
Kóngafólk

Konunglegri heimsókn frestað vegna verkfallsins
Fyrirhugaðri opinberri heimsókn dönsku konungshjónanna til Færeyja hefur verið frestað vegna stöðunnar sem uppi er sökum viðtækra og langvinnra verkfallsaðgerða á eyjunum.

Sitt sýnist hverjum um nýja mynd af Katrínu
Teiknuð forsíðumynd af Katrínu prinsessu af Wales í Tatler tímaritinu hefur vakið gríðarlega mikla athygli, þá aðallega neikvæða. Ástæðan er sú að listamanninum þykir ekki hafa tekist vel til og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir óánægju með myndina.

Alexandra greifynja breytir nafninu
Alexandra greifynja, fyrrverandi eiginkona Jóakims Danaprins, hefur breytt einu af millinöfnum síinum.

Prinsinn hélt blautt garðpartý
Vilhjálmur Bretaprins bauð í blautt garðpartý við Buckingham höll nú síðdegis í nafni föður síns Karls konungs. Þangað fengu boð þúsundir gesta sem hafa unnið sjálfboðaliðastörf og er um að ræða þakklætisvott af hálfu konungsfjölskyldunnar. Veðrið lék ekki við gesti en regnhlífar komu í veg fyrir að gestir yrðu votir.

Fyrsta opinbera málverkið af konunginum Karli III afhjúpað í gær
Fyrsta opinbera málverkið af Karli III eftir að hann var krýndur konungur var afhjúpað í Buckingham-höll í gær. Verkið er eftir Jonathan Yeo og hlýtur að teljast fremur óhefðbundið, miðað við önnur verk af kóngafólki sem hangir í höllum og söfnum.

Guðni heldur utan til að kveðja Margréti Þórhildi
Guðni Th. Jóhannesson forseti heldur til Danmerkur í dag þar sem hann mun eiga kveðjufund með Margréti Þórhildi Danadrottningu. Leiðin liggur sömuleiðis til Eistlands og Finnlands.

Karl konungur snýr aftur úr veikindaleyfi
Karl Bretakonungur mun nú aftur sinna konunglegum skyldum sínum samhliða krabbameinsferðinni. Karl Bretakonungur tilkynnti í febrúar síðastliðinni að hann hefði verið greindur með krabbamein og að hann myndi því ekki geta sinnt öllum sínum skyldum.

Dregur úr vinnu og verkefnum
Haraldur V. Noregskonungur sneri aftur til vinnu í morgun eftir að hafa verið fjarverandi síðastliðnar átta vikur vegna heilsubrests. Norska konungshöllin greinir frá því að konungurinn muni draga nokkuð úr verkefnum sínum enda orðinn gamall.

Vill komast aftur í vinnuna
Karl Bretakonungur er orðinn þreyttur á krabbameinsmeðferðinni og þrýstir nú á lækna sína og starfsfólk sitt um að fá grænt ljós til þess að mæta aftur í vinnu. Þetta segir frændi hans Peter Phillips í sjaldgæfu viðtali við ástralska miðla.

Prinsinn og prinsessan „djúpt snortin“ af stuðningnum
Vilhjálmur og Katrín, prinsinn og Prinsessan af Wales, segjast djúpt snortinn af fallegu skilaboðunum sem þeim hafa borist frá því að þau tilkynntu um krabbameinsgreiningu Katrínar.

Karl og Harry tjá sig um veikindi Katrínar
Karl III Bretakonungur og Harry prins eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig í kjölfar þess að Katrín prinsessa af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein og hafið fyrirbyggjandi lyfjameðferð.

Katrín prinsessa greindist með krabbamein
Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar.

Starfsmenn sakaðir um að reyna að komast í heilsufarsgögn Katrínar
Rannsókn er hafin á London Clinic einkasjúkrahúsinu eftir að starfsmenn þar voru sakaðir um að hafa freistað þess að sækja heilbrigðisupplýsingar Katrínar prinsessu af Wales.

Nýtt myndband af Katrínu vekur athygli
Myndband af Katrínu Middleton prinsessu af Wales og Vilhjálmi bretaprins að spóka sig á sveitabýli í Windsor hefur vakið athygli á netmiðlum. Samkvæmt breska götublaðinu The Sun var myndbandið tekið upp síðasta laugardag, þegar hún er sögð hafa sést meðal almennings.

Katrín sögð hafa sést úti meðal almennings
Katrín Middleton er sögð hafa sést meðal almennings í fyrsta sinn. Þar á hún að hafa verið „hamingjusöm, slök og heilbrigð,“ að því er fullyrt er í umfjöllun breska götublaðsins The Sun.

Prinsinn grínaðist með listræna hæfileika Katrínar
Vilhjálmur Bretaprins grínaðist með listræna hæfni eiginkonu sinnar Katrínar Middleton þar sem hann heimsótti félagsmiðstöð fyrir ungt fólk í London í fyrradag. Brandarinn vakti mikla athygli enda Katrín nýbúin að eiga við mynd af sér og börnunum sínum.

Kensington í sama flokki og Íran og Norður-Kórea hjá AFP
Ein stærsta fréttaveita heims, AFP, segist ekki lengur treysta Kensington höll, hirð Vilhjálms og Katrínar af Wales eftir að í ljós kom að átt hafði verið við ljósmynd af Katrínu sem birtist á mæðradag.

Pallborðið um Katrínu Middleton: Yfirhylmingin alltaf verri en glæpurinn
Sannleikurinn að baki veikindum Katrínar Middleton, prinsessu af Wales, er að öllum líkindum töluvert skárri en yfirhylmingin sem gripið hefur verið til vegna veikindanna. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi þar sem málið var rætt.

Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar
Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð.

Telur saklausar ástæður liggja að baki stormsins í kringum Katrínu
„Maður þarf að passa sig. Það er rosa auðvelt að falla fyrir einhverjum svona kenningum,“ segir Guðný Ósk Laxdal, kennari og royalisti, um samsæriskenningar sem hafa sprottið upp undanfarnar viku um Katrínu Middleton, prinsessuna af Wales.

Fær græddan í sig gangráð í dag
Haraldur Noregskonungur mun gangast undir aðgerð í dag þar sem hann mun fá græddan í sig gangráð.

Katrín játar að hafa átt við myndina og biðst afsökunar
Katrín prinsessa af Wales hefur beðist afsökunar á því að hafa deilt breyttri mynd af sér og börnum sínum. Myndin var afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana.

Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum
Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina.

Fyrsta opinbera myndin af prinsessunni eftir aðgerðina
Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar.

Sagan um brasilíska rassinn sterkust í Bandaríkjunum
Fyrstu myndirnar af hertogaynjunni Katrínu Middleton á opinberum vettvangi í rúma tvo mánuði voru birtar í vikunni í bandarískum miðlum. Guðný Ósk Laxdal sérlegur sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar segir málið sýna hve góðum samskiptum Katrín og Vilhjálmur Bretaprins eigi við bresku pressuna.

Draga til baka að prinsessan muni mæta
Breski herinn hefur fjarlægt fullyrðingu af vefsvæði sínu um að Kate Middleton, prinsessan af Wales, muni láta sjá sig í afmælisskrúðgöngu Karls Bretakonungs (e. Trooping the Color), sem fer fram í júní.

Noregskonungur fær gangráð
Haraldur Noregskonungur mun fá græddan í sig varanlegan gangráð þar sem hjartsláttur hans þykir of hægur.

Prinsessan slökkti í samsæriskenningum með því að láta sjá sig
Kate Middleton sást meðal almennings í fyrsta sinn í rúma tvo mánuði í dag. Mikið hefur verið slúðrað um fjarveru hennar úr sviðsljósinu frá því hún fór í skurðaðgerð á kviði þann 16. janúar.

Danskur gullhringur sagður hafa verið í eigu konungborinna
Danskir fornleifafræðingar hafa fundið danskan gullhring á suðurhluta Jótlands sem talinn er vera frá fimmtu til sjöttu öld. Hann er talinn hafa verið í eigu konungborinnar fjölskyldu sem er þá talin hafa ráðið lögum og lofum á svæðinu á þessum tíma.

Segir veikindi föður síns mögulega munu greiða fyrir sáttum
Harry, hertogi af Sussex, hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að ná sáttum við fjölskyldu sína eftir að faðir hans, Karl III Bretakonungur, greindist með krabbamein.