Icelandair

Fréttamynd

„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“

Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa að hefja áætlanaflug til útlanda á ný

Erfið færð er á vegum víða um landið og gular viðvaranir áfram í gildi fram á kvöld og þar til á morgun. Reykjanesbraut er lokuð í aðra áttina og var öllu áætlanaflugi aflýst í morgun. Verið er að ferja flugáhafnir til Keflavíkur og farþega til Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að áætlanaflug hjá Icelandair hefjist aftur síðdegis. 

Innlent
Fréttamynd

Skoða að setja upp loft­brú milli Kefla­víkur og Reykja­víkur

Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verið sé að skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig yrðu farþegar sem sitja fastir á Keflavíkurflugvelli fluttir til Reykjavíkur og starfsfólk flugfélagsins flutt til Keflavíkur. Um fimm hundruð manns lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun með fjórum flugvélum.

Innlent
Fréttamynd

Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi

Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmargir Tene-farar sársvekktir og í óvissu

Nokkur hundruð Íslendingar reiknuðu með að vera þessa stundina í háloftunum á leið í sól og sumaryl á Tenerife. Óvíst er hvenær hægt verður að fljúga. Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að mjög misjafnt er hvernig flugfélögin sjá daginn fyrir sér hvað varðar óvissu með flug.

Innlent
Fréttamynd

13 ára strákur flaug Boeing 737 – MAX flugvél hjá Icelandair

Það hljóp heldur betur á snærið í gær hjá þrettán ára strák, en þá var honum boðið að fljúga Boeing 737 - MAX flugvél frá Icelandair í fullkomnasta flughermi heims. Flugstjóri hjá Icelandair er viss um að strákurinn eigi eftir að vera fantagóður flugmaður í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Öllu flugi Icelandair af­lýst

Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum sem fara átti í kvöld og í nótt. Um er að ræða ellefu ferðir til Norður-Ameríku, eina til Kaupmannahafnar og eina til Lundúna.

Innlent
Fréttamynd

Ísrael fyrsta Asíuríkið í leiðakerfi Icelandair

Icelandair hefur í fyrsta sinn sett Asíuríki inn í áætlun sína og hyggst hefja beint flug til Ísraels næsta vor. Meginástæðan er mikill áhugi Ísraelsmanna á Íslandi en helsta forsendan er að Boeing Max-þotan hefur reynst langdrægari en reiknað var með.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endurheimt dráttarbeislisins kannski sögulok Geysisslyssins

Merkum flugsöguminjum, sem tengjast Geysisslysinu á Vatnajökli, hefur verið bjargað til byggða eftir að hafa legið uppi á hálendi í meira en sjötíu ár. Sonur Alfreðs Elíassonar, stofnanda Loftleiða, sótti gripina núna í vetrarbyrjun ásamt félaga sínum í þriggja daga leiðangri að rótum Síðujökuls.

Innlent
Fréttamynd

Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina

Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757.

Innlent
Fréttamynd

Jólagjöf sem safnar ekki ryki

„Hvað á ég að hafa í matinn?“ er spurning sem flestir kannast við. Eftir því sem skammdegið hellist yfir og jólin nálgast verður önnur spurning smám saman fyrirferðarmeiri: „Hvað á ég að gefa í jólagjöf?“

Samstarf
Fréttamynd

Icel­and­a­ir hækk­ar en er­lend­ir kepp­i­naut­ar lækk­a

Hlutabréfaverð fjölda erlendra flugfélaga hefur lækkað skarpt á einu ári. Þrátt fyrir það hefur Icelandair hækkað lítillega á sama tíma. Viðskiptalíkan Icelandair byggir á tengiflugi milli Evrópu og Ameríku, en sjóðstjóri segir að af þeim sökum sé rekstur flugfélagsins ekki eins berskjaldaður fyrir verri efnahagshorfum í Evrópu og önnur flugfélög.

Innherji