Vísindi Gæti verið elsta þekkta fótsporið Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa fundið mennskt fótspor sem gæti verið það elsta sem fundist hefur. Sporið fannst á steini í Siwa eyðimerkurvininni í vestari eyðimörk landsins. Það hefur verið stigið í leðju sem síðan hefur orðið að steini. Erlent 21.8.2007 17:20 Geimferjan Endeavour lent Geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu á Florida klukkan 16:32 í dag að íslenskum tíma. Ferjan lenti nákvæmlega á réttum tíma eftir tveggja vikna dvöl í geimnum þar sem hún var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina. Nokkur uggur var í mönnum fyrir lendinguna vegna skemmda á hitaskildi í flugtakinu. En allt fór að óskum. Sjö manna áhöfn var um borð í Endeavour. Erlent 21.8.2007 16:45 Bláeygir farsælli en aðrir Augnlitur gæti ákvarðað afrek þín í lífinu. Þetta gefur ný bandarísk rannsókn til kynna. Hún sýnir að fólk með blá augu sé líklegra til að skara framúr í námi en þeir sem eru með brún. Þau séu gáfaðri og gangi betur í prófum. Erlent 21.8.2007 14:48 Gæludýrin að kafna úr spiki Meira en helmingur hunda og katta í Bretlandi eru of feit, að sögn bresku dýraverndunarsamtakanna RSPCA. Vefsíða hefur verið sett á laggirnar til að hjálpa eigendum að kljást við stækkandi mittismál kisu og voffa. Erlent 21.8.2007 11:50 Persónupplýsingum stolið Persónuupplýsingum hundruða þúsunda manna var stolið, þegar tölvuþrjótar svindluðu sér leið inn í gagnabanka atvinnumiðlunarsíðunnar Monster.com. Þrjótarnir notuðu svokallaðan trójuhest til að stela aðgangsorðum að starfsmannaleitarsvæði síðunnar. Þar stálu þeir nöfnum, netföngum, heimilisföngum og símanúmerum. Erlent 21.8.2007 11:07 Endeavour snýr aftur til jarðar Bandaríska geimferjan Endeavour snýr aftur til jarðar í dag en heimför ferjunnar var flýtt um sólarhring vegna fellibylsins Dean. Áætlað er að ferjan lendi við Kennedy geimferðarmiðstöðina á Flórídaskaga um klukkan hálf fimm í dag að íslenskum tíma. Erlent 21.8.2007 08:32 Ný tungumál væntanleg Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur,“ segir Gunnar Þór Jakobsson. Erlent 20.8.2007 14:58 Stólar sem skipta litum Japanskir vísindamenn hafa hannað stóla sem skipta litum. Stólar og borð af gerðinni Fuwapica sem skipta litum eins og kamelljón vöktu nokkra athygli á SIGGRAPH sýningunni í San Diego í Bandaríkjunum. Sýningin er haldin árlega í mismunandi borgum en þar er til sýnis ýmislegt sem tengist tölvugrafík. Erlent 20.8.2007 14:31 Í mun meiri hættu Fólk sem er 60 ára og eldra er þrisvar sinnum líklegra til að deyja við að reyna að klífa Everest-tind heldur en yngra fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem vísindamenn við Washington-háskóla unnu. Erlent 19.8.2007 22:39 Fundu fornar sjávarköngulær Steingervingar sem hafa að geyma fornar sjávarköngulær fundust nýverið skammt frá borginni Lyon í Frakklandi. Eru þeir taldir vera 160 milljón ára gamlir. Erlent 19.8.2007 22:39 Endeavour kveður Aðþjóðageimstöðina Festar geimskutlunnar Endeavour við Alþjóðageimskutlunnar hafa verið leystar og innan skamms leggur ferjan af stað til jarðar, degi fyrr en áætlað var. Erlent 19.8.2007 16:54 Kameldýr týna tölunni í Sádí-Arabíu Dularfull veikindi hrjá kameldýr í Sádí-Arabíu og fer tala þeirra hríðlækkandi. Hundruð skepna féllu í síðustu viku. Samkvæmt landbúnaðarráðuneyti landsins drápust 232 skepnur í dalnum Dawasir á aðeins fjórum dögum. Erlent 19.8.2007 14:38 Miklar tafir í heimsins stærsta kjarnorkuveri eftir jarðskjálfta Búist er við að eitt ár líði þangað til starfsemi í stærsta kjarnorkuver í heimi, Kashiwazaki-Kariwa kjarnorkuverinu í Japan, kemst á skrið eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan í síðasta mánuði. Erlent 18.8.2007 14:51 Heimför Endeavour mögulega flýtt Heimför geimskutlunnar Endeavour verður að öllum líkindum flýtt vegna fellibylsins Dean sem ríður nú yfir Karabíska hafið. Ef svo færi myndi skutlan lenda á þriðjudaginn í stað miðvikudags í næstu viku. Erlent 18.8.2007 13:54 Dreymdi eigandann nóttina eftir fornleifafund Framkvæmdir við vatnsveitu leiddu til þess að Harald Haraldsson, bóndi á Svarfhóli í Laxárdal, skammt frá Búðardal, fann heillegan spjótsodd á dögunum. Ekki er vitað um aldur oddsins, en hann hefur nú verið sendur á Þjóðminjasafnið. Erlent 17.8.2007 21:53 Hvað er afstæðiskenningin? Afstæðiskenningin er nafn á vísindakenningu sem var sett fram af Albert Einstein árið 1905. Kenningin dregur nafn sitt af afstæðislögmálinu sem svo kallast. Þetta lögmál kom fyrst fram á 16. öld og segir í grófum dráttum eftirfarandi: ... Erlent 17.8.2007 17:11 Hægt að eyða minningum með lyfjagjöf? Vísindamönnum hefur tekist að eyða langtímaminni rotta án þess að valda varanlegum skemmdum á heila þeirra. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er langtímaminnið ekki eins öruggt og áður var talið. Erlent 17.8.2007 16:25 Loftlagsbreytingar stytta flug farfugla Fuglafræðingar í Bretlandi segja að dregið hafi verulega úr komum farfugla til landsins. Kenna þeir loftlagsbreytingum um. Erlent 17.8.2007 14:13 Þrír greinst með berklasmit á árinu Þrír einstaklingar hafa greinst með berkla á íslandi það sem af er árinu. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sem nýlega voru gefin út á vef landlæknisembættisins. Í tveimur tilvikum þótti ástæða til að gangast fyrir allumfangsmikilli rannsókn til að rekja hugsanlegt smit. Innlent 16.8.2007 14:56 Enn óvissa með Endeavour Bandaríska geimferðastofnunin frestaði í gær fjórðu geimgöngu áhafnar geimferjunnar Endeavour vegna óvissu um hvort gera þyrfti við rifu á hitahlíf ferjunnar. Geimgangan átti að fara fram á morgun og fól í sér ýmiss önnur verkefni en mögulega viðgerð á geimferjunni. Göngunni hefur verið frestað fram á laugardag. Erlent 16.8.2007 14:29 Áhöfn Endeavour telur ferjuna búna til lendingar Áhafnarmeðlimir Endeavour-geimferjunnar eru handvissir um að skutla sín geti þotið innum lofthjúp jarðar áfallalaust þrátt fyrir hitateppi hennar hafi skemmst við lofttak. Stýrimaður ferjunnar lýsti þessu yfir í dag. Hann sagði að skemmdirnar væru lítilvægar. Erlent 14.8.2007 21:14 Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Erlent 14.8.2007 18:15 Of þurrt í Kína fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt Ein helsta búgrein Kína, hveiti-, og hrísgrjónarækt, gæti heyrt sögunni til því ræktunarskilyrði eru einfaldlega ekki fyrir hendi í landinu. Þrátt fyrir að flóð skeki mörg svæði Kína yfir sumartímann er sextíu prósent hins ræktarlega lands of þurr fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt. Erlent 14.8.2007 16:03 Geimgangan gekk vel Skipt var um einn af fjórum snúðvísum í Alþjóðageimstöðinni í gær. Tveir áhafnarmeðlimir geimskutlunnar Endeavour, sem stödd er við stöðina, héldu í geimgöngu í gær og komu 272 kílógramma nýjum snúðvísi á sinn stað. Erlent 14.8.2007 14:49 Íslaust Norðurheimskaut árið 2040 Vísindamenn búast við því að magn íss á norðurheimskautinu muni ná metlægðum í lok þessa sumars. Mælingar sem Snjó og ís rannsóknarstofnun Bandaríkjanna gerði benda til þess að um þrjátíu prósent minna sé af sjóís nú en í meðalári. Þar sem ís heldur áfram að bráðna fram í miðjan september reikna