
Dýr

Hrútar þuklaðir á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum
Það verður mikið um þukl á Sauðfjársetrinu á Ströndum í dag því þar fer fram árlegt Íslandsmót þar sem hrútar eru þuklaðir í bak og fyrir. Þá verða nokkur úrvals líflömb frá bændum á Ströndum og í Reykhólasveit í vinning í happdrætti dagsins.

Lundi með gigt í Vestmannaeyjum
Lundi í Vestmannaeyjum, sem heitir Karen er nú í sérstakri meðferð því hún er með gigt og líður oft illa vegna þess. Á milli verkja fær hún að fara í dagdvöl með hinum lundunum en hún er einstaklega klár að synda.

Kindur vilja ekki leika við hunda
En hundar vilja gjarnan leika við kindur. Þetta fer ekki saman. Hundaeigendur þekkja ekki allir eðli kinda sem dýrategundar. Fólk sem heldur lausan hund í dreifbýli eða fólk sem fer með hunda í víðavangslausagöngur á þeim svæðum þar sem kindur eru haldar þarf að þekkja grundvallarmuninn á atferliseðli kinda og hunda.

Áminning um að plastið drepi
Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir máva í byggð. Mávur sem festi plast á gogginn á sér á Álftanesi er áminning til allra um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu. Stofnunin hefur látið lögreglu og bæjaryfirvöld í Garðabæ vita af málinu.

Sölubann sett á til bjargar grágæsarstofninum
Óheimilt er nú að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar og sömuleiðis að flytja hana út.

Guðmundur starfar sem hundagangari: „Til í að gera þetta að ævistarfinu“
Guðmundur Ingi Halldórsson starfar sem atvinnuhundagangari, eitthvað sem þekkist meira erlendis.

Um blóðtökur úr fylfullum hryssum
Blóðtökur úr fylfullum hryssum hafa verið stundaðar á Íslandi um áratuga skeið. Tilgangur iðnaðarins er að framleiða hormónið PMSG sem notað er í kjötiðnaði erlendis til að auka frjósemi dýra umfram það sem náttúrulegt er.

Risavaxinn perúskur hvalur líklega þyngsta dýr allra tíma
Bein sem fundust af Perucetus colossus, 39 milljón ára gömlum risahval, benda til þess að hann sé líklega þyngsta dýr allra tíma. Þyngri en steypireyðin sem er núverandi titilhafi.

Pysja föst við JL húsið: „Það vildu allir bjarga dýrinu“
Lundapysja festist á milli steina við JL húsið í nótt. Gígja Sara Björnsdóttir sem fann dýrið veit ekki um afdrif þess en vonar að sagan hafi endað vel.

Grunur um að sólarbjörn í kínverskum dýragarði sé maður
Forsvarsmenn dýragarðsins í kínversku borginni Hangzhou hafna því að birnir garðsins séu í raun fólk í búningum. Myndband náðist af einum sólarbirninum standa beinn á afturlöppunum eins og manneskja.

Drapst eftir ákafar samfarir með bróður sínum
Sækýrin Hugh drapst eftir að hafa stundað ákaft kynlíf með bróður sínum, Buffett, í heilan dag á sædýrasafninu Mote Marine Laboratory & Aquarium í Flórída.

Endurlífguðu orm sem hafði verið frosinn í 46 þúsund ár
Vísindamönnum hefur tekist að þíða og endurlífga þráðorma sem höfðu legið frosnir í síberískum sífrera í um 46 þúsund ár. Ormarnir eru taldir hafa verið uppi á ísöld, á sama tíma og loðfílar og sverðtígrar.

Botna ekkert í dauða tíu hunda á Austurlandi
Yfirdýralæknir MAST segir óútskýrðan dauða tíu hunda á Austurlandi einstakt mál sem stofnunin botni ekki í að svo stöddu. Málið er nú á borði lögreglu.

Hundadauðinn kominn á borð lögreglu
Mál tíu hunda sem fundust dauðir fyrr í mánuðinum án skýringar er komið á borð lögreglu. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að verið sé að rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir þeim.

