Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30.

Fjöldi legurýma á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tvöfaldast og bráðamóttakan stækkar mikið, eftir að skurðstofur og önnur aðstaða á heilli hæð voru rifnar niður. Forstjóri segir þetta umbreyta starfsemi spítalans sem getur þá tekið við sjúklingum frá Reykjavík þegar álag myndast á Landspítalanum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa varað við mögulegu eldgosi á einni eyjanna. Í kvöldfréttum verður rætt við samskiptastjóra almannavarna, sem er stödd þar ytra í fríi, og segist við öllu búin.

Þá hittum við vonsvikna menntskælinga sem fá ekki að halda böll vegna umgengni í skólanum og lítum yfir veitingabransann sem hefur heldur betur tekið við sér eftir erfiða tíma í heimsfaraldri.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×