Indónesía
Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið
Indónesía neitar að gefa út vegabréfsáritun fyrir ísraelsku fimleikamennina sem höfðu áformað að taka þátt í heimsmeistaramótinu í fimleikum sem fram fer í höfuðborg landsins, Jakarta, í þessum mánuði.
Finna mikla nálykt frá rústunum
Björgunarsveitarmenn eru byrjaðir að nota þungavélar í leit að nemendum í rústum skóla sem hrundi í Indónesíu fyrr í vikunni. Talið er hæpið að einhverjir muni finnast á lífi í skólanum en þrjú lík fundust þar í morgun.
Tæplega hundrað nemenda saknað
Björgunarsveitarmenn á Indónesíu eru í kapphlaupi við tímann við björgunarstörf í rústum skóla sem hrundi á dögunum. Þrír eru látnir og um hundrað slasaðir en að minnsta kosti 91 nemenda er enn saknað.
Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna
Björgunarmenn leita nú að tugum nemenda sem eru fastir í rústum skólabyggingar sem hrundi til grunna á eyjunni Austur Jövu í Indónesíu í gærkvöldi.
„Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“
„Mér finnst smá fyndið að ég og Brynjar kynntumst fyrst á Balí þegar við vorum bæði í reisu og núna fimm árum seinna búum við hérna saman,“ segir háskólaneminn Tinna Sól Þrastardóttir sem býr á Balí ásamt kærasta sínum Brynjari Haukssyni. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti.
Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr
Lögregluyfirvöld í Indónesíu hafa komið upp um alþjóðlegan glæpahring sem þau segja hafa selt að minnsta kosti 25 börn til Singapúr frá árinu 2023.
Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu
Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Lewotobi Laki Laki í Indónesíu. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð og kastaðist yfir nærliggjandi þorp. Ekki hefur verið greint frá dauðsföllum.
Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést
Íslenskur ferðamaður í Indónesíu var farþegi í bíl sem lenti í bílslysi sem varð til þess að fimm ára gamall drengur lést. Greint er frá þessu í indónesískum fjölmiðlum.
Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag
Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss.
Inga Lind hlaut blessun á Balí
Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og framleiðandi, er á heimleið eftir ævintýralegt frí á Balí með vinkonu sinni, Áslaugu Huldu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni bæjarráðs Garðabæjar. Vinkonurnar deildu myndum frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum sínum.
Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar
Minningarathafnir voru haldnar víða í Suður-Asíu í dag til að minnast þeirra sem fórust þegar skjálftaflóðbylgjur gengu á land þennan dag árið 2004. Þetta eru mannskæðustu náttúruhamfarir þessarar aldar en tæplega 230 þúsund fórust.
Vilja endurreist æru þeirra sem neituðu að berjast
Fjölskyldur 20 manna sem voru fangelsaðir fyrir að neita að berjast fyrir yfirráðum Hollands á Indónesíu eftir seinni heimstyrjöldina krefjast þess að mennirnir verði hreinsaðir af sök.
Frans páfi á faraldsfæti
Frans páfi mætti í morgun til Jakarta, höfuðborgar Indónesíu en hann mun næstu daga heimsækja fjölmörg ríki við á og við Kyrrahafið.
Spennandi ferðir til Taílands og Balí í haust
Heimsferðir bjóða spennandi ferðir á framandi slóðir í haust og vetur, einmitt þegar sólþyrsta Íslendinga vantar meira D vítamín í kroppinn. Annarsvegar er flogið til Taílands og hins vegar til Balí í Indónesíu. Íslensk fararstjórn er i öllum ferðunum.
Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu
Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta.
Lýsa hræðilegu ofbeldi fyrir sjóslys þar sem tugir létu lífið
Embættismenn og sjómenn frá Indónesíu björguðu í mars 75 manns frá fiskiskipi sem hafði hvolft undan ströndum ríkisins. Aðrir 67 farþegar og þar á meðal 28 börn, dóu þegar skipið hvolfdi en um borð voru Róhingjar á flótta frá Mjanmar.
Sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð
Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna.
Bríet umkringd stórstjörnum í Japan
Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar var umkringd heimsfrægum stórstjörnum á veitingastað á The Tokyo Edition Ginze hótelinu í Japan í gærkvöldi. Bríet birti myndir af þessu glæsilega kvöldi á samfélagsmiðlinum Instagram.
Sjö eiginmenn Evelyn Hugo með Bríeti á Balí
Tónlistarkonan Bríet Ísis Elfar sleikir þessa dagana sólina í fjarlægju landi eftir að hafa lokið störfum sem einn dómaranna fjögurra í nýlokinni seríu af Idol á Stöð 2.
Varð fyrir eldingu í miðjum fótboltaleik og lést
Skelfilegur atburður átti sér stað í fótboltaleik í Indónesíu á laugardagskvöldið.
Fundu níu lík til viðbótar á Marapi
Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu.
Tíu enn saknað eftir að Marapi gaus
Björgunarsveitir hafa fundið tvö lík til viðbótar í hlíðum eldfjallsins Marapi á Súmötru í Indónesíu sem fór að gjósa á sunnudaginn var.
Ellefu fjallgöngumenn fórust þegar eldfjall á Súmötru fór að gjósa
Ellefu hafa fundist látnir í hlíðum eldfjallsins Marapi á Indónesíu eftir að það fór að gjósa um helgina.
A WEIRD timing
Over the recent weeks, several leaders from the WEIRD (White/Western, Educated, Industrialized, Rich, and Developed/Democratic) world have expressed criticism for Israel's indiscriminate attacks in the occupied Palestinian territory (oPt).
Ætlar til Indónesíu að leita föður síns án nokkurra vísbendinga
Óðinn Eddy Viðarsson, 43 ára Akureyringur, ætlar sér að fara til Indónesíu til að leita að blóðföður sínum og vill fá með sér tökumann til að fara með sér á ferðalag til að kvikmynda ferðalag sitt og leitina að föðurnum.
Apar pyntaðir í ágóðaskyni öðrum til skemmtunar
BBC hefur birt umfjöllun um fjölmenna hópa á samfélagsmiðlum þar sem rætt er um, óskað eftir og deilt myndskeiðum þar sem apar eru pyntaðir, stundum til dauða. Um er að ræða pyntinga-hring, þar sem fólk getur greitt fyrir myndskeið þar sem apar eru pyntaðir á umbeðinn máta.
Vildu ekki hýsa Ísraelsmenn og missa HM
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ákveðið að heimsmeistaramót tuttugu ára landsliða fari ekki fram í Indónesíu í ár eins og var búið að ákveða.
Dæmdir í fangelsi vegna mannskæða troðningsins
Tveir embættismenn knattspyrnuliðs voru dæmdir í fangelsi vegna troðningsins sem myndaðist á leikvangi í Malang í Indónesíu í dag. Á annað hundrað manns lést í troðningnum eftir að lögreglumenn skutu táragasi á aðdáendur sem þustu út á völlinn.
Ólafur Arnalds og Sandrayati giftu sig á Balí
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati gengu í hjónaband á milli jóla og nýárs. Brúðkaupið fór fram 26. desember á Balí, en Sandrayati er alin upp á eyjunni fögru. Hjónin eiga einstaklega fallegt hús á Balí og eyða miklum tíma þar.
Ógiftir mega enn njóta ásta á Balí
Ríkisstjóri indónesísku eyjarinnar Balí fullyrðir að nýsamþykkt lög sem banna kynlíf utan hjónabands muni ekki hafa áhrif á erlenda ferðamenn þar. Eyjan á allt sitt undir ferðaþjónustu en áhyggjuraddir hafa heyrst um að lögin gætu fælt frá ferðamenn.