Hafnarfjörður Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. Handbolti 22.12.2022 07:44 Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. Innlent 21.12.2022 14:02 Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Handbolti 21.12.2022 13:17 Skjálfti 3,4 að stærð við Krýsuvík Skjálfti 3,4 að stærð varð við Krýsuvík klukkan 10:13 í morgun. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 21.12.2022 10:38 Kom Lindu og Gunnari ekki á óvart að húsið hafi verið valið jólahús ársins Jólahús ársins 2022 að mati lesenda Vísis er hús þeirra Gunnars Óskarssonar og Lindu Sveinsdóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Þau elska jólin, keppast um að koma með jólalega hluti heim allan ársins hring til að sýna hvoru öðru og hafa aldrei neitað hinu um nokkurn jólalegan hlut. Lífið 21.12.2022 10:30 Beið í átján klukkustundir í Straumsvík Breski ferðamaðurinn Carl Gallagher hafði beðið í bíl í Straumsvík í átján klukkustundir þegar hann ákvað að gefast upp eftir að flugi hans var frestað til morguns. Innlent 20.12.2022 15:24 Reykjanesbrautin enn lokuð og fjarlægja þarf marga bíla Reykjanesbraut er enn lokuð vegna mjög slæmra akstursskilyrða. Mikið er af bílum sem þarf að fjarlægja. Innlent 20.12.2022 06:46 Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. Innlent 19.12.2022 16:38 Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu lokað vegna bilunar Bilun er komin upp í Hellisheiðarvirkjun svo engin framleiðsla er á heitu vatni sem stendur. Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað vegna þessa. Innlent 19.12.2022 10:29 Fylgdarakstur gengið brösulega og búast við að lokanir standi lengi Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. Innlent 19.12.2022 09:46 Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. Innlent 19.12.2022 06:43 Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær. Innlent 19.12.2022 06:08 Betur fór en á horfðist í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nægu að snúast síðastliðinn sólarhring. Þar bar hæst útkall í Hafnarfirði þar sem eldur hafði kviknað í þaki fjölbýlishúss. Betur fór en á horfðist, að sögn slökkviliðsins. Innlent 18.12.2022 07:36 Eldur logaði í þaki fjölbýlishúss í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu vann að því fyrr í kvöld að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í þaki fjölbýlishúss við Breiðvang í Hafnarfirði. Innlent 17.12.2022 20:05 13 ára strákur flaug Boeing 737 – MAX flugvél hjá Icelandair Það hljóp heldur betur á snærið í gær hjá þrettán ára strák, en þá var honum boðið að fljúga Boeing 737 - MAX flugvél frá Icelandair í fullkomnasta flughermi heims. Flugstjóri hjá Icelandair er viss um að strákurinn eigi eftir að vera fantagóður flugmaður í framtíðinni. Innlent 17.12.2022 20:04 Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Tónlistarkonan Klara Elías heldur jólatónleika í sundlaug um helgina í sínum heimabæ Hafnarfirði. Jól 15.12.2022 13:31 Rafmagnslaust í Garðabæ og Hafnarfirði Rafmagni sló út í hluta Garðabæjar og Hafnarfjarðar á sjötta tímanum nú síðdegis. Það virðist hafa komist á í Garðabæ nú rétt fyrir klukkan 18. Innlent 14.12.2022 17:57 Afhendingaröryggi heits vatns Í yfirstandandi kuldakasti flagga Veitur viðvörun um hugsanlegan skort á heitu vatni og væntanlegri lokun sundlauga. Á undanförnum árum hafa Veitur og fleiri aðilar bent á að hitaveitur víða um land séu komnar að þolmörkum og að á höfuðborgarsvæðinu er spáð að hitaveitueftirspurn gæti tvöfaldast á næstu 40 árum. Skoðun 14.12.2022 14:00 Skoða að loka fimm sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu Fimbulkulda er spáð á öllu landinu út vikuna og getur hann haft áhrif á sundlaugar landsins. Forsvarsmenn Veitna íhuga nú hvort loka þurfi Vesturbæjarlaug, Sundhöll Reykjavíkur, Dalslaug, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug vegna áskorana í flutningskerfum. Innlent 13.12.2022 16:57 Eldur í álverinu í Straumsvík Eldur kviknaði í vinnuvél inni í skála í álverinu í Straumsvík klukkan 18:30. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang. Innlent 10.12.2022 18:46 Framsækni eða fælni 20 tillögur sem til bóta horfa fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði voru fluttar af jafnaðarmönnum á fundi bæjarstjórnar 7.desember síðastliðinn. Þær voru allar felldar! Skoðun 9.12.2022 14:30 Eldur í íbúð við Berjavelli í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í íbúð við Berjavelli í Vallahverfi í Hafnarfirði upp úr klukkan 12 í dag. Innlent 9.12.2022 12:25 Algjör tilviljun að byssukúlurnar höfnuðu ekki í sex ára snáða og föður Tilviljun ein réð því að byssukúlur hæfðu ekki feðga í bíl við Miðvang í Hafnarfirði í júní. Byssumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, var fundinn sekur um tilraun til manndráps en metinn ósakhæfur enda fullur af ranghugmyndum á gjörningarstundu. Hann þarf að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Innlent 8.12.2022 16:47 Byssumaðurinn í Hafnarfirði metinn ósakhæfur Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað. Innlent 1.12.2022 14:13 Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. Viðskipti innlent 1.12.2022 10:59 Hefja mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi Fyrsta skóflustunga að mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi var tekin í dag en reiturinn er þar sem Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélag Hafnarfjarðar voru áður. Til stendur að reisa níu þúsund fermetra blandað íbúða- og verslunarhúsnæði á svæðinu auk hótels og bókasafns. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í um 21 ár og er markmiðið að tengja saman Fjarðargötu og Strandgötu. Innlent 29.11.2022 20:10 Geir heiðraður með pompi og prakt | Myndir og myndbönd FH-inga heiðruðu einn sinn dáðasta son, Geir Hallsteinsson, fyrir áratuga langt starf fyrir félagið fyrir leik gegn Mosfellingum í Olís-deild karla í handbolta í gær. Handbolti 29.11.2022 11:01 FH-ingar heiðra Geir Hallsteinsson í kvöld Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður meðal þeirra sem heiðra munu Geir Hallsteinsson fyrir leik FH og Aftureldingar í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 28.11.2022 11:46 Hættir hjá Samtökunum 78 eftir ásakanir um misnotkun Rúmlega þrítug kona, fyrrverandi starfsmaður í grunnskóla og fyrrverandi formaður félagaráðs Samtakanna 78, hefur verið sökuð um kynferðislega misnotkun og áreiti gegn börnum. Hún hætti störfum fyrir samtökin í vikunni en félagið var nýlega upplýst um ásakanirnar. Innlent 24.11.2022 19:06 Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. Innlent 23.11.2022 06:32 « ‹ 20 21 22 23 24 25 26 27 28 … 61 ›
Aron á heimleið Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, yfirgefur herbúðir danska félagsins Álaborgar í sumar. Samkvæmt öruggum heimildum íþróttadeildar er hann á leið til FH. Handbolti 22.12.2022 07:44
Dúx Flensborgarskólans með 9,87 í einkunn Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði. Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. Innlent 21.12.2022 14:02
Bið FH-inga eftir stórum styrktaraðila í handboltanum á enda Lyfjafyrirtækið Coripharma er nýr aðalsamstarfsaðili handknattleiksdeildar FH. Samstarf Coripharma og FH verður afar víðtækt og mun bæði snerta á uppbyggingu yngriflokka starfsins og einnig efla enn frekar hið öfluga afreksstarf deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Handbolti 21.12.2022 13:17
Skjálfti 3,4 að stærð við Krýsuvík Skjálfti 3,4 að stærð varð við Krýsuvík klukkan 10:13 í morgun. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 21.12.2022 10:38
Kom Lindu og Gunnari ekki á óvart að húsið hafi verið valið jólahús ársins Jólahús ársins 2022 að mati lesenda Vísis er hús þeirra Gunnars Óskarssonar og Lindu Sveinsdóttur á Völlunum í Hafnarfirði. Þau elska jólin, keppast um að koma með jólalega hluti heim allan ársins hring til að sýna hvoru öðru og hafa aldrei neitað hinu um nokkurn jólalegan hlut. Lífið 21.12.2022 10:30
Beið í átján klukkustundir í Straumsvík Breski ferðamaðurinn Carl Gallagher hafði beðið í bíl í Straumsvík í átján klukkustundir þegar hann ákvað að gefast upp eftir að flugi hans var frestað til morguns. Innlent 20.12.2022 15:24
Reykjanesbrautin enn lokuð og fjarlægja þarf marga bíla Reykjanesbraut er enn lokuð vegna mjög slæmra akstursskilyrða. Mikið er af bílum sem þarf að fjarlægja. Innlent 20.12.2022 06:46
Sundlaugar áfram lokaðar á morgun Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun verður ekki hægt að opna sundlaugar Reykjavíkurborgar og Ylströnd í fyrramálið eins og vonir stóðu til. Innlent 19.12.2022 16:38
Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu lokað vegna bilunar Bilun er komin upp í Hellisheiðarvirkjun svo engin framleiðsla er á heitu vatni sem stendur. Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað vegna þessa. Innlent 19.12.2022 10:29
Fylgdarakstur gengið brösulega og búast við að lokanir standi lengi Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. Innlent 19.12.2022 09:46
Hellisheiði og Reykjanesbraut báðar lokaðar Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi. Innlent 19.12.2022 06:43
Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær. Innlent 19.12.2022 06:08
Betur fór en á horfðist í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nægu að snúast síðastliðinn sólarhring. Þar bar hæst útkall í Hafnarfirði þar sem eldur hafði kviknað í þaki fjölbýlishúss. Betur fór en á horfðist, að sögn slökkviliðsins. Innlent 18.12.2022 07:36
Eldur logaði í þaki fjölbýlishúss í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu vann að því fyrr í kvöld að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í þaki fjölbýlishúss við Breiðvang í Hafnarfirði. Innlent 17.12.2022 20:05
13 ára strákur flaug Boeing 737 – MAX flugvél hjá Icelandair Það hljóp heldur betur á snærið í gær hjá þrettán ára strák, en þá var honum boðið að fljúga Boeing 737 - MAX flugvél frá Icelandair í fullkomnasta flughermi heims. Flugstjóri hjá Icelandair er viss um að strákurinn eigi eftir að vera fantagóður flugmaður í framtíðinni. Innlent 17.12.2022 20:04
Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Tónlistarkonan Klara Elías heldur jólatónleika í sundlaug um helgina í sínum heimabæ Hafnarfirði. Jól 15.12.2022 13:31
Rafmagnslaust í Garðabæ og Hafnarfirði Rafmagni sló út í hluta Garðabæjar og Hafnarfjarðar á sjötta tímanum nú síðdegis. Það virðist hafa komist á í Garðabæ nú rétt fyrir klukkan 18. Innlent 14.12.2022 17:57
Afhendingaröryggi heits vatns Í yfirstandandi kuldakasti flagga Veitur viðvörun um hugsanlegan skort á heitu vatni og væntanlegri lokun sundlauga. Á undanförnum árum hafa Veitur og fleiri aðilar bent á að hitaveitur víða um land séu komnar að þolmörkum og að á höfuðborgarsvæðinu er spáð að hitaveitueftirspurn gæti tvöfaldast á næstu 40 árum. Skoðun 14.12.2022 14:00
Skoða að loka fimm sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu Fimbulkulda er spáð á öllu landinu út vikuna og getur hann haft áhrif á sundlaugar landsins. Forsvarsmenn Veitna íhuga nú hvort loka þurfi Vesturbæjarlaug, Sundhöll Reykjavíkur, Dalslaug, Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug vegna áskorana í flutningskerfum. Innlent 13.12.2022 16:57
Eldur í álverinu í Straumsvík Eldur kviknaði í vinnuvél inni í skála í álverinu í Straumsvík klukkan 18:30. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang. Innlent 10.12.2022 18:46
Framsækni eða fælni 20 tillögur sem til bóta horfa fyrir bæjarbúa í Hafnarfirði voru fluttar af jafnaðarmönnum á fundi bæjarstjórnar 7.desember síðastliðinn. Þær voru allar felldar! Skoðun 9.12.2022 14:30
Eldur í íbúð við Berjavelli í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í íbúð við Berjavelli í Vallahverfi í Hafnarfirði upp úr klukkan 12 í dag. Innlent 9.12.2022 12:25
Algjör tilviljun að byssukúlurnar höfnuðu ekki í sex ára snáða og föður Tilviljun ein réð því að byssukúlur hæfðu ekki feðga í bíl við Miðvang í Hafnarfirði í júní. Byssumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, var fundinn sekur um tilraun til manndráps en metinn ósakhæfur enda fullur af ranghugmyndum á gjörningarstundu. Hann þarf að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Innlent 8.12.2022 16:47
Byssumaðurinn í Hafnarfirði metinn ósakhæfur Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað. Innlent 1.12.2022 14:13
Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. Viðskipti innlent 1.12.2022 10:59
Hefja mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi Fyrsta skóflustunga að mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi var tekin í dag en reiturinn er þar sem Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélag Hafnarfjarðar voru áður. Til stendur að reisa níu þúsund fermetra blandað íbúða- og verslunarhúsnæði á svæðinu auk hótels og bókasafns. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í um 21 ár og er markmiðið að tengja saman Fjarðargötu og Strandgötu. Innlent 29.11.2022 20:10
Geir heiðraður með pompi og prakt | Myndir og myndbönd FH-inga heiðruðu einn sinn dáðasta son, Geir Hallsteinsson, fyrir áratuga langt starf fyrir félagið fyrir leik gegn Mosfellingum í Olís-deild karla í handbolta í gær. Handbolti 29.11.2022 11:01
FH-ingar heiðra Geir Hallsteinsson í kvöld Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður meðal þeirra sem heiðra munu Geir Hallsteinsson fyrir leik FH og Aftureldingar í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 28.11.2022 11:46
Hættir hjá Samtökunum 78 eftir ásakanir um misnotkun Rúmlega þrítug kona, fyrrverandi starfsmaður í grunnskóla og fyrrverandi formaður félagaráðs Samtakanna 78, hefur verið sökuð um kynferðislega misnotkun og áreiti gegn börnum. Hún hætti störfum fyrir samtökin í vikunni en félagið var nýlega upplýst um ásakanirnar. Innlent 24.11.2022 19:06
Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. Innlent 23.11.2022 06:32