vísindamennirnir með því að þá verði minna af ís en nokkru sinni áður. Þeir spá því að norðurheimskautið verði orðið íslaust með öllu á sumrin árið 2040. Erlent 14.8.2007 08:58 Kalashnikov riffillinn 60 ára Kalashnikov árásarriffillinn rússneski er sextugur á þessu ári. Hönnur þessa heimsfræga drápstóls var heiðraður fyrir hönnunina í heimabæ sínum í dag. Þar bölvaði hann eftirlíkingum og sagðist gleðajst þegar sköpunarverk sitt væri notað í göfugum tilgangi. Erlent 13.8.2007 19:19 Kínverjar nota genameðferð við krabbameini Læknar í Kína hafa notað genameðferð við krabbameini og segja árangurinn góðann. Vestræn ríki hafa hikað við að fara þá leið. Erlent 13.8.2007 19:14 Allt að gerast um borð í Endeavour Geimfarar um borð í geimskutlunni Endeavour eru lagðir af stað í aðra geimgöngu sína á Alþjóðageimstöðinni. Erindi þeirra er að skipta um einn af snúðvísum stöðvarinnar. Ráðgert er að geimgangan vari í sex og hálfa klukkustund. Fjórar geimgöngur eru áætlaðar. Erlent 13.8.2007 16:44 Sjónvarpsgláp á unga aldri Myndbönd fyrir ungabörn gera meira ógagn en gagn. Myndbönd sem eru til þess ætluð að örva heila ungbarna til að auka þroska þeirra gætu í raun orðið til þess að hægja á þróun orðaforða þeirra ef þau eru ofnotuð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn bandarískra vísindamanna við háskólann í Washington. Erlent 13.8.2007 00:34 Dogster og Catster Bestu vinir mannsins eru líka með heimasíður. Á vefsíðunum dogster.com og catster.com geta hundar (eða öllu heldur eigendur þeirra) skráð veflýsingu á sjálfum sér. Til dæmis gæti hvutti sagst dýrka strendur, garða og að elta bolta, en kisa að hún uni sér best í sólinni og líki vel að tæta niður klósettpappír í frítímum. Síðan er kannski ekki ósvipuð barnalandi.is sem flestir þekkja. Erlent 13.8.2007 00:26 « ‹ 40 41 42 43 44 45 46 47 48 … 52 ›
Gæti verið elsta þekkta fótsporið Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa fundið mennskt fótspor sem gæti verið það elsta sem fundist hefur. Sporið fannst á steini í Siwa eyðimerkurvininni í vestari eyðimörk landsins. Það hefur verið stigið í leðju sem síðan hefur orðið að steini. Erlent 21.8.2007 17:20
Geimferjan Endeavour lent Geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu á Florida klukkan 16:32 í dag að íslenskum tíma. Ferjan lenti nákvæmlega á réttum tíma eftir tveggja vikna dvöl í geimnum þar sem hún var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina. Nokkur uggur var í mönnum fyrir lendinguna vegna skemmda á hitaskildi í flugtakinu. En allt fór að óskum. Sjö manna áhöfn var um borð í Endeavour. Erlent 21.8.2007 16:45
Bláeygir farsælli en aðrir Augnlitur gæti ákvarðað afrek þín í lífinu. Þetta gefur ný bandarísk rannsókn til kynna. Hún sýnir að fólk með blá augu sé líklegra til að skara framúr í námi en þeir sem eru með brún. Þau séu gáfaðri og gangi betur í prófum. Erlent 21.8.2007 14:48
Gæludýrin að kafna úr spiki Meira en helmingur hunda og katta í Bretlandi eru of feit, að sögn bresku dýraverndunarsamtakanna RSPCA. Vefsíða hefur verið sett á laggirnar til að hjálpa eigendum að kljást við stækkandi mittismál kisu og voffa. Erlent 21.8.2007 11:50
Persónupplýsingum stolið Persónuupplýsingum hundruða þúsunda manna var stolið, þegar tölvuþrjótar svindluðu sér leið inn í gagnabanka atvinnumiðlunarsíðunnar Monster.com. Þrjótarnir notuðu svokallaðan trójuhest til að stela aðgangsorðum að starfsmannaleitarsvæði síðunnar. Þar stálu þeir nöfnum, netföngum, heimilisföngum og símanúmerum. Erlent 21.8.2007 11:07