Fann tíu hunda sína dauða og grunar ódæði: „Allt sem ég stefndi að í lífinu var tengt hundunum“
Laugardaginn 8. júlí síðastliðinn kom Askur Bárðdal Laufeyjarson að tíu hundum sínum dauðum. Askur bíður eftir niðurstöðu krufninga en grunar að hundunum hafi verið unnið mein.

Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist
Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur.

Vilji gera allt til að hefta útbreiðslu en þeir kærðu „ekki á þeim buxunum“
Bændur á Neðri-Núpi og Barkarstöðum í Miðfirði í Húnaþingi vestra hafa hundsað fyrirmæli um að afhenda fé sem var í snertingu við kind sem greindist með riðu, að sögn yfirdýralæknis. Álíka mál hafi ekki komið upp í áratugi og ekkert annað í stöðunni en að kæra bændurna tvo til lögreglu.

Kæra tvo bændur fyrir að neita að afhenda kindur af bæ með riðusmit
Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits.

Fundu 21 geitungabú í vegg: „Við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni“
Íbúi í Neskaupstað auglýsti nýverið eftir einhverjum sem gæti fjarlægt geitungbú af bílskúr hennar. Fráfluttur sonur Neskaupstaðar bauð fram þjónustu sína og fékk aðstoð frá dönskum mjólkurfræðingi. Saman fjarlægðu þeir minnst 21 geitingabú innan úr vegg bílskúrsins.

Kona drepin af birni
Grábjörn virðist hafa banað konu í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum um helgina. Lík konunnar fannst á laugardaginn, nærri vinsælli gönguleið en atvikið er enn til rannsóknar.

Stal brimbretti af barni og almennt með stæla
Ágengur otur hefur verið til vandræða á Santa Cruz ströndinni í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Oturinn stelur brimbrettum af fólki sem hann svo nagar sér til skemmtunar.

Hnýðingskálfur í fylgd með háhyrningum
Dýraverndunarsamtökin Orca Guardians Iceland, sem berjast fyrir verndun háhyrninga við Íslands strendur, birtu í gær mynd af hnýðingskálfi í för með háhyrningum. Virtist sem svo að háhyrningarnir hefðu tekið kálfinn í fóstur um stund.

Varðskip Færeyinga eltu skip Watsons úr lögsögu Færeyja
Færeyingum virðist hafa tekist að hrekja Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd-samtakanna, burt frá Færeyjum þetta sumarið eftir að skip hans gerði tvær misheppnaðar tilraunir til að hindra grindhvalaveiðar Færeyinga.

Ljónið sennilega svín
Lögreglan í Berlín og Brandenburg er hætt að leita að ljóni í suðurhluta borgarinnar og úthverfum hennar. Líklegt þykir að ljón hafi ekki gengið laust heldur hafi hræddir íbúar séð stórt villisvín.

Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því
Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust.

Hafa enn ekki fundið ljónið
Lögreglan í Berlín og Brandenburg hefur enn ekki fundið ljónið sem talið er að gangi lausum hala í suðurhluta borgarinnar og úthverfum. Til stendur að auka viðbúnað og umfang leitarinnar í dag.

Þriðjungur katta á eyjunni drepist vegna kórónuveiru
Talið er að um 300 þúsund kettir á eyjunni Kýpur hafi drepist á liðnu ári vegna kórónuveiru. Þetta eru um þriðjungur því að heildarfjöldi katta var í kringum eina milljón.

Ljón leikur lausum hala í Berlín
Lögreglan Í Berlín hefur beðið íbúa í úthverfum borgarinnar um að halda sig heima eftir að stórt kattardýr, sem talið er vera ljónynja, sást á svæðinu í gærkvöldi. Þá eru gæludýraeigendur beðnir um að halda dýrum sínum innandyra.

Fjórir slösuðust í árásarhrinu höfrunga
Fjórir sundgarpar slösuðust í árás höfrunga í Japan. Þrátt fyrir að höfrungar séu almennt ekki árásargjarnir eiga þeir það til að ráðast á fólk sem stingur sér til sunds.

Reyna að góma ágengan og þjófóttan otur
Embættismenn í Kaliforníu vinna nú að því að handsama ágengan sæotur sem hefur verið að áreita fólk á brimbrettum og kajökum og jafnvel stolið brettum af fólki. Oturinn er fimm ára gamall og kvenkyns hefur hagað sér á ágengan hátt undan ströndum Santa Cruz.