Reykjavík Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Ósætti er með áform borgarinnar um að færa grenndargáma Ártúnsholts. Íbúar hafa gríðarlegar áhyggjur af nýju staðsetningunni, sem er við fjölfarna gönguleið barna hverfisins. Innlent 12.9.2025 23:01 Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Innlent 12.9.2025 16:29 Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið. Innlent 12.9.2025 15:19 Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Innlent 12.9.2025 10:09 Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Mikið vatn hefur lekið frá lögn í Laugardalnum í Reykjavík, við Engjaveg, og hefur pollur sem myndast hefur á veginum valdið vandræðum hjá ökumönnum. Starfsmenn Veitna eru á vettvangi að vinna að viðgerð. Innlent 11.9.2025 19:22 „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Rannsóknarstofan Sameind sækist eftir með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla verði fellt úr gildi. Talsmaður Konukots segir kæruna skrímslavæðingu á jaðarsettum hópum en í henni lýsa forsvarsmenn Sameinda meðal annars áhyggjum af því að skjólstæðingar Konukots gætu smitað skjólstæðinga Sameinda af berklum. Innlent 11.9.2025 16:55 Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Veitingamaðurinn margreyndi Stefán Melsted hefur fengið lyklana að jarðhæð Eimskipafélagshússins í Pósthússtræti afhenta og stefnir á að opna þar bæði veitingastað og kaffihús fyrir jól. Viðskipti innlent 11.9.2025 16:26 Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Ölstofa Kormáks og Skjaldar hefur komið fyrir sjónvarpi þar sem áður var krítartafla með bjórverði. Eigendur létu verða af því eftir að hafa rætt málið í 22 ár. Einhvern veginn verði að halda kúnnum í húsi þegar áfengisgjald hækkar stöðugt. Ölstofan sé þó ekki að breytast í sportbar. Lífið 11.9.2025 15:14 „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan árshlutareikning Reykjavíkurborgars sýna fram á að meirihlutinn hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar. Innlent 11.9.2025 14:27 Launahækkanir þungur baggi á borginni Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 3,3 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og afskriftir á fyrri hluta ársins, sem er 600 milljörðum króna minni afgangur en búist var við. Eftir fjármagnsliði og afskriftir var 47 milljóna króna halli á rekstri borgarinnar. Áhrif kjarasamninga eru sögð vega þungt í rekstrinum. Innlent 11.9.2025 13:42 Birti bónorðið í Bændablaðinu „Óska eftir hönd Guðrúnar Vöku Steingrímsdóttur: Elsku Guðrún mín, viltu giftast mér? Þinn Freyr Snorrason.“ Lífið 11.9.2025 11:48 Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Rax fékk á árum sínum hjá Morgunblaðinu oft það verkefni að taka portrettmyndir af ráðamönnum og öðrum fyrirmennum þjóðarinnar. Hann rifjar nú upp eftirminnilegar myndir af Vigdísi Finnbogadóttur, Davíð Oddsyni og öðrum. Menning 11.9.2025 10:02 Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt til að styttu af Gunnari Gunnarssyni rithöfundi verði komið fyrir í brekkunni fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg í Reykjavík og hýsir nú skrifstofur Rithöfundasambandsins. Áætlað er að byggja á lóðinni tvíbýlishús, en íbúar hafa margir mótmælt hugmyndunum, meðal annars með vísun í að um sé að ræða vinsæla sleðabrekku á veturna. Innlent 11.9.2025 08:06 Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Nú fimmtán árum eftir að Besti flokkurinn lofaði Reykvíkingum ísbirni í Húsdýragarðinn hefur Jón Gnarr staðið við stóru orðin á vissan hátt og flutt heim með sér stóra og mikla hauskúpu af hvítabirni úr heimsókn á Grænlandi. Ekki er ákveðið hvar hauskúpan verður geymd. Lífið 11.9.2025 07:31 Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra. Innlent 10.9.2025 15:03 Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir, hafa sett fallega hæð við Grettisgötu í miðborg Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 112,9 milljónir. Lífið 10.9.2025 13:02 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í miðborginni í gærkvöldi eða nótt vegna brots á vopnalögum. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 10.9.2025 06:20 Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Innlent 9.9.2025 16:04 Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Aðeins ein milljón króna fékkst upp í kröfur kröfuhafa í bú veitingastaðarins Blackbox, sem varð gjaldþrota í febrúar síðastliðnum. Kröfur hljóðuðu upp á tæpar fimmtíu milljónir króna. Viðskipti innlent 9.9.2025 15:15 Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Ein stærsta tískustund haustins er runnin upp. Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tíska og hönnun 9.9.2025 14:32 Verið ættleiddur af Íslendingum Það var áhrifamikil stund þegar Ross Edgley staldraði við í sjónum við Nauthólsvík til að þakka fagnandi margmenninu sem hafði beðið hans með mikilli eftirvæntingu. Eftir 115 daga á sjó, 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið og fjölmargar áskoranir hafði honum tekist ætlunarverkið. Innlent 8.9.2025 21:55 Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Heimsfrægur sundkappi frá Bretlandi lauk tæplega fjögurra mánaða sundi sínu í kringum Ísland í Nauthólsvík í dag. Innlent 8.9.2025 14:30 Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu sjarmerandi þriggja herbergja íbúð í húsi sem var byggt árið 1952. Íbúðin er í kjallara með fallegu sjávarútsýni. Ásett verð er 69,9 milljónir. Lífið 8.9.2025 14:02 Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Einn var fluttur á bráðamóttöku vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi í austurborg Reykjavíkur í nótt. Innlent 8.9.2025 06:39 Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Labubu bangsarnir vinsælu eru ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla, en skólastjóri segir að bangsarnir hafi verið farnir að valda miklum leiðindum og metingi meðal barna í skólanum. Foreldrar hafa tekið mjög vel í regluna. Innlent 7.9.2025 11:40 Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða. Innlent 7.9.2025 09:54 Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Ökumaður var handtekinn í hverfi 105 í Reykjavík í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Maðurinn reyndist ekki vera með ökuréttindi og var með tvö börn í bílnum. Innlent 6.9.2025 19:18 Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. Innlent 6.9.2025 15:49 Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Íbúar við Laugarásveg og í kring mótmæla byggingu nýs tvíbýlishúss á lóð við svokallað Gunnarshús. Þar er vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir börn og fullorðna í hverfinu. Rithöfundasamband Íslands, sem rekið er í Gunnarshúsi, tekur undir mótmælin. Framkvæmdastjóri segist frekar vilja börn en byggingu á lóðinni. Innlent 6.9.2025 08:02 Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Ökumaður buggy bifreiðar reyndi að komast undan lögreglu akandi þegar lögregla reyndi að gefa sig á tal við hann í nótt. Hann var að lokum stöðvaður og handtekinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota. Innlent 6.9.2025 08:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Ósætti er með áform borgarinnar um að færa grenndargáma Ártúnsholts. Íbúar hafa gríðarlegar áhyggjur af nýju staðsetningunni, sem er við fjölfarna gönguleið barna hverfisins. Innlent 12.9.2025 23:01
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps að Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í maí síðastliðnum. Innlent 12.9.2025 16:29
Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið. Innlent 12.9.2025 15:19
Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Innlent 12.9.2025 10:09
Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Mikið vatn hefur lekið frá lögn í Laugardalnum í Reykjavík, við Engjaveg, og hefur pollur sem myndast hefur á veginum valdið vandræðum hjá ökumönnum. Starfsmenn Veitna eru á vettvangi að vinna að viðgerð. Innlent 11.9.2025 19:22
„Þetta eru ekki góðar móttökur“ Rannsóknarstofan Sameind sækist eftir með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla verði fellt úr gildi. Talsmaður Konukots segir kæruna skrímslavæðingu á jaðarsettum hópum en í henni lýsa forsvarsmenn Sameinda meðal annars áhyggjum af því að skjólstæðingar Konukots gætu smitað skjólstæðinga Sameinda af berklum. Innlent 11.9.2025 16:55
Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Veitingamaðurinn margreyndi Stefán Melsted hefur fengið lyklana að jarðhæð Eimskipafélagshússins í Pósthússtræti afhenta og stefnir á að opna þar bæði veitingastað og kaffihús fyrir jól. Viðskipti innlent 11.9.2025 16:26
Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Ölstofa Kormáks og Skjaldar hefur komið fyrir sjónvarpi þar sem áður var krítartafla með bjórverði. Eigendur létu verða af því eftir að hafa rætt málið í 22 ár. Einhvern veginn verði að halda kúnnum í húsi þegar áfengisgjald hækkar stöðugt. Ölstofan sé þó ekki að breytast í sportbar. Lífið 11.9.2025 15:14
„Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan árshlutareikning Reykjavíkurborgars sýna fram á að meirihlutinn hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar. Innlent 11.9.2025 14:27
Launahækkanir þungur baggi á borginni Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 3,3 milljarða króna fyrir fjármagnsliði og afskriftir á fyrri hluta ársins, sem er 600 milljörðum króna minni afgangur en búist var við. Eftir fjármagnsliði og afskriftir var 47 milljóna króna halli á rekstri borgarinnar. Áhrif kjarasamninga eru sögð vega þungt í rekstrinum. Innlent 11.9.2025 13:42
Birti bónorðið í Bændablaðinu „Óska eftir hönd Guðrúnar Vöku Steingrímsdóttur: Elsku Guðrún mín, viltu giftast mér? Þinn Freyr Snorrason.“ Lífið 11.9.2025 11:48
Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Rax fékk á árum sínum hjá Morgunblaðinu oft það verkefni að taka portrettmyndir af ráðamönnum og öðrum fyrirmennum þjóðarinnar. Hann rifjar nú upp eftirminnilegar myndir af Vigdísi Finnbogadóttur, Davíð Oddsyni og öðrum. Menning 11.9.2025 10:02
Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt til að styttu af Gunnari Gunnarssyni rithöfundi verði komið fyrir í brekkunni fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg í Reykjavík og hýsir nú skrifstofur Rithöfundasambandsins. Áætlað er að byggja á lóðinni tvíbýlishús, en íbúar hafa margir mótmælt hugmyndunum, meðal annars með vísun í að um sé að ræða vinsæla sleðabrekku á veturna. Innlent 11.9.2025 08:06
Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Nú fimmtán árum eftir að Besti flokkurinn lofaði Reykvíkingum ísbirni í Húsdýragarðinn hefur Jón Gnarr staðið við stóru orðin á vissan hátt og flutt heim með sér stóra og mikla hauskúpu af hvítabirni úr heimsókn á Grænlandi. Ekki er ákveðið hvar hauskúpan verður geymd. Lífið 11.9.2025 07:31
Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra. Innlent 10.9.2025 15:03
Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir, hafa sett fallega hæð við Grettisgötu í miðborg Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 112,9 milljónir. Lífið 10.9.2025 13:02
Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í miðborginni í gærkvöldi eða nótt vegna brots á vopnalögum. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 10.9.2025 06:20
Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Innlent 9.9.2025 16:04
Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Aðeins ein milljón króna fékkst upp í kröfur kröfuhafa í bú veitingastaðarins Blackbox, sem varð gjaldþrota í febrúar síðastliðnum. Kröfur hljóðuðu upp á tæpar fimmtíu milljónir króna. Viðskipti innlent 9.9.2025 15:15
Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Ein stærsta tískustund haustins er runnin upp. Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tíska og hönnun 9.9.2025 14:32
Verið ættleiddur af Íslendingum Það var áhrifamikil stund þegar Ross Edgley staldraði við í sjónum við Nauthólsvík til að þakka fagnandi margmenninu sem hafði beðið hans með mikilli eftirvæntingu. Eftir 115 daga á sjó, 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið og fjölmargar áskoranir hafði honum tekist ætlunarverkið. Innlent 8.9.2025 21:55
Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Heimsfrægur sundkappi frá Bretlandi lauk tæplega fjögurra mánaða sundi sínu í kringum Ísland í Nauthólsvík í dag. Innlent 8.9.2025 14:30
Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu sjarmerandi þriggja herbergja íbúð í húsi sem var byggt árið 1952. Íbúðin er í kjallara með fallegu sjávarútsýni. Ásett verð er 69,9 milljónir. Lífið 8.9.2025 14:02
Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Einn var fluttur á bráðamóttöku vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi í austurborg Reykjavíkur í nótt. Innlent 8.9.2025 06:39
Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Labubu bangsarnir vinsælu eru ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla, en skólastjóri segir að bangsarnir hafi verið farnir að valda miklum leiðindum og metingi meðal barna í skólanum. Foreldrar hafa tekið mjög vel í regluna. Innlent 7.9.2025 11:40
Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða. Innlent 7.9.2025 09:54
Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Ökumaður var handtekinn í hverfi 105 í Reykjavík í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Maðurinn reyndist ekki vera með ökuréttindi og var með tvö börn í bílnum. Innlent 6.9.2025 19:18
Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. Innlent 6.9.2025 15:49
Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Íbúar við Laugarásveg og í kring mótmæla byggingu nýs tvíbýlishúss á lóð við svokallað Gunnarshús. Þar er vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir börn og fullorðna í hverfinu. Rithöfundasamband Íslands, sem rekið er í Gunnarshúsi, tekur undir mótmælin. Framkvæmdastjóri segist frekar vilja börn en byggingu á lóðinni. Innlent 6.9.2025 08:02
Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Ökumaður buggy bifreiðar reyndi að komast undan lögreglu akandi þegar lögregla reyndi að gefa sig á tal við hann í nótt. Hann var að lokum stöðvaður og handtekinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota. Innlent 6.9.2025 08:01