

Orsök strands sementsflutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði við Helguvík þann 3. nóvember 2018, eru mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess.
Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna.
Sementsflutningaskipið Fjordvik strandaði í hafnargarðinum í Helguvík í nóvember síðastliðinn.
Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik til bráðabirgða áður en það verður flutt frá landinu með skipaflutningaskipi.
Sementsflutningaskipið Fjordvik er væntanlegt til Hafnarfjarðar í hádeginu.
Sementsskipið Fjordvik er komið í viðlegu í Keflavíkurhöfn og verið er að binda það. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að allt hafi gengið vel enda voru þeir sem stóðu að flutningnum miklir fagmenn.
Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur.
Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum bíða tilbúnir til að hefja tog á skipinu Fjordvik, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur.
Reyna að dæla sjó úr Fjordvik í dag.
Sær hefur blandast hluta þess sements sem var um borð í skipinu Fjordvik sem strandaði við hafnargarð Helguvíkurhafnar á föstudag.
Flutningaskipið Fjordvik er enn strandað við hafnargarðinn í Helguvík. 104 tonn af olíu voru um borð í skipinu en dæling hefur farið fram síðan í fyrradag.
Guðmundur Ragnar Magnússon, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, rifbeinsbrotnaði við lendingu í flutningaskipinu Fjordvik sem sigldi upp í hafnargarðinn í Helguvík aðfaranótt laugardags.
Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld
Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt.
Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær.
Vonast er til þess að það takist að tæma olíu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik í dag.
Haldinn var fundur um stöðu mála í kvöld þar sem mættir voru fulltrúar Reykjanesbæjar, Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslunnar og hafnaryfirvalda Helguvíkurhafnar.
Áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik sem strandaði í Helguvík hefur óskað eftir að fá að nálgast persónulega muni sína um borð. Þá aðstoðuðu skipstjóri og stýrimaður skipsins björgunarteymi á staðnum í dag. Byrjað var að dæla olíu úr skipinu um miðjan dag.
Fundað verður um næstu skref klukkan átta í kvöld. Áhöfn skipsins reyndi að komast um borð í dag til að sækja persónulegar eigur en fékk ekki að fara inn. Miklar varúðarráðstafanir eru á svæðinu á meðan verið er að dæla olíunni.
Sérfræðingar frá hollenska fyrirtækinu Ardent könnuðu aðstæður um borð í skipinu Fjordvik í morgun.
Hafnsögumaðurinn Jón Pétursson segir atvik laugardagsins hafa verið sér mikið áfall.
Síðdegis er von á þremur sérfræðingum hingað til lands til viðbótar við þá tvo sem fyrir eru frá hollenska fyrirtækinu Ardent sem er björgunarfyrirtæki.
Olíu lekur frá skipinu.
Fjórtán manna áhöfn sementsflutningaskipsins Fjordvik og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar.
"Því miður hefur veður farið versnandi og þá er erfiðara að vinna í framhaldinu. Eftir því sem lengri tími líður eru meiri líkur á að farmur eða eldsneyti fari að leka úr því," segir Otti Rafn Sigmarsson, hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og björgunarstjóri í aðgerðunum í Helguvík.
Töluverður leki er kominn að birgðaskipinu Fjordvik sem rakk upp í utanverðan hafnargarðinn á innsiglingu að Helguvíkurhöfn í Reykjanesbæ í nótt.
Eriðar aðstæður eru á vettvangi.