Pakistan

Fréttamynd

Imran Khan særður eftir skotárás

Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, særðist eftir að árásarmaður hóf skothríð á mótmælum í Wazirabad í dag. Aðrir stjórnmálamenn úr flokki Khans eru sagðir hafa særst í árásinni og einn þeirra er dáinn.

Erlent
Fréttamynd

Veggir einnar elstu borgar Pakistan féllu

Veggir hinnar fornu borgar Moenjodaro hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna úrhellisrigningar og flóða sem nú eru í gangi í Pakistan. Borgin er á Heimsminjaskrá UNESCO og var byggð fyrir fimm þúsund árum síðan.

Erlent
Fréttamynd

„Monsúnrigning á sterum“

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Pakistan standa frammi fyrir „monsúnrigningu á sterum“. Tugir milljóna hafa orðið fyrir barðinu á miklum flóðum þar og er einn þriðji landsins sagður undir vatni, þó rigningarnar hafi hætt fyrir þremur dögum.

Erlent
Fréttamynd

Segir vatn þekja þriðjung landsins

Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða

Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið.

Erlent
Fréttamynd

Neyðar­á­standi lýst yfir víða í Pakistan

Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010.

Erlent
Fréttamynd

Vilja grafa John Snorra hjá Juan Pablo og Ali á K2

Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar hefur óskað eftir því að lík hans verði fært og grafið með ferðafélögum hans, Juan Pablo Mohr og Muhammad Ali Sadpara. Sé ekki hægt að gera það verði líkið fært af gönguleiðinni upp fjallið K2.

Innlent
Fréttamynd

Myrtar fyrir að vilja skilja við eiginmenn sína

Tvær ungar konur, búsettar í Barcelona á Spáni, voru myrtar í heimalandi sínu Pakistan, þegar þær neituðu að taka eiginmenn sína með heim til Spánar. Þær voru þvingaðar til að giftast frændum sínum fyrir nokkrum árum. Málið hefur beint sjónum Spánverja að þvinguðum hjónaböndum.

Erlent
Fréttamynd

For­sætis­ráð­herra Pakistan steypt af stóli

Imran Khan, fyrrum krikketstjarna og forsætisráðherra Pakistan, hefur verið steypt af stóli eftir að vantrauststillaga, sem stjórnarandstaðan lagði fram í síðustu viku, var staðfest nú í Hæstarétti.

Erlent
Fréttamynd

Boða rann­sóknir vegna Pan­dóru­skjalanna

Yfir­völd í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa til­kynnt að þau muni koma til með hefja rann­sókn vegna upp­lýsinga í Pan­dóru­skjölunum svo­kölluðu sem birt voru í gær.

Erlent