Kauphöllin

Fréttamynd

Fyrrverandi þingmenn gefa út tímaritið Úti

Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar, hafa stofnað útgáfufélagið Vertu úti utan um nýtt tímarit sem hefur fengið nafnið Úti. Samkvæmt skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra mun það gefa tímaritið út á íslensku og ensku en einnig framleiða annað fjölmiðlaefni og skipuleggja viðburði og fræðslu sem tengist útivist.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Símafélögin misstu Iphone umboðið yfir til Epli

"Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrirtækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum bandaríska raftækjaframleiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi

Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Botn sleginn í Brexit?

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú boðað til þingkosninga sem haldnar verða þann 8. júní næstkomandi. Ljóst er að málefnaskráin fyrir kosningarnar verður í styttra lagi. Aðalmálið, og allt að því það eina, verður væntanlega útganga Breta úr Evrópusambandinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ómöguleiki gengisspádóma

Það eru sennilega 20 ár síðan ég gerði fyrstu gengisspána mína og ég er enn að. Ég hef hins vegar aldrei farið leynt með það að ég held ekki að maður geti kerfisbundið "snúið á markaðinn“ – og sérstaklega ekki gjaldeyrismarkaðinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað varð um galdrakarlana í Oz?

Fyrir tæpum tuttugu árum var íslensk upplýsingatækni enn í bleyju. Þeir sem vildu skera sig úr burðuðust stoltir um með nokkurra kílóa fokdýran farsímahlunk og þeir framsýnustu lumuðu á upphringimótöldum sem gerðu þeim kleift að tengjast háskólanetum á nokkrum mínútum. Þar var þó lítið að gera nema fyrir innvígða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðlaunabikar

Harla ólíklegt þykir að Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander, banka í eigu Kaupþings í Bretlandi, verði tekinn á beinið fyrir að leka innherjaupplýsingum í bók sinni Ævintýraeyjan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kraftmikill bankastjóri

Keppinautar Kaupþings fá ekki síðri útreið en meðreiðarsveinar Ármanns hjá bankanum. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir Ármann bera það með sér að hafa snætt í tvígang með jafn mörgum viðskiptavinum í hádeginu á hverjum degi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Betri tíð í spilunum

Alþjóðabankinn spáir samdrætti upp á 2,9 prósent á heimsvísu á þessu ári. Á næstu tveimur árum snúi til betri vegar og muni hagvöxtur nema 3,2 prósentum árið 2011.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Er vefsíðan mín góð eða slæm?

Ein af skemmtilegri vefsíðum netheima er www.webpagesthatsuck.com, þar sem farið er yfir vefsíður sem eru afar illa hannaðar og þær metnar. Þar segir meðal annars um fyrstu mánuði þessa árs, að „þetta virðist ætla að verða gott ár fyrir slæma vefsíðuhönnun".

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Jómfrúrflugi seinkar

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing frestaði enn á ný afhendingu og jómfrúrflugi, Dreamliner 787 , nýjustu þotunnar sem flaggað hefur verið um nokkurra ára skeið sem helsta trompi fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fljótlega fjár­fest úr Bjarkar­sjóði

„Við höfum fengið 75 viðskiptaáætlanir frá frumkvöðlum inn á borð til okkar, hitt um helming þeirra og rætt við fjárfesta,“ segir Baldur Már Helgason, sjóðsstjóri frumkvöðla- og sprotasjóðsins Bjarkar hjá Auði Capital.

Viðskipti innlent