Tölvupóstfangið gríðarlanga skorið rækilega niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2021 21:12 Búið að stytta hið ógurlega langa tölvupóstfang sem Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur var úthlutað á Alþingi. Píratar. Búið er að stytta tölvupóstfang Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata, þannig að nú inniheldur það aðeins fornafn og millinafn hennar í stað fulls nafns. Arndís Anna vakti athygli á því á Alþingi í dag að hún hefði fengið ógurlega löngu tölvupóstfangi úthlutað er hún tók sæti á Alþingi á dögunum. Tölvupóstfangið var arndis.anna.kristinardottir.gunnarsdottir@althingi.is eða heil 53 stafbil. „Lengra en meðaltölvupóstur,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag þar sem hún kvartaði yfir hinu langa tölvupóstfangi. Kvörtun hennar virðist hafa borið árangur en á vef Alþingis má sjá að búið er að stytta tölvupóstfang hennar niður í arndis.anna@althingi.is. Það er öllu styttra eða 23 stafabil. Var lengd tölvupóstfangs hennar því skorin niður um nærri helming. Í samtali við Vísi segir Arndís Anna að hún hafi ekki fengið sérstaka tilkynningu um að tölvupóstfangi hennar hafi verið breytt. Sjálf hefði hún kosið að fá arndisanna@althingi.is en að hún geti þó sætt við nýja tölvupóstfangið. Í ræðu hennar á Alþingi um málið benti Arndís á að þingmenn ættu að vera eins aðgengilegir og kostur er, þar með talið tölvupóstfang þeirra. Það gæti reynst fráhrindandi og erfitt um vik fyrir suma að reyna að hafa samband við þingmenn með gríðarlega löng tölvupóstföng. „Ég vil því biðla til forseta að beita sér fyrir því að Alþingi þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar, sem í ofanálag stríða gegn þeim mikilvæga þætti lýðræðisins, að fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi séu almenningi eins aðgengilegir og kostur er,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag en ræða hennar virðist hafa skilað árangri. Alþingi Tækni Stjórnsýsla Píratar Mannanöfn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Arndís Anna vakti athygli á því á Alþingi í dag að hún hefði fengið ógurlega löngu tölvupóstfangi úthlutað er hún tók sæti á Alþingi á dögunum. Tölvupóstfangið var arndis.anna.kristinardottir.gunnarsdottir@althingi.is eða heil 53 stafbil. „Lengra en meðaltölvupóstur,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag þar sem hún kvartaði yfir hinu langa tölvupóstfangi. Kvörtun hennar virðist hafa borið árangur en á vef Alþingis má sjá að búið er að stytta tölvupóstfang hennar niður í arndis.anna@althingi.is. Það er öllu styttra eða 23 stafabil. Var lengd tölvupóstfangs hennar því skorin niður um nærri helming. Í samtali við Vísi segir Arndís Anna að hún hafi ekki fengið sérstaka tilkynningu um að tölvupóstfangi hennar hafi verið breytt. Sjálf hefði hún kosið að fá arndisanna@althingi.is en að hún geti þó sætt við nýja tölvupóstfangið. Í ræðu hennar á Alþingi um málið benti Arndís á að þingmenn ættu að vera eins aðgengilegir og kostur er, þar með talið tölvupóstfang þeirra. Það gæti reynst fráhrindandi og erfitt um vik fyrir suma að reyna að hafa samband við þingmenn með gríðarlega löng tölvupóstföng. „Ég vil því biðla til forseta að beita sér fyrir því að Alþingi þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar, sem í ofanálag stríða gegn þeim mikilvæga þætti lýðræðisins, að fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi séu almenningi eins aðgengilegir og kostur er,“ sagði Arndís Anna á þingi í dag en ræða hennar virðist hafa skilað árangri.
Alþingi Tækni Stjórnsýsla Píratar Mannanöfn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira