Ætla í samkeppni við Nasdaq í sumar og rjúfa einokun Haraldur Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 08:00 Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. hefur um árabil haft einokunarstöðu á markaði með skráningu verðbréfa. Vísir/Stefán Eigendur Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. skiluðu starfsleyfisumsókn til fjármálaráðuneytisins í síðasta mánuði og vilja hefja rekstur í sumar og þá samkeppni við Nasdaq á Íslandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er búið að kalla inn allt hlutafé félagsins eða 300 milljónir króna en eigendahópurinn samanstendur af Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóðum og einkafjárfestum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur þrjá mánuði til að fara yfir umsóknina en stefnt hefur verið að opnun nýju verðbréfamiðstöðvarinnar síðan 2015. Búið er að ganga frá kaupum og innleiðingu á tölvukerfi félagsins. Verðbréfamiðstöðin mun sjá um útgáfu, vörslu og uppgjör verðbréfa fyrir lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og hið opinbera eða veita sömu þjónustu og Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. býður nú. Einar S. Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands á árunum 1998 til 2013, og Arnar Arinbjarnarson, fjárfestir og fyrrverandi yfirmaður viðskiptaþróunar MP banka, eiga samtals um 20 prósenta hlut í félaginu og lögmennirnir Daði Bjarnason og Jóhann Tómasson um tíu prósent í gegnum félag sitt Lagahvol slf. Hluthafarnir eru alls tíu talsins og eiga allir álíka mikið en þar má einnig finna Lífeyrissjóð verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóð, Almenna lífeyrissjóðinn, Sameinaða lífeyrissjóðinn og Lífsverk. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins leita þeir nú að hentugu húsnæði undir starfsemina. Stjórn Verðbréfamiðstöðvarinnar er skipuð þeim Gísla Kr. Heimissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs MP banka, Vilmundi Jósefssyni, fyrrverandi formanni Samtaka atvinnulífsins og stjórnarmanni í Vodafone, og Sigþrúði Ármann, lögfræðingi og framkvæmdastjóra EXEDRA. Einar er framkvæmdastjóri félagsins en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hluthafarnir ætla sér í beina samkeppni við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. sem er aftur í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunnar NasdaqOMX. Ekkert annað félag hér á landi er nú með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa og Nasdaq því í einokunarstöðu. Eigendur félagsins hafa hagnast verulega á rekstri þess á undanförnum árum en afkoma þess eftir skatta árið 2015 batnaði um 60 milljónir króna milli ára og nam samtals tæplega 328 milljónum. Það jafngilti um 54 prósenta ávöxtun eigin fjár en það var 607 milljónir í árslok 2015.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns stundaði óvart innherjaviðskipti Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Eigendur Verðbréfamiðstöðvarinnar hf. skiluðu starfsleyfisumsókn til fjármálaráðuneytisins í síðasta mánuði og vilja hefja rekstur í sumar og þá samkeppni við Nasdaq á Íslandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins er búið að kalla inn allt hlutafé félagsins eða 300 milljónir króna en eigendahópurinn samanstendur af Arion banka, Íslandsbanka, fimm lífeyrissjóðum og einkafjárfestum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur þrjá mánuði til að fara yfir umsóknina en stefnt hefur verið að opnun nýju verðbréfamiðstöðvarinnar síðan 2015. Búið er að ganga frá kaupum og innleiðingu á tölvukerfi félagsins. Verðbréfamiðstöðin mun sjá um útgáfu, vörslu og uppgjör verðbréfa fyrir lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og hið opinbera eða veita sömu þjónustu og Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. býður nú. Einar S. Sigurjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfaskráningar Íslands á árunum 1998 til 2013, og Arnar Arinbjarnarson, fjárfestir og fyrrverandi yfirmaður viðskiptaþróunar MP banka, eiga samtals um 20 prósenta hlut í félaginu og lögmennirnir Daði Bjarnason og Jóhann Tómasson um tíu prósent í gegnum félag sitt Lagahvol slf. Hluthafarnir eru alls tíu talsins og eiga allir álíka mikið en þar má einnig finna Lífeyrissjóð verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóð, Almenna lífeyrissjóðinn, Sameinaða lífeyrissjóðinn og Lífsverk. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins leita þeir nú að hentugu húsnæði undir starfsemina. Stjórn Verðbréfamiðstöðvarinnar er skipuð þeim Gísla Kr. Heimissyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs MP banka, Vilmundi Jósefssyni, fyrrverandi formanni Samtaka atvinnulífsins og stjórnarmanni í Vodafone, og Sigþrúði Ármann, lögfræðingi og framkvæmdastjóra EXEDRA. Einar er framkvæmdastjóri félagsins en ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Hluthafarnir ætla sér í beina samkeppni við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. sem er aftur í eigu bandarísku kauphallarsamstæðunnar NasdaqOMX. Ekkert annað félag hér á landi er nú með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð samkvæmt lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa og Nasdaq því í einokunarstöðu. Eigendur félagsins hafa hagnast verulega á rekstri þess á undanförnum árum en afkoma þess eftir skatta árið 2015 batnaði um 60 milljónir króna milli ára og nam samtals tæplega 328 milljónum. Það jafngilti um 54 prósenta ávöxtun eigin fjár en það var 607 milljónir í árslok 2015.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns stundaði óvart innherjaviðskipti Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent