Innlent

Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag

Gissur Sigurðsson skrifar
Skipið strandaði aðfaranótt laugardags.
Skipið strandaði aðfaranótt laugardags. Vísir/Einar Árnason
Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. Henni var hætt í gærkvöldi eftir að ákveðið var að fá öflugri dælur.

 

Reiknað er með að dæling geti hafist að nýju í birtingu, en tugir tonna af olíu eru enn í skipinu. Alls voru 104 tonn af gasolíu þar um borð þegar það strandaði.

Eins og komið er fram er kominn sjór í vélarrrúmið, vistarverur undir þiljum og eitthvað í lestina, þar sem sementið verður að klumpi ef það blotnar.

Vonast er til að kafarar geti kannað skemmdir á botni skipsins nánar í dag og metið hvort eitthvað er hægt að gera svo að óhætt sé að draga skipið af strandstað án þess að það sökkvi, en veðurspá er óhagstæð fyrir morgundaginn.


Tengdar fréttir

Olíudæling að hefjast í Helguvíkurhöfn

Fundað verður um næstu skref klukkan átta í kvöld. Áhöfn skipsins reyndi að komast um borð í dag til að sækja persónulegar eigur en fékk ekki að fara inn. Miklar varúðarráðstafanir eru á svæðinu á meðan verið er að dæla olíunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×