Sjúkk við sleppum -líklega Óli Tynes skrifar 17. apríl 2008 13:30 Sagan um þrettán ára þýskan strák sem leiðrétti útreikninga NASA var of góð til þess að vera sönn. Hún birtist fyrst í þýska blaðinu Potsdamer Neueste Nachrichten og hjá frönsku fréttastofunni AFP. Báðir þessir miðlar þykja nokkuð áreiðanlegir. Málið snýst um möguleikana á því að risaloftsteininn Apophis lendi á jörðinni árið 2036. NASA hafði reiknað út að möguleikarnir væru 1/45000. Það sagði hinn þrettán ára gamli Nico Marquardt að væri tveim núllum of mikið. Hann sagði að NASA hefði gleymt að taka inn í dæmið möguleikana á því að Apophis rækist á einhvern þeirra þúsunda gervihnatta sem eru á braut um jörðu. Apophis fer fyrst framhjá jörðinni föstudaginn 13. apríl (O, oh) árið 2029. Ef loftsteinninn rækist þá á eitthvert af gervitunglunum myndi það hundraðfalda líkurnar á því að hann rækist á jörðina árið 2036. Líkurnar yrðu þá 1/450. Þýska blaðið og AFP sögðu í gær að NASA hefði viðurkennt að hafa gert mistök. Það er rangt. Og geimferðastöðin hafði ekki gleymt gervitunglunum. Þvert á móti var það Nico sem hafði gleymt að taka áfallshorn loftsteinsins með í reikninginn. Það er 40 gráður frá miðbaug jarðar og því engin hætta á að hann rekist á einhvern gervihnattanna. NASA og Nico eru þó sammála um hvað myndi gerast EF Apophis lenti á Atlantshafi. Loftsteinninn er 320 metrar um sig, samsettur úr járni og iridium. Þyngdin er 200 milljarðar tonna. Áreksturinn myndi valda gífurlegum flóðbylgjum sem myndu ekki aðeins eyða hafnarborgum heldur ná víða langt inn í land. Rykský myndi umlykja jörðina um ófyrirsjáanlega framtíð. En möguleikarnir eru semsagt ennþá aðeins 1/45000. Vísindi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Sagan um þrettán ára þýskan strák sem leiðrétti útreikninga NASA var of góð til þess að vera sönn. Hún birtist fyrst í þýska blaðinu Potsdamer Neueste Nachrichten og hjá frönsku fréttastofunni AFP. Báðir þessir miðlar þykja nokkuð áreiðanlegir. Málið snýst um möguleikana á því að risaloftsteininn Apophis lendi á jörðinni árið 2036. NASA hafði reiknað út að möguleikarnir væru 1/45000. Það sagði hinn þrettán ára gamli Nico Marquardt að væri tveim núllum of mikið. Hann sagði að NASA hefði gleymt að taka inn í dæmið möguleikana á því að Apophis rækist á einhvern þeirra þúsunda gervihnatta sem eru á braut um jörðu. Apophis fer fyrst framhjá jörðinni föstudaginn 13. apríl (O, oh) árið 2029. Ef loftsteinninn rækist þá á eitthvert af gervitunglunum myndi það hundraðfalda líkurnar á því að hann rækist á jörðina árið 2036. Líkurnar yrðu þá 1/450. Þýska blaðið og AFP sögðu í gær að NASA hefði viðurkennt að hafa gert mistök. Það er rangt. Og geimferðastöðin hafði ekki gleymt gervitunglunum. Þvert á móti var það Nico sem hafði gleymt að taka áfallshorn loftsteinsins með í reikninginn. Það er 40 gráður frá miðbaug jarðar og því engin hætta á að hann rekist á einhvern gervihnattanna. NASA og Nico eru þó sammála um hvað myndi gerast EF Apophis lenti á Atlantshafi. Loftsteinninn er 320 metrar um sig, samsettur úr járni og iridium. Þyngdin er 200 milljarðar tonna. Áreksturinn myndi valda gífurlegum flóðbylgjum sem myndu ekki aðeins eyða hafnarborgum heldur ná víða langt inn í land. Rykský myndi umlykja jörðina um ófyrirsjáanlega framtíð. En möguleikarnir eru semsagt ennþá aðeins 1/45000.
Vísindi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira