

Sky Brown sem varð yngsti verðlaunahafi Bretlands á Ólympíuleikunum í gær var hætt komin eftir slys sem hún lenti í á síðasta ári.
Breski Verkamannaflokkurinn hefur kallað eftir rannsókn á notkun ráðherra á samskiptaforritum á borð við WhatsApp eftir að í ljós kom að undirráðherra í heilbrigðisráðuneytinu skipti um síma áður en rannsókn hófst á samskiptum hans.
Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn.
Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) hyggst í samvinnu við bresk krabbameinsfélög hefja rannsókn á mögulegum lækningarmætti munnholsúða sem inniheldur kannabínóíða gegn fjórða stigs tróðæxlum (e. glioblastoma).
Breska leikkonan Imelda Staunton fer með hlutverk sjálfrar Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu seríu af þáttunum The Crown. Streymisveitan Netflix birti í gær fyrstu mynd af leikkonunni í hlutverkinu.
Skoska knattspyrnufélagið Aberdeen hyggst reisa styttu af goðsögninni Sir Alex Ferguson fyrir utan heimavöll félagsins, Pittodrie. Ferguson er sigursælasti knattspyrnustjóri í sögu félagsins.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lenti í vandræðum með regnhlíf á afhjúpun minnisvarða í London í gær. Vindur krækti í regnhlífina eftir að hann átti í erfiðleikum með að opna hana svo nærstaddir hlógu að forsætisráðherranum.
Hingað til hefur verið sagt frá því að Hillsborough slysið hafi kostað 96 stuðningsmenn Liverpool lífið. Í gær bættist sá númer 97 við þegar hinn 55 ára gamli Andrew Devine lést meira en þremur áratugum eftir slysið.
Raunveruleikaþættirnir X Factor eru búnir að vera eftir 17 ára göngu. Sjónvarpsmaðurinn Simon Cowell, sem hefur verið dómari í þáttunum frá upphafi er sagður hafa ákveðið að seríurnar verði ekki fleiri.
Búist er við að stjórnvöld í Bretlandi muni tilkynna í dag að tíu daga sóttkvíarskylda verði afnumin fyrir bólusetta ferðamenn sem koma frá svæðum innan Evrópusambandsins og Bandaríkjanna sem eru á appelsínugulum lista.
Bretinn Tom Dean hlaut í dag gullverðlaun á Ólympíuleikunum eftir hafa komið fyrstur í bakkann í 200 metra skriðsundi í lauginni í Tókýó. Dean átti erfiða leið á leikana.
Mánudagurinn 26. júlí 2021 fer í hóp með bestu dögum Bretlands á Ólympíuleikunum því Bretar unnu þrenn gullverðlaun í dag.
Samskipti við ættingja og vini í gegnum fjarfundabúnað ollu því að margt eldra fólk fann fyrir auknum einmanaleika. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á andlegri heilsu fólks í heimfaraldrinum í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Miklar rigningar í suðurhluta Englands og í Wales hafa orðið þess valdandi að flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út á fimm svæðum, þar á meðal í höfuðborginni Lundúnum.
Réttarhöld yfir Ryan Giggs, fyrrum leikmanns Manchester United og þjálfara velska landsliðsins, hófust í Manchester-borg í dag. Giggs er ákærður fyrir heimilsofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni.
Slúðurmiðlar í Bretlandi greindu frá því að hinn 88 ára gamli, breski stórleikari Michael Caine hafi notið kvöldverðar í London í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að okkar fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, var honum við hlið.
Georg Alexander Lúðvík, frumburður Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju af Cambridge, fagnar átta ára afmæli sínu í dag.
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að 22 ára gamall breti hafi verið handtekinn á Spáni. Maðurinn er grunaður um að standa á bak við umfangsmikla tölvuárás á Twitter.
Harry Bretaprins tilkynnti í gær að hann væri að skrifa sjálfsævisögu. Konungsfjölskyldan er sögð vera stressuð yfir því sem Harry kann að opinbera í bókinni sem er væntanleg í árslok 2022.
Alls greindust 46.558 með Covid-19 á Bretlandseyjum undanfarinn sólarhring og 96 dóu. Það er mesti fjöldi látinna þar frá 24. mars þegar 98 dóu.
Enska fótboltaliðið Everton hefur staðfest að leikmaður þeirra sé til rannsóknar í lögreglumáli. Breskir miðlar greindu frá því í dag að leikmaðurinn hafi verið handtekinn grunaður um kynferðisbrot gegn barni.
Talið er líklegt að Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynjan af Cambridge muni ekki birta afmælismynd af syni sínum, Georg Bretaprins, eins og hefð er fyrir. Þau hafa fengið sig fullsödd af þeirri stríðni sem sonur þeirra hefur orðið fyrir á internetinu.
Love Island-stjarnan Lucinda Strafford er sögð eiga í ástarsambandi við fótboltamanninn, Aaron Connoly, sem bíður hennar heima á meðan hún tekur þátt í stefnumótaþættinum.
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann dramatískan sigur á Silverstone-brautinni í Bretlandi í Formúlu 1 sem fram fór í gær. Var Hamilton beittur kynþáttaníði á samfélagsmiðlum eftir sigurinn.
Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví.
Lögreglan í Lundúnum hefur birt myndir af tíu mönnum sem tóku þátt í ofbeldi og óeirðum á Wembley leikvanginum í Lundúnum á úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu um síðustu helgi.
Tveir öryggisverðir á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley, hafa verið handteknir eftir að þeir reyndu að selja passann sinn á úrslitaleik Evrópumótsins um síðustu helgi.
Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19.
Frá og með næsta mánudegi munu fullbólusettir ferðamenn sem eru á leiðinni til Englands og Wales frá Frakklandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta gildir ekki um ferðalanga frá öðrum ríkjum en stjórnvöld hræðast að Beta-afbrigði veirunnar sé ónæmt fyrir bóluefninu.