Garðabær Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. Innlent 30.8.2024 10:11 Einn slasaður í alvarlegu vinnuslysi í Urriðaholti Einn var fluttur á slysadeild síðdegis í dag vegna alvarlegs vinnuslyss í Urriðaholti í Garðabæ. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning um slysið hafi borist lögreglu um klukkan fjögur. Viðbragðsaðilar hafi farið beint á vettvang. Innlent 29.8.2024 16:03 Hinn látni líklega karlmaður á sextugsaldri Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi í gær sé karlmaður á sextugsaldri sem hafði verið saknað síðan í lok júlí. Innlent 28.8.2024 11:20 Hafa grun um það hver maðurinn er Lögreglu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi sé maður sem hefur verið saknað í um það bil mánuð. Málið er ekki rannsakað sem sakamál. Innlent 27.8.2024 19:27 Fundu lík í fjöru á Álftanesi Maður fannst látinn við fjöru á Álftanesi rétt fyrir hádegi í dag. Lögreglan rannsakar nú hvernig andlátið bar að garði. Innlent 27.8.2024 17:15 Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. Innlent 25.8.2024 08:23 Tæplega 40 lekar komið upp Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Innlent 22.8.2024 11:39 Hvetja fólk til að láta vita af lekum Veitur biðla til fólks sem vör hafa orðið fyrir leka í kjölfar heitavatnsleysisins á höfuðborgarsvæðinu að hringja í neyðarsíma þeirra og láta vita af þeim. Innlent 21.8.2024 23:44 Hafa þurft að skrúfa fyrir vatnið víða vegna leka Veitur hafa þurft að skrúfa fyrir heitt vatn á litlum og afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu vegna leka eftir að heitu vatni var hleypt aftur á kerfið í morgun í kjölfar þess að vinnu lauk við Suðuræðina. Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir lekana á dreifðu svæði og að unnið sé að því að laga þá. Innlent 21.8.2024 22:31 Stefna á skóflustungu að nýrri bálstofu í haust Forsvarskona og stofnandi Trés lífsins segir að stefnt sé að fyrstu skóflustungu að nýrri bálstofu í haust. Hún vonar að hægt verði að taka bálstofuna í notkun innan tveggja ára. Innlent 21.8.2024 14:03 Áætlað að vinnu ljúki við Suðuræð á miðnætti Unnið er við tengingar Suðuræða og áætlað er að allri vinnu við þær ljúki í kringum miðnætti. Þá verður heitu vatni hleypt rólega inn á flutningslögnina og hún fyllt áður en opnað er inn á hverfin. Innlent 20.8.2024 21:35 Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. Innlent 20.8.2024 08:25 Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. Innlent 20.8.2024 07:40 Þurfa að leita annað í sund Þónokkrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað í vikunni vegna framkvæmda Veitna. Heitavatnslaust verður víða á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Innlent 19.8.2024 16:02 Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. Innlent 19.8.2024 11:29 Tugir barna á bið eftir leikskólaplássi á höfuðborgarsvæðinu Börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í nærri öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Um 36 bíða í Garðabæ, 23 í Hafnarfirði og 141 barn í Kópavogi. Ekkert barn bíður í Mosfellsbæ en fimm á Seltjarnarnesi. Í Reykjavík er enn verið að vinna að innritun og fjöldi á bið enn óljós. Innlent 18.8.2024 22:54 Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. Innlent 18.8.2024 12:09 Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. Innlent 17.8.2024 23:40 Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. Innlent 16.8.2024 10:25 Sérsveitin kölluð til í Urriðaholti Lögreglan á höfuðborgarsvæði óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í morgun. Var það vegna tilkynningar um að maður hefði hoppað fram af svölum, að því er virtist með hníf. Innlent 16.8.2024 09:31 Ósammála um hvort árekstur hefði orðið Tíu slösuðust í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Ökumanni og notanda rafhlaupahjóls greinir á um hvort árekstur hafi orðið í Nóatúni. Innlent 14.8.2024 15:42 Vistaður í fangaklefa þangað til lögregla kemst að því hver hann er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að takast á við nokkur verkefni í nótt sem vörðuðu ólæti og slagsmál. Nokkur þeirra voru í miðborginni, eitt slíkt mál var í Breiðholti, og þá var lögreglan kölluð út í Hafnarfirði vegna óláta og slagsmála í ölhúsi. Innlent 11.8.2024 07:32 Gjaldþrotið nam 780 milljónum króna Gjaldþrot Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ nam 780 milljónum króna. Kröfuhafar fengu fæstir nokkuð úr þrotabúinu. Félagið var í eigu Stefáns Magnússonar