Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar

Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó.

Innlent
Fréttamynd

Gæslan: Hugsum okkur tvisvar um

Góð voru tíðindin þegar tókst að koma í veg fyrir sölu á TF-SIF. Vonir stóðu þá til að vélin gæti gegnt sínu hlutverki hér á landi. Hún er þó aftur komin í útleigu svo halda megi í hana þar eð ekki fæst veruleg hækkun á framlögun til Gæslunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Wil­son Skaw dregið úr Stein­gríms­firði á næstu dögum

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur lokið störfum í Steingrímsfirði þar sem áhöfn skipsins hefur verið undanfarna daga og unnið að björgun flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði í Húnaflóa fyrir tæpum tveimur vikum. Gert er ráð fyrir því að Freyja fari af svæðinu síðar í dag og að Wilson Skaw verði dregið á brott á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Hefja for­færingar til undir­búnings dráttar í dag

Fulltrúar eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu og Umhverfisstofnunar samþykktu í gær björgunaráætlun fyrir skipið og er reiknað með að forfæringar með farminn hefjist síðar í dag til undirbúnings dráttar þess til Akureyrarhafnar.

Innlent
Fréttamynd

Afferma Wilson Skaw og reyna að koma til Akureyrar

Stefnt er á að færa farminn um borð í flutningaskipinu Wilson Skaw og koma því þannig til Hólmavíkur í bráðabirgðaviðgerð. Þetta kom fram á fundi Landhelgisgæslunnar í dag. Hollenska flutningaskipið strandaði þann 18. apríl en er nú í vari í Steingrímsfirði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki unnt að draga Wil­son Skaw til Akur­eyrar að sinni

Skoðun á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw í gærkvöldi leiddi í ljós að ekki væri unnt að draga skipið til Akureyrar líkt og fyrirhugað var. Mat þeirra er að nauðsynlegt sé að ráðast í bráðabirgðaviðgerð á skipinu áður en hægt verður að draga það til hafnar.

Innlent
Fréttamynd

Senda kafara til að kanna hugsan­legar skemmdir

Hollenska flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn og varðskipið Freyja liggja nú úti á Steingrímsfirði á Ströndum. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hingað til hafa gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurftum að fara svolítið varlega“

Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er.

Innlent
Fréttamynd

Wilson Skaw komið á flot

Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot á tíunda tímanum í morgun. Varðskipið Freyja fikrar sig nú hægt áfram með skipið en nokkuð er um blindsker á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Ógnvænlegar fréttir en koma ekki á óvart

„Þetta eru augljóslega ógnvænlegar fréttir, en koma ekki sérstaklega á óvart,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra innt eftir viðbrögðum við fréttaflutningi norrænna miðla af hernaðaráætlun Rússa á Norðurlöndum.

Innlent
Fréttamynd

2.000 tonn af salti og 195 tonn af olíu um borð

Engin merki eru um olíuleka frá flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa í gær. Tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 af olíu eru um borð í skipinu. Útlit er fyrir að létta þurfi skipið áður en ráðist verður í björgun þess og ljóst er að það verður ekki fært strax.

Innlent
Fréttamynd

Kafarar könnuðu á­stand skipsins

Kafarar Landhelgisgæslunnar könnuðu í gærkvöldi ástand flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í gær. Varðskipið Freyja er á staðnum en skipið er strand við Ennishöfða. Stefnt er að því að losa skipið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skipið virðist hafa siglt ó­hefð­bundna leið

Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu virðist skipið hafa siglt óhefðbundna siglingarleið. Allar aðgerðir snúa að því að tryggja umhverfi sem best. 

Innlent
Fréttamynd

Skip strandaði á Húna­flóa

Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Varðskipið Freyja er á leiðinni að strandstað sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Líðan áhafnarinnar er góð.

Innlent
Fréttamynd

Líta mál skipsins alvarlegum augum

Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norskt línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna króna sekt.

Innlent
Fréttamynd

Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur fjall­göngu­mönnum bjargað á Hamra­garða­heiði

Tveir lentu í hremmingum í nótt þar sem þeir voru að klífa Fagrafell á Hamragarðaheiði við Eyjafjallajökul. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að annar maðurinn hafi fallið niður fellið nokkurn spöl og við það endaði hinn í sjálfheldu og komst ekki niður til félaga síns.

Innlent
Fréttamynd

Fluttu ó­létta konu yfir á Egils­staði

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið á ellefta tímanum í morgun og fór austur á land vegna snjóflóðanna sem féllu þar í morgun. Í kvöld flutti þyrlan svo ólétta konu frá Neskaupstað og yfir á Egilsstaði. Gert er ráð fyrir því að þyrlan verði fyrir austan í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan í öðru verk­efni og gat ekki náð í vél­sleða­manninn

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í notkun í öðru verkefni og komst því ekki að sækja vélsleðamann sem slasaðist við Gimbrarhnjúk í Göngustaðadal í Svarfaðardal í dag. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning klukkan 15:30 og komu sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmenn til aðstoðar. 

Innlent