Endeavour snýr aftur til jarðar Bandaríska geimferjan Endeavour snýr aftur til jarðar í dag en heimför ferjunnar var flýtt um sólarhring vegna fellibylsins Dean. Áætlað er að ferjan lendi við Kennedy geimferðarmiðstöðina á Flórídaskaga um klukkan hálf fimm í dag að íslenskum tíma. Erlent 21.8.2007 08:32
Ný tungumál væntanleg Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur,“ segir Gunnar Þór Jakobsson. Erlent 20.8.2007 14:58
Stólar sem skipta litum Japanskir vísindamenn hafa hannað stóla sem skipta litum. Stólar og borð af gerðinni Fuwapica sem skipta litum eins og kamelljón vöktu nokkra athygli á SIGGRAPH sýningunni í San Diego í Bandaríkjunum. Sýningin er haldin árlega í mismunandi borgum en þar er til sýnis ýmislegt sem tengist tölvugrafík. Erlent 20.8.2007 14:31
Í mun meiri hættu Fólk sem er 60 ára og eldra er þrisvar sinnum líklegra til að deyja við að reyna að klífa Everest-tind heldur en yngra fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem vísindamenn við Washington-háskóla unnu. Erlent 19.8.2007 22:39
Fundu fornar sjávarköngulær Steingervingar sem hafa að geyma fornar sjávarköngulær fundust nýverið skammt frá borginni Lyon í Frakklandi. Eru þeir taldir vera 160 milljón ára gamlir. Erlent 19.8.2007 22:39
Endeavour kveður Aðþjóðageimstöðina Festar geimskutlunnar Endeavour við Alþjóðageimskutlunnar hafa verið leystar og innan skamms leggur ferjan af stað til jarðar, degi fyrr en áætlað var. Erlent 19.8.2007 16:54
Kameldýr týna tölunni í Sádí-Arabíu Dularfull veikindi hrjá kameldýr í Sádí-Arabíu og fer tala þeirra hríðlækkandi. Hundruð skepna féllu í síðustu viku. Samkvæmt landbúnaðarráðuneyti landsins drápust 232 skepnur í dalnum Dawasir á aðeins fjórum dögum. Erlent 19.8.2007 14:38
Miklar tafir í heimsins stærsta kjarnorkuveri eftir jarðskjálfta Búist er við að eitt ár líði þangað til starfsemi í stærsta kjarnorkuver í heimi, Kashiwazaki-Kariwa kjarnorkuverinu í Japan, kemst á skrið eftir jarðskjálftann sem reið yfir Japan í síðasta mánuði. Erlent 18.8.2007 14:51
Heimför Endeavour mögulega flýtt Heimför geimskutlunnar Endeavour verður að öllum líkindum flýtt vegna fellibylsins Dean sem ríður nú yfir Karabíska hafið. Ef svo færi myndi skutlan lenda á þriðjudaginn í stað miðvikudags í næstu viku. Erlent 18.8.2007 13:54
Dreymdi eigandann nóttina eftir fornleifafund Framkvæmdir við vatnsveitu leiddu til þess að Harald Haraldsson, bóndi á Svarfhóli í Laxárdal, skammt frá Búðardal, fann heillegan spjótsodd á dögunum. Ekki er vitað um aldur oddsins, en hann hefur nú verið sendur á Þjóðminjasafnið. Erlent 17.8.2007 21:53
Hvað er afstæðiskenningin? Afstæðiskenningin er nafn á vísindakenningu sem var sett fram af Albert Einstein árið 1905. Kenningin dregur nafn sitt af afstæðislögmálinu sem svo kallast. Þetta lögmál kom fyrst fram á 16. öld og segir í grófum dráttum eftirfarandi: ... Erlent 17.8.2007 17:11
Hægt að eyða minningum með lyfjagjöf? Vísindamönnum hefur tekist að eyða langtímaminni rotta án þess að valda varanlegum skemmdum á heila þeirra. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er langtímaminnið ekki eins öruggt og áður var talið. Erlent 17.8.2007 16:25
Loftlagsbreytingar stytta flug farfugla Fuglafræðingar í Bretlandi segja að dregið hafi verulega úr komum farfugla til landsins. Kenna þeir loftlagsbreytingum um. Erlent 17.8.2007 14:13
Þrír greinst með berklasmit á árinu Þrír einstaklingar hafa greinst með berkla á íslandi það sem af er árinu. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sem nýlega voru gefin út á vef landlæknisembættisins. Í tveimur tilvikum þótti ástæða til að gangast fyrir allumfangsmikilli rannsókn til að rekja hugsanlegt smit. Innlent 16.8.2007 14:56
