
Bretland

Gefur enn barnaspítala Manchester jólagjafir
Stórsöngkonan Ariana Grande gefur barnaspítala í Manchester gjafir á ári hverju. Fimm ár eru liðin frá því að hryðjuverkaáras var gerð í Manchester-höllinni þar sem Ariana tróð upp.

Stunginn til bana á dansgólfinu í Birmingham
Rúmlega tvítugur karlmaður var stunginn til bana á dansgólfi skemmtistaðar í Birmingham í Bretlandi í gærkvöldi. Árásarmaðurinn er enn ófundinn og veit lögregla ekki hver hann er.

Gefa lítið fyrir afsökunina
Hjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle gefa lítið fyrir afsökun the Sun vegna pistils Jeremy Clarkson þar sem hann sagðist hata Markle.

Ein látin og fjöldi særður eftir skotárás á bar í Bretlandi
Ung kona lést og þrír særðust í skotárás á bar í Wallasey í Bretlandi í gær. Skotmaðurinn gengur enn laus.

Söngvari Faithless er látinn
Breski söngvarinn Maxi Jazz, söngvari sveitarinnar Faithless, er látinn, 65 ára að aldri.

The Sun biðst afsökunar á pistli Clarkson
Dagblaðið The Sun hefur beðist afsökunar á pistli þáttastjórnandans Jeremy Clarkson um hertogaynjuna Meghan Markle. Í pistlinum sagðist hann hata Markle „óstjórnlega mikið“ en hann hefur beðist afsökunar á orðunum.

Bregður sér í allra kvikinda líki í aðdraganda jólanna
Förðunarfræðingurinn Embla Wigum, sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok, heldur úti afar skemmtilegu jóladagatali á samfélagsmiðlum sínum.

Boris Becker segir að annar fangi hafi reynt að drepa hann
Boris Becker, fyrrverandi þýska tennisstjarnan, segist hafa lifað af morðtilraun meðan hann sat inni í fangelsi í Bretlandi.

Leikstjóri Flash Gordon fallinn frá
Breski leikstjórinn og handritshöfundurinn Mike Hodges, er látinn, níræður að aldri. Hodges er þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Flash Gordon og Get Carter.

Dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku fyrir tæpum fimmtíu árum
Breskur maður hefur verið dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku, nærri því fimmtíu árum eftir að mál gegn honum var fellt niður. Ný greining á lífsýnum sem tekin voru þegar Jacqueline Montgomery var myrt sýndi fram á sekt Dennis McGory.

Hafa birt hönnun fyrstu peningaseðlanna með andliti Karls konungs
Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, hefur birt útlit nýrra peningaseðla sem munu skarta andliti hins nýja þjóðhöfðingja Bretlands, Karls III konungs.

Forsprakki The Specials er látinn
Breski söngvarinn Terry Hall, forsprakki ska-sveitarinnar The Specials, er látinn, 63 ára að aldri.

Clarkson fordæmdur fyrir viðurstyggileg skrif um Markle
Þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa látið viðurstyggileg orð falla um hertogaynjuna Meghan Markle. Clarkson skrifaði pistil í dagblaðið The Sun þar sem hann sagðist hata hertogaynjuna „óstjórnlega mikið.“

Southgate tekur slaginn með Englandi á EM 2024
Enska knattspyrnusambandið, FA, staðfesti sögusagnirnar um að Gareth Southgate, þjálfari Englands í fótbolta, verður þjálfari Englands á EM 2024 sem haldið verður í Þýskalandi.

Kona lést í troðningi á tónleikum í London
Kona á fertugsaldri lést í troðningi á tónleikum í O2 höllinni í London í gær. Alls voru átta fluttir á spítala alvarlega slasaðir.

Fyrrverandi tennisstjarna laus úr fangelsi
Þýska fyrrum tennisstjarnan Boris Becker er laus úr fangelsi í Bretlandi eftir átta mánaða dvöl bakvið lás og slá.

Breskir hjúkrunarfræðingar leggja niður störf
Umfangsmestu verkfallsaðgerðir breskra hjúkrunarfræðinga í sögunni hefjast klukkan átta þegar hjúkrunarfræðingar í Englandi, Wales og Norður-Írlandi munu leggja niður störf.

