
Landhelgisgæslan

Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu fyrir austan
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flutti tvo sem slösuðust í bílveltu í Fagurhólsmýri rétt fyrir hádegi á Reykjavíkurflugvöll og voru þeir fluttir þaðan á Landspítalann.

Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út núna á fimmta tímanum vegna árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi, austan við Seljalandsfoss.

Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum
Undirbúningur er hafinn að leit að flutningaskipi sem fórst í ofsaveðri úti fyrir Langanesi á sautjándu öld og talið er varðveita merkileg handrit og önnur verðmæti. Fornleifafræðingur sem leiðir rannsóknina segist bjartsýn á að skipið finnist en það er sagt kunna að geyma verðmætasta farm sem farið hefur niður á hafsbotn frá Íslandi. Þegar hafa komið fram sterkar vísbendingar um hvar skipið gæti verið að finna.

Rútuslys austan við Hala í Suðursveit
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að umferðarslysið hafi orðið á sjöunda tímanum í kvöld á Þjóðvegi 1 austan við Hala í Suðursveit. Þar hafi rúta með um tuttugu manns farið út af veginum.

Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda
Rúta valt út af veginum á Fróðárheiði á Snæfellsnesi og voru tveir farþegar fluttir með þyrlu á Landspítalann en restin fóru með rútu inn í Ólafsvík þar sem búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð. Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna veikinda við Seljalandsfoss.

Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna rútuslyss á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir hafa verið kallaðar á vettvang.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Kötlujökli rétt fyrir klukkan 11 vegna einstaklings sem slaðist á fæti í íshellaferð á svæðinu.

Borgarísjaki en enginn björn
Landhelgisgæslan varar sjófarendur við borgarísjaka vestur af Vestfjörðum. Ekki sást til hvítabjarnar við eftirlitsflug þyrlu gæslunnar í gær.

Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni
Þrír voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að tveir bílar skullu saman úr gagnstæðri átt við Þrastalund. Alls voru sex í bílunum tveimur.

Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund
Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna umferðaslyss við Þrastalund þegar um korter vantaði í átta í kvöld. Óljóst er um fjölda bíla.

Vélsleðaslys í Langjökli
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna vélsleðaslyss við Langjökul. Talið er að tveir séu slasaðir.

Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi við vinnu um borð í fiskiskipi sem var við veiðar norður af Siglufirði í gærkvöld.

Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið
Rannsókn lögreglu á falsboði sem þeim barst í sumar, þegar tilkynnt var um að tveir ferðamenn væru fasti í helli, er nú lokið og er málið óupplýst. Lögreglan ræddi við nokkra einstaklinga í Bretlandi í tengslum við rannsókn málsins.

Maðurinn kominn upp úr fljótinu
Maður féll út í Tungufljót í Árnessýslu skammt frá Geysi síðdegis. Lögreglan á Suðurlandi var með töluverðan viðbúnað, straumvatnsbjörgunarmenn voru sendir á vettvang og þyrla landhelgisgæslunnar var ræst út.

Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver
Þrír voru fluttir á slysadeild með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir árekstur þriggja bíla við Húnaver. Útkallið barst laust eftir klukkan fimm síðdegis og kom þyrlan á vettvang um hálfsjö.

Áhöfn smábáts sem strandaði hífð upp í þyrlu
Tveir menn sem voru um borð í smábát sem strandaði í utanverðum Súgandafirði í morgun voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttir til Suðureyrar í morgun. Báturinn situr enn fastur á strandstaðnum.

Viðgerðin á flugvél Gæslunnar kostaði 350 milljónir króna
Lagt er til að fjárveitingar til landhelgismála verðir auknar um 350 milljónir króna í ár vegna kostnaðar við viðgerð á hreyflum TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur kvartað undan því að stofnunin geti ekki rekið flugvél til að fylgjast með landhelginni.

Útkall vegna slyss í fiskiskipi
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið vegna slys á fiskiskipi í utanverðum Húnaflóa.

Lokaleit að ísbjörnum með dróna
Þyrla Landhelgisgæslunnar er ekki tiltæk í leit að ísbjörnum, sem erlendir ferðamenn tilkynntu að væru á slóðum Laugarfells, norðaustan við Snæfell í gær. Lokaleit verður því gerð með dróna í dag.

Slysið í Stykkishólmi alvarlegt
Lögreglan á Vesturlandi hefur alvarlegt slys sem varð í gær til rannsóknar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang í gær en afturkölluð áður en hún komst á leiðarenda.

Talið að snjór hafi villt um fyrir ferðamönnum
Leit eftir tveimur hvítabjörnum við Laugarfell, norðaustan við Snæfell, sem erlendir ferðamenn tilkynntu um fyrr í dag hefur verið hætt. Lögreglan segir að mögulega hafi ferðamönnunum missýnst. Til að gæta fyllsta öryggis verður leit haldið áfram í birtingu í fyrramálið.

Þyrlan kölluð út vegna tilkynningar um hvítabirni
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sjötta tímanum í dag eftir að lögreglan á Austurlandi óskaði eftir aðstoð til að kanna hvort að tveir hvítabirnir leyndust á hálendinu við Laugarfell, norðaustan við Snæfell.

Þyrlan kölluð út vegna slyss en afturkölluð
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun en svo afturkölluð vegna slyss á Snæfellsnesi. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verið sé að vinna í málinu.

Erlendur ferðamaður fannst látinn við Stuðlagil
Kona á fertugsaldri, erlendur ferðamaður sem var á ferð í Stuðlagili við annan mann, fannst látin í Jökulsá skammt neðan við Stuðlagil skömmu fyrir klukkan fimm í dag. Hún var þá látin. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi.

Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rúmlega eitt í dag vegna fjórhjólaslyss sem átti sér stað á Hagabraut á svokölluðum Gíslholtshring í Rangárþingi ytra.

Fluttur með þyrlu eftir bílveltu á Snæfellsnesi
Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík eftir bílveltu á Arnarstapavegi á Snæfellsnesi á tólfta tímanum í dag.

Maðurinn fannst látinn
Maðurinn sem féll í Hlauptungufoss fannst látinn nú fyrir stundu. Um erlendan ferðamann er að ræða.

Búið að taka sýni úr ungu birnunni
Búið er að taka ýmis sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær. Næst á dagskrá er að greina sýnin til að komast að því hvort hann hafi borið með sér einhverja sjúkdóma og til að komast að því af hvaða stofni hann var. Hvítabjörninn var kvendýr og var um 163 sentímetrar að lengd.

Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp
Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni.

Fundu lík karlmanns í Reynisfjalli
Lík af karlmanni fannst í Reynisfjalli nú í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út þar sem ekki var hægt að nálgast líkið langleiðina. Lögregla getur ekki staðfest að líkið sé af manni sem leitað hefur verið að undanfarna daga að svo stöddu.