Valitor vill nýtt mat á tjóni Wikileaks Haraldur Guðmundsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Valitor vill fá nýtt undirmat á tjóni Datacell og Sunshine Press Productions. vísir/stefán Lögmaður Valitor í skaðabótamáli Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) gegn greiðslukortafyrirtækinu ætlar að fara fram á nýtt mat á tjóni fyrirtækjanna tveggja vegna lokunar á greiðslugátt til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á tæpa 3,2 milljarða króna í maí í fyrra en niðurstaða yfirmatsmanna, sem Valitor óskaði eftir í kjölfar undirmatsins, hefur legið fyrir síðan um miðjan mars en ekki verið lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. „Ég er búinn að leggja fram beiðni um dómkvaðningu tveggja nýrra matsmanna. Það yrði nýtt undirmat og sjálfstætt og hefði ekkert með fyrri möt að gera. Ég fór fram á yfirmatið en er með þessu að afla frekari sönnunargagna til að svara spurningum sem ég tel að sé enn ósvarað,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor í skaðabótamálinu. Hæstiréttur staðfesti í apríl 2013 heimildarskort Valitor til riftunar á söluaðilasamningi við Datacell sem tryggði félaginu greiðslugátt fyrir íslenska einkahlutafélagið SPP, rekstrarfélag Wikileaks. Gáttin var lokuð frá 8. júlí 2011 til 19. maí 2013 og lögðu fyrirtækin tvö upphaflega fram átta milljarða króna skaðabótakröfu. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPP, segir hana nú standa í um sex milljörðum með dráttarvöxtum og kostnaði í kjölfar niðurstöðu undirmatsmannanna.Sigurður G. Guðjónsson„Lögmaður Valitor þráast enn við að leggja fram yfirmatið en hefur aftur á móti farið fram á nýtt mat sem tekur að mestu leyti á sömu atriðum og yfirmatið gerði. Hann virðist líta svo á að með því að sleppa því að leggja fram yfirmatið geti hann lagt sömu spurningar fram við nýja undirmatsmenn. Það gengur ekki upp en ástæðan er auðvitað sú að niðurstaða yfirmatsmannanna hefur ekki verið Valitor hagstæð,“ segir Sveinn Andri í samtali við Markaðinn. „Ég beindi hins vegar áskorun til Valitor í mars um að yfirmatið yrði lagt fram en lögmaður fyrirtækisins hefur haft það síðan um miðjan þann mánuð. Það var bókað eftir honum í fyrirtöku fyrir dómi þann 20. mars að hann væri ósáttur við niðurstöðu yfirmatsins og að yfirmatsmennirnir hefðu ekki svarað tilteknum spurningum. En það er auðvitað ekki þannig að menn geti endalaust fengið nýtt mat þangað til þeir eru ánægðir með niðurstöðuna. Þetta er því í mínum huga vandræðagangur en við bíðum rólegir.“Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPPVísir/ernirKrafa Valitor um dómkvaðningu nýju matsmannanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. maí næstkomandi. Sigurður bendir á að þrátt fyrir að yfirmatsnefnd hafi komist að niðurstöðu í málinu sé það ákvörðun Valitor um það hvort og þá hvenær hún verður lögð fyrir dóminn. „Það er bara eitt af þessum sönnunargögnum og ég ákveð hvort það verður lagt fram en það hefur ekki verið gert hingað til.“ Datacell er íslenskt einkahlutafélag, stofnað árið 2009 af þeim Ólafi Vigni Sigurvinssyni og Andreasi Fink. Samkvæmt ársreikningi SPP fyrir árið 2015 eru 84 prósent félagsins í eigu Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og tvö prósent í eigu Kristins Hrafnssonar, talsmanns síðunnar. Markaðir Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns stundaði óvart innherjaviðskipti Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Lögmaður Valitor í skaðabótamáli Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) gegn greiðslukortafyrirtækinu ætlar að fara fram á nýtt mat á tjóni fyrirtækjanna tveggja vegna lokunar á greiðslugátt til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á tæpa 3,2 milljarða króna í maí í fyrra en niðurstaða yfirmatsmanna, sem Valitor óskaði eftir í kjölfar undirmatsins, hefur legið fyrir síðan um miðjan mars en ekki verið lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. „Ég er búinn að leggja fram beiðni um dómkvaðningu tveggja nýrra matsmanna. Það yrði nýtt undirmat og sjálfstætt og hefði ekkert með fyrri möt að gera. Ég fór fram á yfirmatið en er með þessu að afla frekari sönnunargagna til að svara spurningum sem ég tel að sé enn ósvarað,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor í skaðabótamálinu. Hæstiréttur staðfesti í apríl 2013 heimildarskort Valitor til riftunar á söluaðilasamningi við Datacell sem tryggði félaginu greiðslugátt fyrir íslenska einkahlutafélagið SPP, rekstrarfélag Wikileaks. Gáttin var lokuð frá 8. júlí 2011 til 19. maí 2013 og lögðu fyrirtækin tvö upphaflega fram átta milljarða króna skaðabótakröfu. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPP, segir hana nú standa í um sex milljörðum með dráttarvöxtum og kostnaði í kjölfar niðurstöðu undirmatsmannanna.Sigurður G. Guðjónsson„Lögmaður Valitor þráast enn við að leggja fram yfirmatið en hefur aftur á móti farið fram á nýtt mat sem tekur að mestu leyti á sömu atriðum og yfirmatið gerði. Hann virðist líta svo á að með því að sleppa því að leggja fram yfirmatið geti hann lagt sömu spurningar fram við nýja undirmatsmenn. Það gengur ekki upp en ástæðan er auðvitað sú að niðurstaða yfirmatsmannanna hefur ekki verið Valitor hagstæð,“ segir Sveinn Andri í samtali við Markaðinn. „Ég beindi hins vegar áskorun til Valitor í mars um að yfirmatið yrði lagt fram en lögmaður fyrirtækisins hefur haft það síðan um miðjan þann mánuð. Það var bókað eftir honum í fyrirtöku fyrir dómi þann 20. mars að hann væri ósáttur við niðurstöðu yfirmatsins og að yfirmatsmennirnir hefðu ekki svarað tilteknum spurningum. En það er auðvitað ekki þannig að menn geti endalaust fengið nýtt mat þangað til þeir eru ánægðir með niðurstöðuna. Þetta er því í mínum huga vandræðagangur en við bíðum rólegir.“Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Datacell og SPPVísir/ernirKrafa Valitor um dómkvaðningu nýju matsmannanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. maí næstkomandi. Sigurður bendir á að þrátt fyrir að yfirmatsnefnd hafi komist að niðurstöðu í málinu sé það ákvörðun Valitor um það hvort og þá hvenær hún verður lögð fyrir dóminn. „Það er bara eitt af þessum sönnunargögnum og ég ákveð hvort það verður lagt fram en það hefur ekki verið gert hingað til.“ Datacell er íslenskt einkahlutafélag, stofnað árið 2009 af þeim Ólafi Vigni Sigurvinssyni og Andreasi Fink. Samkvæmt ársreikningi SPP fyrir árið 2015 eru 84 prósent félagsins í eigu Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og tvö prósent í eigu Kristins Hrafnssonar, talsmanns síðunnar.
Markaðir Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns stundaði óvart innherjaviðskipti Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent