Fjölmiðlar

Fréttamynd

Fals­fréttir og springandi hval­dýr

Hvalir geta stundum komið sér í óheppilegar aðstæður sem leiðir til þess að þeir strandi. Ef mennirnir ná ekki að koma til hjálpar nægilega fljótt hverfa hvalirnir hratt yfir móðuna miklu. Eitt af því sem gerist þegar hvalirnir deyja er að fæðið sem þeir borðuðu áður en þeir létu lífið byrjar að mygla sem náttúrulega veldur mikilli gasmyndun.

Skoðun
Fréttamynd

Larry King á sjúkra­húsi vegna Co­vid-19

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King, hefur greinst með kórónuveiruna og hefur verið lagður in á sjúkrahús í Los Angeles. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum að hinn 87 ára King hafi verið lagður inn á Cedars-Sinai Medical Centre vegna einkenna Covid-19 fyrir rúmri viku.

Erlent
Fréttamynd

Ýmis „ó­ljósari“ at­riði skýrð í nýjum þjónustu­samningi við Ríkis­út­varpið

Nýr þjónustusamningur mennta- og menningarmálaráðherra við Ríkisútvarpið ohf. Var undirritaður í dag. Meðal „lykilatriða“ í samningnum er „aukin áhersla á fræðsluhlutverk Ríkisútvarpsins og rækt við íslenska tungu“, auk þess sem ýmis „óljósari“ atriði eru skýrð, að því er segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Er­lendir miðlar fjalla um veisluna í Ás­mundar­sal: „Harka­leg gagn­rýni á ís­lenskan ráð­herra“

„Það er ekki bara kuldinn sem hefur látið íslenska fjármála- og efnahagsráðherrann roðna um eyrun.“ Svo hefst frétt danska miðilsins B.T. þar sem fjallað er um veru Bjarna Benediktssonar í fjölmennu samkvæmi á Þorláksmessu sem lögregla leysti upp. „Harkaleg gagnrýni á íslenskan ráðherra: Var gripinn í stóru partýi af lögreglu,“ en svo hljóðar fyrirsögn fréttarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Mexíkó hættulegasta land heimsins fyrir blaðamenn

Mexíkó var hættulegasta land ársins fyrir blaðamenn og voru níu slíkir myrtir á árinu. Alls hafa minnst 120 blaðamenn verið myrtir í landinu frá árinu 2000, samkvæmt hópnum Nefnd til verndar blaðamönnum (e. Committee to Protect Journalists) sem vaktar ofbeldi gegn blaðamönnum á heimsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi ritstjóri DV greiðir knattspyrnu- og lögreglumanni bætur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ritstjóri DV, var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða fimm hundruð þúsund krónur í miskabætur og 1,7 milljónir króna í málskostnað. Það var vegna fréttar sem miðillinn birti um lögreglumann sem sakaður var um að hafa við embættisstörf slasað ungan mann í febrúar síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót

Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn.

Innlent
Fréttamynd

Þóra nýr dagskrárstjóri Stöðvar 2

Þóra Björg Clausen hefur verið ráðin dagskrárstjóri Stöðvar 2. Hún tekur við starfinu af Jóhönnu Margréti Gísladóttur sem lætur af störfum. Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla Sýnar, staðfestir þetta við fréttastofu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­miðla­frum­varp og breytingar á lögum um RÚV meðal frum­varpa sem dreift var á Al­þingi í dag

Nýtt frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var birt á vef Alþingis í kvöld. Auk fjölda annarra frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag, hefur sömuleiðis verið birt frumvarp um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem varða upplýsingarétt almennings um tiltekin atriði er varða starfsmenn Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

„Ormagryfja“ fjölmiðlanefndar

Hugi Halldórsson, sem stendur fyrir hlaðvarpinu FantasyGandalf, segir fjölmiðlanefnd þurfa að rökstyðja það og skýra hvernig hún ætlar að gera greinarmun á þeim hlaðvörpum sem þurfa að skrá sig sem fjölmiðla og þeirra sem þurfa þess ekki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búast við nýju fjölmiðlafrumvarpi

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að reynt hafi verið að ná samkomulagi milli stjórnarflokkanna um fjölmiðlafrumvarpið sem menntmálaráðherra lagði fram á síðasta ári og fjallar um opinberan fjárstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Nú sé búist við að nýtt frumvarp verði lagt fram.  

Innlent
Fréttamynd

Braust inn í sundlaug, stundaði kynlíf og er stolt af því

Leikkonan og útvarpskonan Steiney Skúladóttir segist hafa brotist inn í sundlaug og stundað þar kynlíf í kórónuveirufaraldrinum. Þetta kemur fram í hlaðvarpinu Einhleyp, einmana og eirðarlaus sem þau Pálmi Freyr Hauksson stýra í Útvarpi 101.

Lífið