Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Átta skip og bátar byrjaðir að leita aftur

Leit að sjómanni sem féll útbyrðis af fiskiskipi á utanverðum Faxaflóa í gær hófst aftur klukkan tíu í morgun. Átta skip og bátar eru ýmist komnir á staðinn eða væntanlegir en varðskipið Þór stýrir aðgerðunum.

Innlent
Fréttamynd

Skipverjinn ófundinn: Leitað fram á nótt

Leit að manni sem féll útbyrðis af fiskiskipi um klukkan 17 í dag hefur enn engan árangur borið. Fimmtán skip og bátar ásamt tveimur þyrlum eru við leit eins sem stendur.  Ekki hefur tekin ákvörðun um framhald leitar annað en að áfram verður leitað í kvöld og fram á nótt.

Innlent
Fréttamynd

Snar­ræði á­hafnar þyrlunnar bjargaði manns­lífi

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar komst í hann krappan á föstudag þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð í aftakaveðri. Áhöfnin ákvað að fljúga þyrlunni aftur á bak inn Skutulsfjörð og komst þannig á leiðarenda. Læknar sem meðhöndluðu manninn á Landspítalanum segja snarræði áhafnarinnar hafa bjargað lífi hans.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt bílslys í Borgarfirði

Alvarlegt bílslys varð á sjöunda tímanum í kvöld norður af Barnafossi í Borgarfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti einn slasaðan til Reykjavíkur á slysadeild. 

Innlent
Fréttamynd

Sendu tvær þyrlur eftir sprengingu um borð í flutningaskipi

Landhelgisgæslunni barst í dag tilkynning um eld um borð í erlendu flutningaskipi undan ströndum Íslands. Áhafnir tveggja þyrla, varðskipsins Þórs og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum voru kallaðar út á mesta forgangi.

Innlent
Fréttamynd

Búist við mikilli ölduhæð

Veðurviðvaranir eru í gildi um allt land næsta sólarhringinn. Varað er við því að samhliða veðrinu geti ölduhæð orðið mikil norðan og austan af landinu.

Innlent
Fréttamynd

Varð­skipið Þór til taks við Gríms­ey

Varðskipið Þór kom að Grímsey um hádegisbil í dag og verður við eyjuna næstu daga. Öflug jarðskjálftahrina hefur riðið yfir í námunda við eyjuna síðan 8. september og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á föstudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Þór verður Gríms­eyingum innan handar

Varðskipið Þór er á leið til Grímseyjar þar sem áhöfn hans verður til aðstoðar íbúum ef þess þarf. Óvissustig Almannavarna hefur verið sett á vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra segir vonir um nýjan Baldur um áramót

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði.

Innlent
Fréttamynd

Ný kirkja risin í Gríms­ey

Á dögunum var ný Miðgarðskirkja í Grímsey orðin fokheld og turninum hafði verið komið fyrir. Í dag kom varðskipið Þór í eyna með stuðlabergsskífur sem fara á þak nýju kirkjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Kona féll af baki á Tröllaskaga

Um klukkan fjögur í dag var þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar kölluð út að beiðni lögreglu. Áhöfnin vinnur nú að því að sækja konu á Tröllaskaga.

Innlent
Fréttamynd

Skrifar sögu landhelgismálsins til þess að slaka á

Fimmtíu ár eru liðin síðan landhelgin var færð út í fimmtíu mílur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem er jafnframt sagnfræðingur hefur nú skrifað bók um sögu landhelgismálsins sem spannar árin 1961 til 1971.

Innlent
Fréttamynd

Slasaði hjól­reiða­maðurinn undir­gekkst að­gerð í nótt

Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl.

Innlent
Fréttamynd

Vitni að slysinu fengu á­falla­hjálp

Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Brugðust skjótt við neyðarkalli frá fiskibát við Reykjanesbæ

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra lítils fiskibáts sem sendi út neyðarkall laust eftir klukkan níu í morgun. Báturinn var þá vélarvana rétt utan við Keflavík og var við það að reka upp í bergið í norður af smábátahöfninni í Reykjanesbæ, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Ægir og Týr seldir á 51 milljón króna

Líklegast er að varðskipin Ægir og Týr fari úr landi, en afsal vegna sölu ríkisins á skipunum til félagsins Fagurs ehf. var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í Reykjavík í gær. Mögulegt er að skipunum verði breytt í farþegaskip sem gætu siglt á norðurslóðum enda gætu þau hentað vel til slíkra siglinga. Kaupverðið hljóðar upp á 51 milljón króna.

Innlent