veitingamanns sem kom að rekstri veitingastaðanna Reykjavík Meat og Mathúss Garðabæjar. Hinu fyrrnefnda hefur verið lokað og hið síðara í eigu annarra aðila. Viðskipti innlent 7.8.2024 11:18 Ók á mann og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi þar sem slys höfðu orðið á fólki í umferðinni. Þar á meðal var tilkynning um að ekið hefði verið á mann á hlaupahjóli og ekið á brott. Innlent 1.8.2024 06:30 Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu í Sjálandi Bílvelta varð við Löngulínu í Sjálandshverfi í Garðabæ í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en áverkar viðkomandi eru ekki taldir alvarlegir. Innlent 31.7.2024 23:44 Anna Lilja nældi sér í fjárfesti Anna Lilja Johansen athafnakona og Gestur Breiðfjörð Gestsson fjárfestir eru nýtt par. Lífið 25.7.2024 11:03 Fjárfestir og jógakennari selja 500 fermetra glæsihús í Garðabæ Anna María Sigurðardóttir jógakennari og Gestur Breiðfjörð fjárfestir hafa sett einbýlishús sitt við Votakur í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 2014 og þykir með þeim glæsilegri. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Lífið 23.7.2024 15:41 Landsliðskokkur kaupir hverfisstaðinn: „Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt“ Landsliðskokkurinn Bjarki Snær Þorsteinsson hefur, ásamt eiginkonu sinni og bróður, fest kaup á hverfisstaðnum Dæinn sem staðsettur er í Urriðaholti. Hann segir mikilvægt að halda hverfisstöðum sem þessum gangandi. Viðskipti innlent 21.7.2024 17:37 Tíu myndarleg einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af einbýlishúsum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af tíu einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga það sameiginlegt að vera afar glæsileg og kosta skildinginn. Lífið 16.7.2024 21:02 Ofurhetjan Sólon keypti glæsihús Maríu Gomez Einar Björn Þórarinsson, Ofurhetjan Sólon, og sambýliskona hans Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona hafa fest kaup á glæsilegu raðhúsi Maríu Gomez lífstílsbloggara og Ragnars Más Reynissonar við Ásbúð 88 í Garðabæ. Einar og Íris greiddu 158,7 milljónir fyrir húsið. Lífið 11.7.2024 14:15 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 31 ›
Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. Innlent 30.8.2024 10:11
Einn slasaður í alvarlegu vinnuslysi í Urriðaholti Einn var fluttur á slysadeild síðdegis í dag vegna alvarlegs vinnuslyss í Urriðaholti í Garðabæ. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning um slysið hafi borist lögreglu um klukkan fjögur. Viðbragðsaðilar hafi farið beint á vettvang. Innlent 29.8.2024 16:03
Hinn látni líklega karlmaður á sextugsaldri Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi í gær sé karlmaður á sextugsaldri sem hafði verið saknað síðan í lok júlí. Innlent 28.8.2024 11:20
Hafa grun um það hver maðurinn er Lögreglu grunar að maðurinn sem fannst látinn í fjöru á Álftanesi sé maður sem hefur verið saknað í um það bil mánuð. Málið er ekki rannsakað sem sakamál. Innlent 27.8.2024 19:27
Fundu lík í fjöru á Álftanesi Maður fannst látinn við fjöru á Álftanesi rétt fyrir hádegi í dag. Lögreglan rannsakar nú hvernig andlátið bar að garði. Innlent 27.8.2024 17:15
Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. Innlent 25.8.2024 08:23
Tæplega 40 lekar komið upp Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Innlent 22.8.2024 11:39
Hvetja fólk til að láta vita af lekum Veitur biðla til fólks sem vör hafa orðið fyrir leka í kjölfar heitavatnsleysisins á höfuðborgarsvæðinu að hringja í neyðarsíma þeirra og láta vita af þeim. Innlent 21.8.2024 23:44
Hafa þurft að skrúfa fyrir vatnið víða vegna leka Veitur hafa þurft að skrúfa fyrir heitt vatn á litlum og afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu vegna leka eftir að heitu vatni var hleypt aftur á kerfið í morgun í kjölfar þess að vinnu lauk við Suðuræðina. Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir lekana á dreifðu svæði og að unnið sé að því að laga þá. Innlent 21.8.2024 22:31
Stefna á skóflustungu að nýrri bálstofu í haust Forsvarskona og stofnandi Trés lífsins segir að stefnt sé að fyrstu skóflustungu að nýrri bálstofu í haust. Hún vonar að hægt verði að taka bálstofuna í notkun innan tveggja ára. Innlent 21.8.2024 14:03
Áætlað að vinnu ljúki við Suðuræð á miðnætti Unnið er við tengingar Suðuræða og áætlað er að allri vinnu við þær ljúki í kringum miðnætti. Þá verður heitu vatni hleypt rólega inn á flutningslögnina og hún fyllt áður en opnað er inn á hverfin. Innlent 20.8.2024 21:35
Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. Innlent 20.8.2024 08:25
Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. Innlent 20.8.2024 07:40
Þurfa að leita annað í sund Þónokkrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað í vikunni vegna framkvæmda Veitna. Heitavatnslaust verður víða á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Innlent 19.8.2024 16:02
Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. Innlent 19.8.2024 11:29
Tugir barna á bið eftir leikskólaplássi á höfuðborgarsvæðinu Börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi í nærri öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Um 36 bíða í Garðabæ, 23 í Hafnarfirði og 141 barn í Kópavogi. Ekkert barn bíður í Mosfellsbæ en fimm á Seltjarnarnesi. Í Reykjavík er enn verið að vinna að innritun og fjöldi á bið enn óljós. Innlent 18.8.2024 22:54
Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. Innlent 18.8.2024 12:09
Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. Innlent 17.8.2024 23:40
Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. Innlent 16.8.2024 10:25
Sérsveitin kölluð til í Urriðaholti Lögreglan á höfuðborgarsvæði óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í morgun. Var það vegna tilkynningar um að maður hefði hoppað fram af svölum, að því er virtist með hníf. Innlent 16.8.2024 09:31
Ósammála um hvort árekstur hefði orðið Tíu slösuðust í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Ökumanni og notanda rafhlaupahjóls greinir á um hvort árekstur hafi orðið í Nóatúni. Innlent 14.8.2024 15:42
Vistaður í fangaklefa þangað til lögregla kemst að því hver hann er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að takast á við nokkur verkefni í nótt sem vörðuðu ólæti og slagsmál. Nokkur þeirra voru í miðborginni, eitt slíkt mál var í Breiðholti, og þá var lögreglan kölluð út í Hafnarfirði vegna óláta og slagsmála í ölhúsi. Innlent 11.8.2024 07:32
Gjaldþrotið nam 780 milljónum króna Gjaldþrot Gourmet ehf. sem hélt úti veitingastaðnum Sjáland við sjávarsíðuna í Garðabæ nam 780 milljónum króna. Kröfuhafar fengu fæstir nokkuð úr þrotabúinu. Félagið var í eigu Stefáns Magnússonar veitingamanns sem kom að rekstri veitingastaðanna Reykjavík Meat og Mathúss Garðabæjar. Hinu fyrrnefnda hefur verið lokað og hið síðara í eigu annarra aðila. Viðskipti innlent 7.8.2024 11:18
Ók á mann og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi þar sem slys höfðu orðið á fólki í umferðinni. Þar á meðal var tilkynning um að ekið hefði verið á mann á hlaupahjóli og ekið á brott. Innlent 1.8.2024 06:30
Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu í Sjálandi Bílvelta varð við Löngulínu í Sjálandshverfi í Garðabæ í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til skoðunar en áverkar viðkomandi eru ekki taldir alvarlegir. Innlent 31.7.2024 23:44
Anna Lilja nældi sér í fjárfesti Anna Lilja Johansen athafnakona og Gestur Breiðfjörð Gestsson fjárfestir eru nýtt par. Lífið 25.7.2024 11:03
Fjárfestir og jógakennari selja 500 fermetra glæsihús í Garðabæ Anna María Sigurðardóttir jógakennari og Gestur Breiðfjörð fjárfestir hafa sett einbýlishús sitt við Votakur í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 2014 og þykir með þeim glæsilegri. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Lífið 23.7.2024 15:41
Landsliðskokkur kaupir hverfisstaðinn: „Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt“ Landsliðskokkurinn Bjarki Snær Þorsteinsson hefur, ásamt eiginkonu sinni og bróður, fest kaup á hverfisstaðnum Dæinn sem staðsettur er í Urriðaholti. Hann segir mikilvægt að halda hverfisstöðum sem þessum gangandi. Viðskipti innlent 21.7.2024 17:37
Tíu myndarleg einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu Á fasteignavef Vísis er að finna fjölbreytt framboð af einbýlishúsum af öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók saman lista sem samanstendur af tíu einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu sem eiga það sameiginlegt að vera afar glæsileg og kosta skildinginn. Lífið 16.7.2024 21:02
Ofurhetjan Sólon keypti glæsihús Maríu Gomez Einar Björn Þórarinsson, Ofurhetjan Sólon, og sambýliskona hans Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona hafa fest kaup á glæsilegu raðhúsi Maríu Gomez lífstílsbloggara og Ragnars Más Reynissonar við Ásbúð 88 í Garðabæ. Einar og Íris greiddu 158,7 milljónir fyrir húsið. Lífið 11.7.2024 14:15