Indónesía

Fréttamynd

Finna mikla ná­lykt frá rústunum

Björgunarsveitarmenn eru byrjaðir að nota þungavélar í leit að nemendum í rústum skóla sem hrundi í Indónesíu fyrr í vikunni. Talið er hæpið að einhverjir muni finnast á lífi í skólanum en þrjú lík fundust þar í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Tæp­lega hundrað nem­enda saknað

Björgunarsveitarmenn á Indónesíu eru í kapphlaupi við tímann við björgunarstörf í rústum skóla sem hrundi á dögunum. Þrír eru látnir og um hundrað slasaðir en að minnsta kosti 91 nemenda er enn saknað.

Erlent
Fréttamynd

„Balí hefur ein­fald­lega stolið hjarta mínu“

„Mér finnst smá fyndið að ég og Brynjar kynntumst fyrst á Balí þegar við vorum bæði í reisu og núna fimm árum seinna búum við hérna saman,“ segir háskólaneminn Tinna Sól Þrastardóttir sem býr á Balí ásamt kærasta sínum Brynjari Haukssyni. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti.

Lífið
Fréttamynd

Eld­gos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu

Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Lewotobi Laki Laki í Indónesíu. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð og kastaðist yfir nærliggjandi þorp. Ekki hefur verið greint frá dauðsföllum. 

Erlent
Fréttamynd

Býður í sósupartý í Smekk­leysu á sunnu­dag

Denis Finders flutti á síðasta ári með fjölskyldu sinni frá Sviss til Íslands. Denis hefur síðustu ár starfað sem plötusnúður og búið til sterkar sósur í frítíma sínum. Hann lætur nú drauminn rætast um að koma sósunni sinni í sölu á Íslandi eins og í Sviss.

Lífið
Fréttamynd

Inga Lind hlaut blessun á Balí

Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og framleiðandi, er á heimleið eftir ævintýralegt frí á Balí með vinkonu sinni, Áslaugu Huldu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni bæjarráðs Garðabæjar. Vinkonurnar deildu myndum frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Frans páfi á far­alds­fæti

Frans páfi mætti í morgun til Jakarta, höfuðborgar Indónesíu en hann mun næstu daga heimsækja fjölmörg ríki við á og við Kyrrahafið.

Erlent
Fréttamynd

Spennandi ferðir til Taí­lands og Balí í haust

Heimsferðir bjóða spennandi ferðir á framandi slóðir í haust og vetur, einmitt þegar sólþyrsta Íslendinga vantar meira D vítamín í kroppinn. Annarsvegar er flogið til Taílands og hins vegar til Balí í Indónesíu. Íslensk fararstjórn er i öllum ferðunum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu

Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sendi ösku í allt að þriggja kíló­metra hæð

Hundruð manna hafa þurft að flýja heimili sín og loka þurfti flugvelli á svæðinu þegar Ruang-eldfjallið í Indónesíu gaus í gær. Eldfjallið sendi ösku í allt að þriggja kílómetra hæð en einnig þurfti að rýma nærliggjandi sjúkrahús, auk heimila, þegar grjót og aska úr eldfjallinu byrjaði að lenda á þökum húsanna.

Erlent
Fréttamynd

Bríet um­kringd stór­stjörnum í Japan

Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar var umkringd heimsfrægum stórstjörnum á veitingastað á The Tokyo Edition Ginze hótelinu í Japan í gærkvöldi. Bríet birti myndir af þessu glæsilega kvöldi á samfélagsmiðlinum Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Fundu níu lík til við­bótar á Marapi

Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 

Erlent
Fréttamynd

A WEIRD timing

Over the recent weeks, several leaders from the WEIRD (White/Western, Educated, Industrialized, Rich, and Developed/Democratic) world have expressed criticism for Israel's indiscriminate attacks in the occupied Palestinian territory (oPt).

Skoðun
Fréttamynd

Apar pyntaðir í á­góða­skyni öðrum til skemmtunar

BBC hefur birt umfjöllun um fjölmenna hópa á samfélagsmiðlum þar sem rætt er um, óskað eftir og deilt myndskeiðum þar sem apar eru pyntaðir, stundum til dauða. Um er að ræða pyntinga-hring, þar sem fólk getur greitt fyrir myndskeið þar sem apar eru pyntaðir á umbeðinn máta.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdir í fangelsi vegna mann­skæða troðningsins

Tveir embættismenn knattspyrnuliðs voru dæmdir í fangelsi vegna troðningsins sem myndaðist á leikvangi í Malang í Indónesíu í dag. Á annað hundrað manns lést í troðningnum eftir að lögreglumenn skutu táragasi á aðdáendur sem þustu út á völlinn.

Erlent
Fréttamynd

Ólafur Arnalds og Sandra­yati giftu sig á Balí

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati gengu í hjónaband á milli jóla og nýárs. Brúðkaupið fór fram 26. desember á Balí, en Sandrayati er alin upp á eyjunni fögru. Hjónin eiga einstaklega fallegt hús á Balí og eyða miklum tíma þar.  

Lífið
Fréttamynd

Ó­giftir mega enn njóta ásta á Balí

Ríkisstjóri indónesísku eyjarinnar Balí fullyrðir að nýsamþykkt lög sem banna kynlíf utan hjónabands muni ekki hafa áhrif á erlenda ferðamenn þar. Eyjan á allt sitt undir ferðaþjónustu en áhyggjuraddir hafa heyrst um að lögin gætu fælt frá ferðamenn.

Erlent
Fréttamynd

Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu

Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi.

Erlent