Reykjavík

Fréttamynd

Öflugt eftir­lit með dyravörðum í gær­kvöldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði öflugt eftirlit við skemmtistaðina í miðborginni vegna atburða föstudagskvöldsins. Hald var lagt á brúsa við vinnstöð dyravarða á einum stað, sem talinn er innihalda piparúða.

Innlent
Fréttamynd

Út­skrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi

Allir þrettán einstaklingarnir sem handteknir voru í tengslum við hópslagsmál og stunguárás í miðbæ Reykjavíkur hafa verið látnir lausir. Tveir voru lagðir inn á sjúkrahús eftir stunguárásina og hafa þeir báðir verið útskrifaðir.

Innlent
Fréttamynd

Leita á­fram við Kirkju­sand

Leit heldur áfram í dag að manni sem talið er að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og að henni komu kafarar, björgunarskip Landsbjargar, og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Dyra­verðir keppist um völd í undir­heimunum

Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil.

Innlent
Fréttamynd

Enn margt á huldu og mögu­lega þrettán hand­teknir

Sjö voru handteknir í kjölfar átaka við Ingólfstorg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Einn var stunginn þrisvar og annar laminn í höfuðið og eru báðir á batavegi samkvæmt heimildum fréttastofu. Tvö önnur mál í gærkvöldi tengjast mögulega árásinni og gætu því þrettán verið handteknir í tengslum við málið allt í allt.

Innlent
Fréttamynd

Sjö hand­teknir og einn stunginn þrisvar

Sjö voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í vegna máls þar sem einn var stunginn þrisvar með hnífi og annar laminn í höfuðið í gærkvöldi. Svo kom til átaka milli annarra, hvort sem það mál tengist hinu er ekki ljóst að svo stöddu, en vegna þess máls voru þrír handteknir.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­menn í for­eldra­rölt til að lægja ofbeldisöldu

Hópur foreldra í Breiðholti hefur tekið sig saman um að fjölmenna í reglulegt foreldrarölt í hverfinu til að lægja ofbeldisöldu meðal barna og ungmenna sem gengur þar yfir. Formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla segist vongóð um að röltið marki kaflaskil í hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Hnífstunguárás á Ingólfs­torgi

Umfangsmikil lögregluaðgerð stóð yfir á Ingólfstorgi í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um hnífstunguárás að ræða. Fleiri en einn hafa verið fluttir særðir af vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu

Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi skemmtistaðarins Priksins, hefur sett íbúð sína við Þorfinnsgötu í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 103,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Utan­ríkis­ráð­herra ræddi við mót­mælendur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð, hefur tekið við sem nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann var kjörinn á fundi stjórnar Sambandsins í kjölfar landsþings í g´r.

Innlent
Fréttamynd

Búnaðar­þing og geltandi hundar

„Það er brekka hjá bændum landsins en á sama tíma tækifæri, sem bændur ætlar sér að nýta,” sagði formaður Bændasamtakanna meðal annars við setningu Búnaðarþings í morgun, auk þess að ræða um geltandi hunda í vegköntum við sveitabæi.

Innlent
Fréttamynd

Börn hafi reynt að drepa önnur börn

Hermann Arnar Austmar, foreldri í Breiðholti, segir að það hafi komið upp atvik tengd ofbeldisöldu ungmenna í hverfinu, sem hefur verið sérstaklega tengd Breiðholtsskóla, þar sem hann telur að börn hafi reynt að ráða önnur börn af dögum.

Innlent
Fréttamynd

Mættu til við­skipta vopnaðir hnífum og piparúða

Fjórir karlmenn á fertugsaldri voru handteknir í sameign fjölbýlishúss í Laugardalnum eða grennd við hann í gær. Þeir voru vopnaðir hnífum og ólöglegum piparúða. Þeirra bíður sekt upp á 150 þúsund krónur hver.

Innlent
Fréttamynd

Göturnar sem verða mal­bikaðar í sumar í Reykja­vík

Malbikað verður fyrir einn milljarð í Reykjavík í sumar og til viðbótar verður farið í malbiksviðgerðir fyrir 200 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað er að þeim ljúki í september. Malbiksviðgerðir eru unnar allt árið og samhliða fræsun og yfirlögnum.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglu­menn megi grínast sín á milli eins og aðrir

Lögreglumenn mega tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir, og ekki á að túlka slík orðaskipti bókstaflega. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli níu mótmælenda sem lutu í lægra haldi gegn ríkinu í dag. Lögmaður mótmælendanna segir ýmis atriði í dómnum stinga í stúf.

Innlent
Fréttamynd

Henda minna og flokka betur

Höfuðborgarbúar hentu töluvert minna af rusli í fyrra en árið 2020. Vel hefur gengið að flokka matarleifar eftir að byrjað var að flokka lífrænan úrgang sérstaklega árið 2023.

Innlent
Fréttamynd

Heimir selur í­búð í 101

Fasteignasalinn Heimir Fannar Hallgrímsson hefur sett íbúð sína við Ingólfsstræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er á annarri hæð í glæsilegu steinhúsi sem var byggt árið 1928. Ásett verð er 64,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Bíða enn niður­stöðu um varð­hald

Gerð hefur verið krafa um framlengingu gæsluvarðhalds um eina viku yfir þremur sakborningum í manndrápsmálinu í Gufunesi og bíður lögreglan á Suðurlandi niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur að óbreyttu út í dag.

Innlent