Bretland

Fréttamynd

Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifa­mestu konur heims

Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, er samkvæmt breska ríkisútvarpinu, BBC, ein þeirra hundrað kvenna sem þau telja hafa haft mest áhrif í heiminum. Listi þeirra um 100 áhrifamestu konur heims var birtur í gær. 

Innlent
Fréttamynd

Djörf á dreglinum

Heitustu stórstjörnur heims klæddu sig upp í sitt djarfasta hátískupúss í gærkvöldi í tilefni af Tískuverðlaunahátíðinni sem haldin var í tónleikahöllinni Royal Albert Hall í London. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Orð ársins vísar til rotnunar heilans

Oxford orð ársins að þessu sinni hefur verið valið og vísar til rotnunar heilans. Orðið er „brain rot“ og fangar áhyggjur af endalausri neyslu á misgáfulegum upplýsingum af samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaða­manni

Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal.

Erlent
Fréttamynd

Segir skemmdar­verk Rússa í Evrópu geta leitt til á­taka

Skemmdarverk útsendara Rússa í Evrópu gæti að endingu leitt til virkjunar fimmtu greinar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um sameiginlegar varnir aðildarríkja. Þetta sagði yfirmaður einnar leyniþjónustu Þýskalands á ráðstefnu í gær en Rússar hafa á undanförnum mánuðum og jafnvel árum verið sakaðir um skemmdarverk, banatilræði og annarskonar árásir í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykja­vík

Það var margt um manninn og líf og fjör í breska sendiráðinu í Reykjavík um helgina. Tilefnið var kokteilboð til að heiðra breska rithöfunda sem staddir voru á Íslandi vegna bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Stjörnur á borð við David Walliams og Charles Spencer skáluðu og skemmtu sér vel. 

Menning
Fréttamynd

Adele kveður sviðið um ó­á­kveðinn tíma

Stórstjarnan og söngkonan víðfræga Adele komst við og felldi tár á laugardaginn þegar hún hélt sína síðustu tónleika í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum. Söngkonan hefur varið síðustu tveimur árum í borginni og haldið hundrað tónleika í tónleikasal Caesars Palace.

Lífið
Fréttamynd

Leita móður ungabarns sem fannst látið á víða­vangi

Lögreglan á Manchestersvæðinu svokallaða í Englandi hefur beðið móður barns sem fannst látið í almenningsgarði í Salford á miðvikudaginn um að stíga fram. Kona sem var á göngu með hund sinn fann lík barnsins, sem hafði verið vafið inn í einhverskonar dúk.

Erlent
Fréttamynd

John Prescott fallinn frá

Breski stjórnmálamaðurinn John Prescott er látinn, 86 ára að aldri. Hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra Bretlands um tíu ára skeið, í stjórnartíð Tony Blair.

Erlent
Fréttamynd

Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðar­för Payne

Það var eðli málsins samkvæmt þungt yfir viðstöddum í bænum Amersham í Englandi í dag þar sem jarðarför bresku stórstjörnunnar og söngvarans Liam Payne fór fram. Payne lést fyrir um mánuði síðan eftir fall af svölum á hóteli sínu í Buenos Aires í Argentínu.

Lífið
Fréttamynd

EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akur­eyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust.

Neytendur
Fréttamynd

Segir Biden „hella olíu á eldinn“

Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Grímu­klæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor

Grímuklæddir menn klifruðu í síðustu viku yfir grindverk við Windsor kastala á meðan Vilhjálmur og Katrín, prinsinn og prinsessan af Wales, og þrjú börn þeirra voru sofandi í húsnæði þeirra á lóð kastalans en þau fluttu þangað árið 2022.

Erlent
Fréttamynd

Sam­herji lagði lista­manninn Odee

Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál

Justin Welby hefur greint frá því að hann hyggist segja af sér sem erkibiskup af Kantaraborg en hann hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að grípa ekki til aðgerða þegar honum var gert viðvart um stófelld kynferðis- og ofbeldisbrot John Smyth.

Erlent
Fréttamynd

Hafna á­sökunum um smánar­laun

Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“

Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump

Þjóðarleiðtogar heimsins og aðrir leiðtogar eru byrjaðir að kasta kveðjum á Donald Trump og hrósa honum fyrir væntanlegan sigur hans í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal eru Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.

Erlent
Fréttamynd

Út­sendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flug­vélum

Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Margot Robbie orðin mamma

Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016.

Lífið