Gunnari Rúnari meinað að mæta aftur til vinnu eftir þrjá daga í starfi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2020 19:00 Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, var á dögunum tilkynnt að hann mætti ekki mæta aftur til vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ eftir að hafa unnið þar í þrjá daga. Formaður félags fanga segir bæinn fara fram með fordómum og útskúfun. Árið 2011 var Gunnar Rúnar dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Héraðsdómur hafði áður dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar sat inni þar til í fyrra þegar hann fór á áfangaheimilið Vernd og hefur því afplánað utan fangelsis í tæpt ár. Afplánun utan fangelsis eru hluti af betrun og aðlögun manna út í samfélagið á ný en til þess að fá að á vera á Vernd þarf fólk að vera í vinnu eða námi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félags fanga, segir það hafa gengið mjög erfiðlega fyrir Gunnar Rúnar að fá vinnu og hefur hann verið í sjálfboðaliðavinnu og þegið fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.vísir/arnar „Þetta er samt maður sem vill taka þátt í samfélaginu og koma betur út og byrja að borga skatta og ná að lifa og vera góður samfélagsþegn. Hann fékk tækifæri til þess hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku en hann var búin að vinna í þrjá daga þegar honum var sagt upp,“ segir Guðmundur Ingi. Ástæðan sem gefin var upp hafi verið að kvartanir hafi borist frá öðrum starfsmönnum um að þeir vildu ekki vinna með honum. „Við teljum að það sé ólíðandi árið 2020 að bæjarfélag fari þannig fram með fordómum, mismunum og útskúfun,“ segir Guðmundur. Allir eigi rétt á öðru tækifæri sama hve alvarlegt brotið er. „Menn vilja koma út og sanna sig og sýna að það sé hægt að treysta þeim og byrja aftur nýtt líf og auðvitað er þetta mjög erfitt bakslag og það eru ekkert allir sem höndla það mjög vel,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.VÍSIR/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki geta geta tjáð sig um málið en að það sé til skoðunar innan bæjarkerfisins. „Hafnarfjarðarbær, þeir segja það sjálfir, að þeir vinni gegn fordómum og vilja að vinnustaðir þeirra séu með fræðslu gegn fordómum þannig þetta stríðir gegn þeirra stefnu.“ segir Guðmundur og bætir við að félagsþjónustur sveitarfélaga eigi að vera valdeflandi. „ Enda leitar þangað fólk í veikri stöðu. Að okkar mati var brotið gegn mannréttindum á þessum manni og við treystum því að bæjarfélagið bæti það tjón,“ segir Guðmundur Ingi. Hafnarfjörður Fangelsismál Vinnumarkaður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi fyrir morð, var á dögunum tilkynnt að hann mætti ekki mæta aftur til vinnu hjá Hafnarfjarðarbæ eftir að hafa unnið þar í þrjá daga. Formaður félags fanga segir bæinn fara fram með fordómum og útskúfun. Árið 2011 var Gunnar Rúnar dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morðið á Hannesi Þór Helgasyni. Héraðsdómur hafði áður dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar sat inni þar til í fyrra þegar hann fór á áfangaheimilið Vernd og hefur því afplánað utan fangelsis í tæpt ár. Afplánun utan fangelsis eru hluti af betrun og aðlögun manna út í samfélagið á ný en til þess að fá að á vera á Vernd þarf fólk að vera í vinnu eða námi. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður félags fanga, segir það hafa gengið mjög erfiðlega fyrir Gunnar Rúnar að fá vinnu og hefur hann verið í sjálfboðaliðavinnu og þegið fjárhagsaðstoð hjá Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu félags fanga.vísir/arnar „Þetta er samt maður sem vill taka þátt í samfélaginu og koma betur út og byrja að borga skatta og ná að lifa og vera góður samfélagsþegn. Hann fékk tækifæri til þess hjá Hafnarfjarðarbæ í síðustu viku en hann var búin að vinna í þrjá daga þegar honum var sagt upp,“ segir Guðmundur Ingi. Ástæðan sem gefin var upp hafi verið að kvartanir hafi borist frá öðrum starfsmönnum um að þeir vildu ekki vinna með honum. „Við teljum að það sé ólíðandi árið 2020 að bæjarfélag fari þannig fram með fordómum, mismunum og útskúfun,“ segir Guðmundur. Allir eigi rétt á öðru tækifæri sama hve alvarlegt brotið er. „Menn vilja koma út og sanna sig og sýna að það sé hægt að treysta þeim og byrja aftur nýtt líf og auðvitað er þetta mjög erfitt bakslag og það eru ekkert allir sem höndla það mjög vel,“ segir Guðmundur Ingi. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.VÍSIR/Vilhelm Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki geta geta tjáð sig um málið en að það sé til skoðunar innan bæjarkerfisins. „Hafnarfjarðarbær, þeir segja það sjálfir, að þeir vinni gegn fordómum og vilja að vinnustaðir þeirra séu með fræðslu gegn fordómum þannig þetta stríðir gegn þeirra stefnu.“ segir Guðmundur og bætir við að félagsþjónustur sveitarfélaga eigi að vera valdeflandi. „ Enda leitar þangað fólk í veikri stöðu. Að okkar mati var brotið gegn mannréttindum á þessum manni og við treystum því að bæjarfélagið bæti það tjón,“ segir Guðmundur Ingi.
Hafnarfjörður Fangelsismál Vinnumarkaður Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira