

Talsvert af fíkniefnum fannst í fórum ökumanns sem reyndi að stinga lögregluna í Reykjavík af í nótt. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, ók yfir gatanmót á rauðu, en eftir skamma en snarpa eftirför náðist hann
Ökumaður og farþegi sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt í Skíðaskálabrekkunni á Suðurlandsvegi í nótt. Hálka var á vettvangi og ökumaður er auk þess grunaður um akstur undir áhrifum lyfja.
Sjóður Sameinuðu þjóðanna sem á að binda enda á ofbeldi gagnvart konum mun gefa alls 3,5 milljónir dollara, eða um 250 milljónir íslenskra króna, til verkefna sem eiga að miða að því að binda enda á ofbeldi gagnvart konum. Þetta er jafnframt stærsta upphæð sem sjóðurinn hefur deilt út.
Leiðtogi Hamas-samtakanna, Khaled Meshaal, er kominn til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, til þess að ræða um hugsanleg skipti á föngum við Ísraela. Talsmaður samtakanna skýrði frá þessu nú rétt í þessu.
Forseti Austur-Kongó gaf í dag friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna 48 klukkustunda frest til þess að koma vopnuðum liðsmönnum mótframbjóðanda síns, Jean-Pierre Bemba, úr höfuðborginni, Kinshasa. Ef þeir myndu ekki gera það ætlar hann sér að láta herinn sinna verkefninu.
Líbanski forsætisráðherrann Fouad Siniora hefur beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að rannsaka morðið á iðnaðarráðherra landsins, Pierre Gemayel, sem myrtur var síðastliðinn þriðjudag.
Nýtt myndband sem alþjóðadómstólinn í Haag sendi frá sér sýnir þær aðstæður sem að fangar þar þurfa að lifa í. Dómstóllinn varð fyrir mikilli gagnrýni eftir sjálfsmorð eins fanga þar og síðan lát Slobodans Milosevic fyrr á árinu. Myndbandið var gert til þess að auka á gegnsæi innan stofnunarinnar og auka tiltrú á henni í kjölfar þessara atburða.
Hollenska ríkissjónvarpsstöðin NOS skýrði frá því í kvöld að þegar að ellefu prósent atkvæða hefðu verið talin væri stjórnarflokkur Kristilegra demókrata með forystu á aðal stjórnarandstöðuflokkinn, Verkamannaflokkinn. Bjóst sjónvarpsstöðin við því að Kristilegir demókratar eigi eftir að hljóta 41 sæti en Verkamannaflokkurinn 33.
Ísraelski herinn sagði í dag að hann myndi taka þátt í því að þjálfa friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í því að hreinsa landsvæði af klasasprengjum og öðrum jarðsprengjum sem að hafa orðið eftir úr 34 daga stríði Ísraels og Hisbollah í sumar. Sprengjurnar hafa þegar valdið meira en 20 dauðsföllum og sært fleiri en 70 manns síðan að stríðinu lauk þann 14. ágúst síðastliðinn.
Sprenging varð í efnaverksmiðju í Bandaríkjunum í dag. Úr varð gríðarlegur eldur og slösuðust í hið minnsta tíu manns og talið er að nálægt hundrað heimili og byggingar hafi skemmst. Þurfti lögregla að flytja um 200 íbúa frá heimilum sínum.
Pólverjar héldu sig við hótanir sínar frá því í síðustu viku og beittu neitunarvaldi gegn þeirri tillögu Evrópusambandsins að viðræður yrðu hafnar við Rússa um nýjan samstarfssamning milli Evrópusambandsins og Rússlands.
Viðræðum á milli ítalskra yfirvalda og J. Paul Getty safnsins í Los Angeles vegna 52 safngripa sem að Ítalir segja að hafi verið rænt hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem safnið er aðeins tilbúið til þess að skila helmingi þeirra gripa sem rætt er um.
Búist er við því að flokkur Kristilegra demókrata eigi eftir að bera sigur úr býtum í þingkosningum í Hollandi sem fram fóru í dag en þó er ekki búist við því að þeir nái hreinum meirihluta á þinginu. Þetta sýna útgönguspár hollensku sjónvarpsstöðvarinnar RTL.
Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus segir mikinn hagvöxt í Kína og Indlandi á næstu árum kalla á aukna eftirspurn eftir flugvélum. Að sögn forsvarsmanna Airbus benda spár félagsins til þess að hægt verði að selja allt að 22.700 nýjar flugvélar frá félaginu fram til ársins 2025.
Fjórir rottweiler hundar bitu unga konu til bana í húsi nálægt París í Frakklandi í dag. Bitu þeir hana sérstaklega illa á andliti og á handleggjum samkvæmt fregnum frá lögreglu. Varð hún að skjóta hundana til bana til þess að komast að líki konunnar.
Bresk kona berst nú fyrir því að fá að halda eftir fósturvísum úr fyrra hjónabandi sínu en lögum samkvæmt á að eyða þeim. Flutningur á máli hennar hófst fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag.
Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun með því að þúsundir manna fylgdu kistu Gemayel um götur heimaborgar hans.
Lögmenn Olís, Essó og Skeljungs höfnuðu því fyrir héraðsdómi í dag að Reykjavíkurborg hefði sannað tjón sitt vegna ólögmæts samráðs. Þó var óvænt upplýst að félögin hefðu boðið borginni fimmtíu milljónir króna til að sætta málið og losna við skaðabótamál. Í þessu tilboði féllst samt engin viðurkenning á að borgin hafi orðið fyrir tjóni, segja olíufélögin.
Allir lifandi íslendingar yrðu hluthafar í Íslenska auðlindasjóðnum ohf. sem héldi utan um sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar og virkjanir þeirra nái ný hugmynd Víglundar Þorsteinssonar stjórnarformanns BM Vallár fram að ganga. Sjóðurinn myndi auk þess greiða landsmönnum arð. Lagt er til að sjóðurinn nái yfir allar sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar auk Landsvirkjunar.
Meirihluti fjárlaganefndur leggur til að stjórnmálaflokkarnir fái 130 milljóna króna aukafjárveitingu vegna breytinga á lagaumgjörð um flokkana. Þetta kemur fram í breytingartillögum meirihlutans við fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra.
Væntingavísitalan mældist 92,1 stig í Bandaríkjunum í þessum mánuði. Þetta er 1,5 stiga lækkun á milli mánaða og nokkuð meiri lækkun en búist var við.
Áhöfn rússnesku flugvélarinnar sem keyrði á vegg og brann síðan til kaldra kola eftir lendingu í sumar hefur verið kennt um atvikið. Þetta kom fram í skýrslu rannsóknarmanna sem var gefin út í dag. Alls dóu 125 manns í flugslysinu.
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði heilbrigðisyfirvöld um stefnuleysi í mæðravernd á Alþingi í dag. Hætta væri á að peningar og þjálfun starfsfólks færu í súginn við flutning áhættumeðgönguverndar á Landspítalann. Þingmaður vinstri grænna segir að verið sé að sjúkdómsvæða meðgönguna.
Sautján umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær og stungu þeir sem keyrðu á af í þremur tilfellum. Óhöppin voru flest minni háttar eftir því sem fram kemur á vef lögreglunnar en í einu tilviki var ökumaður fluttur á slysadeild. Sá ók vörubifreið en hún valt þegar sturta átti farminum af.
Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins samþykkti í dag ályktun þar sem kom fram að belgíska bankafyrirtækið SWIFT hefði brotið lög um persónuvernd þegar það lét bandaríska fjármálaráðuneytið fá upplýsingar um millifærslur viðskipta sinna.
Heildarfjárfesting sveitarfélaga á síðasta ári nam liðlega 41 milljarði króna samkvæmt yfirliti sem hag- og upplýsingasvið Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið saman.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ásamt félaga sínum gengið í skrokk á manni á Eskifirði í sumar. Atvikið átt sér stað fyrir utan verslun í bænum aðfararnótt sunnudagsins 11. júní en þar kýldi ákærði manninn og stappaði ofan á andliti hans þannig að maðurinn hlaut mikla áverka í andliti.
Laun hækkuðu að meðaltali um 0,5% í október og hafa því hækkað um alls 11% á síðustu tólf mánuðum. Kaupmáttur hefur því aukist sem þessu hálfa prósenti nemur og því alls um rúm 3,5% á síðasta ári. Þetta gerist þrátt fyrir að verðbólga hafi skotist upp á síðustu misserum.
Töluverðar sviptingar voru á gjaldeyrismarkaði í dag en krónan veiktist hratt í upphafi dags og fór vísitalan hæst í 127,8 stig í morgun. Gengisvísitalan endaði síðan í 126,96 stigum og veiktist því krónan um 0,5 prósent, að sögn greiningardeildar Landsbankans.
Ríkissjóður Íslands lauk í dag skuldabréfaútboði á Evrópumarkaði upp á einn milljað evra eða sem samsvarar 90 milljörðum íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands að mikill áhugi hafi verið fyrir útboðinu og bárust kauptillboð að fjárhæð um 1,7 milljaðar evra frá um 60 aðilum