum og kæmu í veg fyrir að grafið væri undan honum. Erlent 17.12.2006 14:31
Fatah hefði betur Hamas-samtökin ætla ekki að taka þátt í kosningum sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna og leiðtogi Fatha, hefur boðað til. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, greindi frá þessu í dag. Hann sagði ræðu forsetans frá í gær, þar sem hann tilkynnti um kosningar, aðeins hafa helt olíu á eldinn. Ný könnun sýnir að Fatah-hreyfingin hefði betur ef kosið yrði nú. Erlent 17.12.2006 13:51
Flugdólgur skilinn eftir í Halifax Íslenskur karlmaður, sem lét ófriðlega í flugvéla á vegum Heimsferða á leið frá Kúbu til Íslands í gær, var skilinn eftir ásamt konu sinni í Halifax í Kanda. Maðurinn mun hafa angrað áhöfn og farþega og barið konu sína þegar hún reyndi að róa hann. Innlent 17.12.2006 13:25
Piparkökuhús verðlaunuð Til að búa til verðlauna- piparkökuhús þarf að vera skipulagður og hafa auga fyrir því smáa sem gefur lífinu lit, segja sigurvegarar í piparkökuhúsasamkeppni sem Grafarvogskirkja efndi til, en verðlaunin voru afhent í morgun. Innlent 17.12.2006 12:32
Færri kertabrunar Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. Innlent 17.12.2006 12:18
Dæmdir til dauða fyrir að bjarga ekki konu Dómstóll á Srí Lanka hefur dæmt tvo menn til dauða fyrir að valda dauða konu þegar flóðbylgjan mikla skall á eynni annan dag jóla 2004. Myndbandsupptaka sýnir þegar þeir slíta af henni hálsfesti og skilja svo eftir í vatnsflaumnum. Erlent 17.12.2006 11:51
Fangageymslur fullar í Reykjavík Fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík voru fullar í morgun eftir erilsama en þó stórslysalausa nótt. Að sögn lögreglu var töluvert um ölvun í miðborginni. Lítið fór fyrir jólaskapinu nú þegar vika er til hátíðar ljóss og friðar. Erfiðlega gekk að tjónka við menn og fólk fært í fangageymslur þar sem það svaf úr sér áfengisvímu. Innlent 17.12.2006 11:46
300 handteknir í Kaupmannahöfn Á þriðja hundrað manns voru handtekin þegar til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Grjóti og flöskum var kastað að lögreglu sem svaraði með því að skjóta táragasi á mannfjöldann. Erlent 17.12.2006 11:42
Lögðu undir sig landbúnaðarráðuneytið Loftið er lævi blandið á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna eftir að liðsmenn Fatah-hreyfingar Mahmoud Abbas lögðu undir sig landbúnaðarráðuneyti heimastjórnarinnar í morgun. Áhlaup Fatah kom í kjölfar árásar grímuklæddra byssumanna á æfingasvæði lífvarða Abbas í morgun en einn lét þar lífið. Abbas býr skammt frá ráðuneytinu og því segjast Fatah-menn hafa verið að tryggja öryggi hans með því að taka það yfir. Erlent 17.12.2006 11:36
Hluta miðbæjarins var lokað Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Sex menn út eiturefnadeild Slökkviliðsins í Reykjavík voru sendir til Eyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar og voru að fram á nótt við að koma sýrunni undan eldtungunum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum leikur grunur á að kveikt hafi verið í. Innlent 17.12.2006 11:32
Felldur eftir að hafa traðkað 14 til bana í ár Indverskir fílaveiðimenn felldu í gær stóran fílstarf sem sagður er hafa traðkað 14 manns til bana síðastliðið ár. Tarfurinn, sem heimamenn kalla Osama bin Laden, var orðinn sannkallaður ógnvaldur í Assam-héraði og því þótti ekki annað fært en að drepa hann. Erlent 17.12.2006 10:44
Time: Internetið gjörbylt fjölmiðlun Bandaríska tímaritið Time hefur valið "þig" sem mann ársins 2006 fyrir framlag þitt til að gerbylta allri fjölmiðlun í heiminum með hjálp internetsins. Að mati blaðsins hafa bloggsíður og vefsvæði á borð við You-tube breytt valdajafnvæginu í fjölmiðlun á kostnað stóru fyrirtækjanna. Erlent 17.12.2006 10:41
Fallegasti jólaglugginn Gluggi verslunar Blue Lagoon að Laugavegi 15 í Reykjavík hlaut viðurkenningu Þróunarfélags miðborgarinnar fyrir fallegasta jólagluggann í ár. Einar Örn Stefánsson framkvæmdastjóri félagsins sagði að einfalt og stílhreint útlit jólagluggans hefði vakið athygli dómnefndarinnar. Innlent 17.12.2006 10:38
Eldsvoði í brúðkaupsveislu Í það minnsta 22 konur og börn týndu lífi í eldsvoða í brúðkaupsveislu í austanverðu Pakistan í gær, brúðurin þar á meðal. Eldurinn kviknaði í tjaldi þar sem veislan var haldin en karlkyns gestirnir voru í öðru tjaldi, eins og siður er á þessum slóðum, og sakaði því ekki. Erlent 17.12.2006 10:09
Bilun í Cantat sæstreng Bilun kom upp í Cantat sæstreng Símans um kl. 23:30 í gærkvöld og hefur bilunin áhrif á netsamband til útlanda þar sem bandbreid minnkar. Ekki er vitað hvað veldur sambandsleysinu en unnið er að því að komast að hvað veldur. Bilunin hefur óveruleg áhrif á talsímaumferð. Innlent 17.12.2006 10:06
Óku á vegg Tvær stúlkur 16 og 17 ára gamlar, voru handteknar í Grindavík í nótt grunaðar um að hafa tekið bifreið ófrjálsri hendi og ekið henni á steinhleðsluvegg við skemmtistaðinn Festi. Þær sluppu án teljandi meiðsla en bifreiðin er mikið skemmd sem og veggurinn. Stúlkurnar gistu fangageymslur lögreglu í Keflavík í nótt. Innlent 17.12.2006 10:03
Vesturveldin styðja Abbas Sú ákvörðun Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, að boða til kosninga á heimastjórnarsvæðunum hefur almennt mælst vel fyrir á Vesturlöndum. Abbas boðaði til kosninga í gær eftir stigvaxandi átök liðsmanna Fatah og Hamas. Leiðtogar Hamas segja ákvörðun forsetans jafngilda valdaráni. Erlent 17.12.2006 09:45
Átök í Kaupmannahöfn Til óeirða kom í Kaupmannahöfn í nótt þegar mótmælaganga ungmenna fór úr böndunum. Undanfarna daga hafa ungmennin mótmælt á friðsamlegan hátt þeirri ákvörðun Eystri-Landsrétts að hópi húsatökumanna bæri að rýma hús sem kristið trúfélag hafði keypt fyrir nokkrum árum. Í gærkvöld kom hins vegar til óláta í miðborginni. Nokkrir liggja sárir og 300 manns voru færðir í fangageymslur. Erlent 17.12.2006 10:00
Fékk á sig steypuklump Kínverskur verkamaður slasaðist á Kárahnúkum í gær, þegar hann fékk á sig steypuklump í göngum þar sem nýbúið var að steypusprauta. Maðurinn var fluttur á slysadeild í gær og er enn haldið þar til eftirlits. Samkvæmt vakthafandi lækni er hann ekki alvarlega slasaður, og verður líklega útskrifaður seinna í dag. Innlent 17.12.2006 09:55
Grunur um íkveikju Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af. Innlent 17.12.2006 09:39
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent