Mannanöfn

Segja Ójón afbökun á Jóni og segja nei
Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að nafnið Ójón verði samþykkt og fært í mannanafnaskrá.

Nú má heita Chloé og Gleymmérei
Mannanafnanefnd samþykkti og færði alls þrettán nöfn á mannanafnaskrá í gær. Nefndin hafnaði einu nafni.

Bannað að heita Peran: „Mikill harmur á heimilinu“
Mannanafnanefnd hefur úrskurðað að ekki megi heita Peran að millinafni. Nafnið uppfylli ekki lagaskilyrði. Umsækjandi segir mikinn harm ríkja á heimilinu vegna málsins.

Agl, Blom, Výrin, Ganna og Jóga færð í mannanafnaskrá
Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um eiginnöfnin Agl, Výrin og Blom og fært nöfnin á mannanafnaskrá yfir kynhlutlaus nöfn.

Kippir sér ekki upp við að vera „Gunnarsdóttir“
Þingmaður Pírata kippir sér ekki upp við að vera merktur „Gunnarsdóttir“ á sæti sínu í þingsal. Hann hefur ekki hugmynd um hvers vegna merkingin er með þessum hætti.

Anna skákar Guðrúnu í fyrsta sinn
Nafnið Anna er orðið algengasta kvenmannsnafnið á Íslandi og steypir þar með nafninu Guðrún í fyrsta sinn af stóli sem algengasta kvennmannsnafn Íslands.

Mega ekki skíra barnið sitt Kisu
Xavier, Æja, Klaría og Hyrrokkin eru á meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum.

Mannanafnanefnd gefur grænt ljós á Askalín, Kappa og Jesúdóttur
Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey.

Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer
Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama.

Ríkið sýknað af kröfu manns sem fær ekki að heita Lúsífer
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu karlmanns sem í tvígang hefur óskað eftir því að fá eiginnafnið Lúsífer viðurkennt hjá mannanafnanefnd en fengið synjun á grundvelli þess að Lúsífer sé eitt af nöfnum djöfulsins. Í málinu reyndi meðal annars á það að hvaða marki dómstólar geta endurmetið niðurstöðu mannanafnanefndar sem stjórnvalds.

Aron og Embla vinsælustu mannanöfnin í fyrra
Nafnið Aron var vinsælasta eiginnafnið á meðal nýfæddra drengja á Íslandi í fyrra, annað árið í röð Embla var vinsælasta stúlkunafnið.

Vilja gera kynsegin fólki kleift að breyta eftirnafni án breyttrar kynskráningar
Nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn vilja sjá breytingar á mannanafnalögum til að bæta stöðu kynsegin fólks. Þeir leggja meðal annars til að fólki verði leyft að breyta eftirnöfnum sínum án þess að það sé búið að breyta kynskráningunni.

Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá
Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni.

Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor
Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar.

Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd
Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna.

Katrín Jakobsdóttir er stolt af Katrínu Jakobsdóttur
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segist vera mjög stolt af því að eiga alnöfnu á Íslandi og það gæti óneitanlega verið stundum freistandi að senda hana á ríkisstjórnarfund fyrir sig.

Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís
Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda.

Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal
Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa.

Álfheiður Pírati fær loks að heita Pírati
Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, fær loks að taka upp nafnið Pírati eftir áralanga baráttu við mannanafnanefnd.

Tölvupóstfangið gríðarlanga skorið rækilega niður
Búið er að stytta tölvupóstfang Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata, þannig að nú inniheldur það aðeins fornafn og millinafn hennar í stað fulls nafns.

Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman
Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því.

Nöfnin sem hestanafnanefnd hefur hafnað
Hestanafnanefnd hefur frá því að hún var stofnuð 2016 hafnað þónokkrum beiðnum um nöfn á íslenskum hestum. Á meðal nafnanna eru til dæmis Apótek, Leyndarmál, Euphoria og Avicii - það síðastnefnda að öllum líkindum í höfuðið á sænska plötusnúðnum heitnum.

Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki
Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd.

Höfnuðu Heiðr en samþykktu Ullr með tilvísun í Eddukvæði
Mannanafnanefnd hefur hafnað því að heimila eiginnöfnin Geitin, Frostsólarún, Heiðr og Winter. Hún hefur hins vegnar lagt blessun sína yfir eiginnöfnin Erykah, Ullr, Leonardo, Gottlieb, Gunni, Éljagrímur, Ítalía, Arún, Lílú og Lán.

Aron, Freyja og Andrea vinsælustu nöfnin í fyrra
Aron var vinsælasta nafn barna sem fæddust á síðasta ári, 2020. 48 drengir voru nefndir Aron. Meðal stúlkna Freyja og Andrea vinsælustu nöfnin en 28 stúlkur voru nefndar Freyja og 28 Andrea.

Höfnuðu eiginnafninu Hel og millinafninu Thunderbird
Mannanafnanefnd felldi marga úrskurði á fundi sínum 12. október síðastliðinn en þar var eiginnafninu Hel hafnað og sömuleiðis millinöfnunum Thunderbird og Street.

Skúmur, Sverð, Vopna og Villiljós fært á mannanafnaskrá
Blake, Drómi, Sasi, Skúmur, Vopna og Úlfgrímur eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á fundi mannanafnanefndar þann 9. september og færð á mannanafnaskrá.

Hefur tekið mannanafnanefnd í sátt og fær að heita Bond
Mannanafnanefnd hefur samþykkt fjölda nýrra nafna það sem af er ári. Maður sem hefur ávallt verið kallaður Bond er í skýjunum með að hafa fengið nafnið samþykkt.

Ekki lengur stúlka eða drengur
Börn verða ekki lengur nýskráð í þjóðskrá með eiginnafnið stúlka eða drengur. Framvegis verða þau skráð í þjóðskrá eingöngu með kenninafni þar til nafngjöf hefur farið fram.

Kanye vill verða Ye
Bandaríski rapparinn og tónskáldið Kanye West hefur sótt um að fá nafni sínu opinberlega breytt í Ye. West hefur gengið undir viðurnefninu til fjölda ára og virðist nú vilja ganga enn lengra og heita Ye samkvæmt lögum.