Enn óvissa með Endeavour Bandaríska geimferðastofnunin frestaði í gær fjórðu geimgöngu áhafnar geimferjunnar Endeavour vegna óvissu um hvort gera þyrfti við rifu á hitahlíf ferjunnar. Geimgangan átti að fara fram á morgun og fól í sér ýmiss önnur verkefni en mögulega viðgerð á geimferjunni. Göngunni hefur verið frestað fram á laugardag. Erlent 16.8.2007 14:29
Áhöfn Endeavour telur ferjuna búna til lendingar Áhafnarmeðlimir Endeavour-geimferjunnar eru handvissir um að skutla sín geti þotið innum lofthjúp jarðar áfallalaust þrátt fyrir hitateppi hennar hafi skemmst við lofttak. Stýrimaður ferjunnar lýsti þessu yfir í dag. Hann sagði að skemmdirnar væru lítilvægar. Erlent 14.8.2007 21:14
Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Erlent 14.8.2007 18:15
Of þurrt í Kína fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt Ein helsta búgrein Kína, hveiti-, og hrísgrjónarækt, gæti heyrt sögunni til því ræktunarskilyrði eru einfaldlega ekki fyrir hendi í landinu. Þrátt fyrir að flóð skeki mörg svæði Kína yfir sumartímann er sextíu prósent hins ræktarlega lands of þurr fyrir hveiti-, og hrísgrjónarækt. Erlent 14.8.2007 16:03
Geimgangan gekk vel Skipt var um einn af fjórum snúðvísum í Alþjóðageimstöðinni í gær. Tveir áhafnarmeðlimir geimskutlunnar Endeavour, sem stödd er við stöðina, héldu í geimgöngu í gær og komu 272 kílógramma nýjum snúðvísi á sinn stað. Erlent 14.8.2007 14:49
Íslaust Norðurheimskaut árið 2040 Vísindamenn búast við því að magn íss á norðurheimskautinu muni ná metlægðum í lok þessa sumars. Mælingar sem Snjó og ís rannsóknarstofnun Bandaríkjanna gerði benda til þess að um þrjátíu prósent minna sé af sjóís nú en í meðalári. Þar sem ís heldur áfram að bráðna fram í miðjan september reikna vísindamennirnir með því að þá verði minna af ís en nokkru sinni áður. Þeir spá því að norðurheimskautið verði orðið íslaust með öllu á sumrin árið 2040. Erlent 14.8.2007 08:58
Kalashnikov riffillinn 60 ára Kalashnikov árásarriffillinn rússneski er sextugur á þessu ári. Hönnur þessa heimsfræga drápstóls var heiðraður fyrir hönnunina í heimabæ sínum í dag. Þar bölvaði hann eftirlíkingum og sagðist gleðajst þegar sköpunarverk sitt væri notað í göfugum tilgangi. Erlent 13.8.2007 19:19
Kínverjar nota genameðferð við krabbameini Læknar í Kína hafa notað genameðferð við krabbameini og segja árangurinn góðann. Vestræn ríki hafa hikað við að fara þá leið. Erlent 13.8.2007 19:14
Allt að gerast um borð í Endeavour Geimfarar um borð í geimskutlunni Endeavour eru lagðir af stað í aðra geimgöngu sína á Alþjóðageimstöðinni. Erindi þeirra er að skipta um einn af snúðvísum stöðvarinnar. Ráðgert er að geimgangan vari í sex og hálfa klukkustund. Fjórar geimgöngur eru áætlaðar. Erlent 13.8.2007 16:44
Sjónvarpsgláp á unga aldri Myndbönd fyrir ungabörn gera meira ógagn en gagn. Myndbönd sem eru til þess ætluð að örva heila ungbarna til að auka þroska þeirra gætu í raun orðið til þess að hægja á þróun orðaforða þeirra ef þau eru ofnotuð. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn bandarískra vísindamanna við háskólann í Washington. Erlent 13.8.2007 00:34
Dogster og Catster Bestu vinir mannsins eru líka með heimasíður. Á vefsíðunum dogster.com og catster.com geta hundar (eða öllu heldur eigendur þeirra) skráð veflýsingu á sjálfum sér. Til dæmis gæti hvutti sagst dýrka strendur, garða og að elta bolta, en kisa að hún uni sér best í sólinni og líki vel að tæta niður klósettpappír í frítímum. Síðan er kannski ekki ósvipuð barnalandi.is sem flestir þekkja. Erlent 13.8.2007 00:26