Kauphöllin

Fréttamynd

Lands­bankinn hagnast um 7,5 milljarða

Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2021 var 7,5 milljarðar króna. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2021 var jákvæð um 21,6 milljarða króna samanborið við 699 milljónir á sama tímabili árið 2020.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rekstrar­af­gangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi

Síminn hagnaðist um 1.057 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1.014 milljónir á sama tímabili árið 2020. Um er að ræða 4,2% aukningu milli ára en tekjur drógust saman og námu 6.381 milljónum króna samanborið við 6.420 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Origo hagnaðist um 365 milljónir

Origo hagnaðist um 365 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður fyrirtækisins á árinu er 612 milljónir. Í fyrra var hagnaðurinn 90 milljónir á þriðja ársfjórðungi og 461 milljón á fyrstu níu mánuðum ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Marel hagnaðist um 3,5 milljarða

Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði

Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands

Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allt grænt í Kauphöllinni eftir kosningar

Fjárfestar virðast vera ánægðir með niðurstöðuna í Alþingiskosningunum um helgina ef marka má græna litinn sem er alls ráðandi í Kauphöllinni eftir opnun markaða. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoðana­kannanir fyrir kosningar valdi fjár­festum á­hyggjum

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi

Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Agnarsmá hlutdeild útgerðar í Kauphöll

Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi.

Skoðun