Vilhjálmur og Katrín afhjúpa afslappað jólakort
Hulunni hefur verið svipt af jólakorti Vilhjálms prins og eiginkonu hans Katrínar. Með þeim á mynd eru börnin þeirra Georg, Karlotta og Lúðvík.

Þrjú börn látin eftir að hafa farið í gegnum ísinn
Þrír drengir – átta, tíu og ellefu ára – eru látnir eftir að þeir fóru í gegnum ísinn á ísilagðri tjörn í úthverfi Birmingham í Englandi í gær.

Meintur Lockerbie-sprengjumaður framseldur til Bandaríkjanna
Líbískur fyrrverandi leyniþjónustumaður sem er ákærður fyrir að smíða sprengjuna sem grandaði farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988 er nú í haldi bandarískra yfirvalda. Hann verður framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til saka.

Miklar raskanir á flugi vegna snjós og þoku í Englandi
Miklar raskanir hafa orðið á flugi á stærstu flugvöllum Englands vegna veðurs en kuldakast gengur nú yfir Bretlandseyjar.

Ástand fjögurra barna alvarlegt eftir að hafa fallið í gegnum ís á enskri tjörn
Fjögur börn eru sögð alvarlega slösuð eftir að hafa farið í hjartastopp í kjölfar þess að hafa fallið í gegnum ísinn á tjörn í Solihull, suðaustur af Birmingham í Englandi fyrr í kvöld.

Þrír látnir eftir sprengingu á Jersey
Að minnsta kosti þrír eru látnir og rúmlega tíu manns er enn saknað eftir sprengingu í íbúðarhúsnæði á eyjunni Jersey í Ermarsundi. Viðbragðsaðilar hafa unnið stanslaust í tæpan sólarhring við að leita í rústunum.

70 ár frá banvænni þoku í Lundúnum
Bretar minnast þess í þessari viku að 70 ár eru liðin síðan þykkasta og banvænasta þoka sem sögur fara af lagðist yfir höfuðborgina í heila 5 daga. Talið er að 12.000 manns hafi látist vegna þokunnar.

Jet Black í Stranglers er látinn
Enski trommarinn Jet Black, sem var upprunalegur trommari sveitarinnar Stanglers, er látinn, 84 ára að aldri.

Ræddu um fyrsta stefnumót sitt og fyrstu kynni Meghan og Katrínar
Fyrstu þrír þættirnir af nýjum raunveruleikaþáttum um líf Harry Bretprins og eiginkonu hans, leikkonunnar Meghan Markle, voru birtir á Netflix í morgun. Breskir miðlar fjalla í dag um fimm sérstök atriði úr þáttunum sem vöktu mikla athygli.

Leikstjóri The Holiday blæs á sögusagnir um framhald
Gula pressan í Bretlandi greindi frá því að von væri á framhaldi af jólamyndinni sívinsælu The Holiday. Framleiðandi myndarinnar birti færslu á Instagram nú rétt í þessu þar sem hann sagði þennan orðróm því miður ekki vera sannan.

Svívirt á samfélagsmiðlum eftir atvikið í Buckingham-höll
Ngozi Fulani segist hafa orðið fyrir holskeflu áreitis og svívirðinga eftir að hún greindi frá óviðeigandi spurningum fyrrverandi hirðdömu Elísabetar heitinnar Bretlandsdrottningar. Á sama tíma hafi hún þó fengið mikinn stuðning og fullyrðir að ástin sigri hatrið.

Amber Heard vill áfrýja
Lögmannateymi leikkonunnar Amber Heard hefur skilað inn beiðni um áfrýjun dóms í máli hennar og fyrrverandi eiginmanns hennar Johnny Depp.

„Það er ekkert hægt að slaka á kröfunum þegar þú ert að búa til fatnað fyrir íslenska sjómenn“
„Fyrir mér kom ekkert annað til greina en að flaggskipsverslun okkar í Evrópu yrði í London,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri 66°Norður en fyrirtækið opnaði formlega nýja verslun á Regent Street í London í gær. Þetta er fyrsta verslun fyrirtækisins sem opnar utan Íslands og Danmerkur.