
Fangelsismál

Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag
Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns.

Kastaði fjarstýringu í fangavörð og hrækti á annan
Maður sem afplánaði dóm í fangelsinu á Hólmsheiði hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að kasta sjónvarpsfjarstýringu í andlit fangavarðar og hrækja á annan fangavörð.

Dvaldi sjálfviljugur í fangelsi á Íslandi í tvær vikur
Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum.

Íhuga að afnema styttri fangelsisdóma
Bresk fangelsisyfirvöld íhuga nú að afnema fangelsisdóma sem ekki ná sex mánuðum.

Fjórðungur afplánar refsidóma utan veggja fangelsa hérlendis
Fjöldi þeirra sem afplána utan fangelsa eykst jafnt og þétt. En lítið gengur á langan lista þeirra sem bíða afplánunar. Gæsluvarðhaldsföngum snarfjölgar en færri sæta einangrun.

Lögreglan hefur áhyggjur af stöðu fólks í geðrofi
Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það allt of oft koma fyrir að fólk, sem lögregla telur að sé geðrofi, gisti fangageymslu þar sem það fái ekki innlögn á geðdeild. Lögreglan geti ekki haldið fólkinu lengur en lög heimila og eru nokkrir einstaklingar, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, lausir úti í samfélaginu þar sem ekkert úrræði er í boði.

Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári
Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri.

Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum
Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax.

Segir það alveg skýrt að sveitarfélög eigi að aðstoða við framfærslu fanga
Mikill munur er milli sveitarfélaga hvernig staðið er að aðstoð á framfærslu við fanga. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir Reykjavíkurborg telja að ríkið beri ábyrgð á meðan umboðsmaður Alþingis segir lögin skýr.

Umboðsmaður kominn með nóg af starfshópum og nefndum
Umboðsmaður hefur beðið viðbragða stjórnvalda við alvarlegri stöðu þeirra mála í tæp sex ár og átt í ítrekuðum bréfaskiptum við ráðuneyti.

Þeir sem skulda sektir mega búast við handtöku
Vegna aukins rýmis í fangelsum verður gengið harðar eftir greiðslum en áður.

ASÍ borist ábendingar vegna vinnu fanga
Alþýðusamband Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þess efnis að þeim hafi ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Fangarnir sinna meðal annars störfum iðnaðarmanna og fá eingöngu greiddar 400 krónur á tímann.

Páll Winkel segir enga þrælasölu stundaða á Kvíabryggju
Segir vinnu fanga samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra gefur út.

Umboðsmaður þreyttur á svarleysi ráðherra
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra hvað ráðherrann hyggist gera í málefnum fanga með alvarleg geðræn vandamál.

Mál Mirjam kalli á breytt verklag
Við erum í þessum töluðu orðum að klára kæruna til ráðuneytisins, þar sem við erum að óska eftir betri niðurstöðu í hennar málum, segir Sveinn Guðmundsson lögmaður

Huga þarf að brotaþola en einnig persónuvernd þegar fangi strýkur
Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að huga þurfi að bæði persónuverndarsjónarmiðum fanga og hagsmunum brotaþola þegar fangi strýkur úr fangelsi eða af áfangaheimili.

Mirjam greiðir fyrir sigurinn með frelsi sínu
Mirjam hafði betur gegn Útlendingastofnun og var síðan boðuð í fangelsi. Hún fann ástina á Íslandi.

Ríkisstjóri Ohio þyrmdi lífi fanga
John Kasich, ríkisstjóri Ohio, þyrmdi lífi manns sem dæmdur hafði verið til dauða vegna galla í málsmeðferð mannsins. Ákvörðunin var tekin eftir að meðlimur kviðdómsins komst á snoðir um misnotkun sem maðurinn varð fyrir í æsku.

Barry kominn á Sogn eftir þrjár vikur á Hólmsheiði
Barry Van Tuijl, fangi frá Hollandi, er kominn á Sogn eftir dvöl í tæpan mánuð í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem hann var fluttur vegna agabrots í opna fangelsinu á Kvíabryggju.


„Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli“
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi, kallar eftir róttæktri betrunarstefnu í fangelsismálum á Íslandi.

Ég kosta 134.435.520 krónur
Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi.

Færri strjúka úr fangelsum hér en á hinum Norðurlöndunum
Sjö hafa strokið úr íslenskum fangelsum á undanförnum áratug. Ekki er munur á tíðni stroks úr opnum eða lokuðum fangelsum. Strok úr opnum fangelsum er algengara á Norðurlöndunum. Opin fangelsi sögð skipta miklu fyrir betrun fanga.

Annar strokufangi var tekinn eftir 9 daga leit
Vistmanns á Vernd var saknað í 9 daga án þess að lýst væri eftir honum í fjölmiðlum. Maðurinn var handtekinn í gær og fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Hann er ekki talinn hættulegur, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar.

Vilja sálfræðinga í öll fangelsi landsins
Samfylkingin leggur til að sálfræðingur hafi fasta starfsstöð í hverju fangelsi á landinu. Mikilvægt sé fyrir frelsissvipta að fá sálræna aðstoð til að hafa möguleika á að koma bættari úr afplánun. Fangelsismálastjóri fagnar framt

Geðheilbrigðismál í fangelsum eru í rúst
Úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga miðar ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar eftirlitsaðila og tvö sjálfsvíg á innan við ári. Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir tíma úttekta og skýrslugerðar liðinn.

Hvarf viljinn með vindinum?
Fangar eru vinsælir um þessar mundir.

Ráðist á fanga á Litla-Hrauni
Veist var að manni sem situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni í gær og slegið til hans.

Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju
Fanginn fannst látinn síðdegis í gær.

Engin heildstæð meðferð fyrir dæmda kynferðisbrotamenn
Ekki er gert ráð fyrir auknu fjármagni til meðferðar fyrir dómþola í áætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum. Sérfræðingur segir meðferð geta skilað góðum árangri en segir bæði skorta fjármagn og heildarsýn.