

Íþrótt sem fer ört vaxandi í Bandaríkjunum hefur fengið góðar viðtökur hér á landi og hafa útsendarar hennar ferðast um til að boða fagnaðarerindið. Íþróttin er auðlærð og aðgengileg en æfingin skapar þó meistarann.
Arnar Kjartansson fyrrum íbúi á Stúdentagörðunum við Suðurgötu greinir á Twitter síðu sinni frá skemmdarverkum sem gerð hafa verið á sameign garðana. Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri Stúdentagarða segir málið vera í farvegi.
Dagur íslenska fjárhundsins er haldinn hátíðlegur í sjöunda sinn í dag með fjölbreyttri dagskrá um allt land. Forsvarsmaður segir alþjóðlegan aðdáendahóp tegundarinnar fara sístækkandi - enda hundarnir þeir bestu í heimi, að hennar sögn.
Borgarstjóri segir innritun yngstu barna á leikskóla ekki hafa gengið jafn vel og bundnar voru vonir við. Borgarstjórn hafði gefið það út að öll tólf mánaða börn og eldri fengju innritun næsta haust en það virðist ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og gefa lítið fyrir skýringar borgarfulltrúa.
Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum.
Ekkert aðgengi er fyrir fólk í hjólastól að Viðey þrátt fyrir ítrekuð áköll um úrbætur. Formaður MND félagsins segir það svíða að geta ekki komist allt eins og aðrir og krefst viðbragða frá borginni.
Silli kokkur var ótvíræður sigurvegari hinnar árlegu Götubitahátíðar sem haldin var í Hljómskálagarðinum nú um helgina.
Nokkur erill var hjá lögreglunni í gærkvöldi samkvæmt dagbók lögreglunnar. Meðal annars þurfti að hafa afskipti af tveimur vopnuðum mönnum, nokkrir voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og nokkrir voru handteknir vegna líkamsárása.
Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger.
Dagana 20. til 24. júlí stendur ReyCup yfir í Laugardalnum fyrir 3. og 4. flokk karla og kvenna. ReyCup er stærsta og eina alþjóðlega knattspyrnumót Íslands. Þetta árið taka 1600 keppendur þátt.
Á fundi borgarráðs í síðustu viku var lögð fram tillaga um „aðilaskipti“ á lóð vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Birkimelur 1. Óskað var eftir því að í stað Skel fjárfestingafélags hf, tæki Reir þróun ehf við réttindum og skyldum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni.
Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru.
Vegagerðin vinnur nú að jarðvegsrannsóknum og burðarþolsmælingum á höfuðborgarsvæðinu á þeim stöðum þar sem sérrými fyrstu lotu Borgarlínunnar kemur til með að liggja.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í póstnúmerinu 113 í gærkvöldi eftir að sjö ára drengur var bitinn af hundi. Drengurinn var með bitsár á öðru lærinu og var roði í kringum sárið.
Gleðifundir voru á heimili í Vesturbænum í gær þegar kötturinn Nóra kom aftur heim eftir að hafa verið numin á brott fyrir mánuði. Eigandinn segist alltaf hafa vitað að Nóra kæmi aftur heim - sama hversu langan tíma það tæki.
Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Dagur íslenska fjárhundsins verður haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni mánudaginn 18. júlí frá klukkan eitt til fimm. Þar munu íslenskir fjárhundar og eigendur þeirra koma saman til að heilsa upp á gesti og gangandi.
Sea trips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum fyrirtækisins, til Landsréttar.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 21.30 í gærkvöldi þegar „ósáttur viðskiptavinur“ kýldi vagnstjóra í andlitið. Ekkert fleira stendur um atvikið í dagbók lögreglu en það átti sér stað í póstnúmerinu 109.
Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir gistingu hér á landi í sumar telur framkvæmdastjóri Edition hótelsins, Ísland samt ekki uppselt. Mjög erfiðlega gengur hins vegar að finna starfsfólk til að vinna í ferðaþjónustunni víðast hvar.
Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið.
Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tuttugu ára afmæli um verslunarmannahelgina. Hætta þurfti við hátíðina síðastliðin tvö ár vegna Covid en listamenn og forsvarsmenn koma nú tvíefld til leiks. Fjöldi landsþekktra listamanna spilar á hátíðinni sem fer fram 29. til 31. júlí í Gamla bíó og á Röntgen.
Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf.
Kolfinna Jóhannesdóttir er nýr skólameistari Kvennaskólans. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra,skipaði Kolfinnu Jóhannesdóttur í embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík til fimm ára frá 1. ágúst.
Sólveig Guðrún Hannesdóttir er nýr rektor Menntaskólans í Reykjavík. Sólveig var skipuð í embætti rektors af Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, til fimm ára frá 1. ágúst.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti mörgum útköllum vegna líkamsárása í nótt, meðal annars í Seljahverfi, þar sem hópur manna réðist gegn einum með þeim afleiðingum að hann hlaut minniháttar höfuðáverka.
Starfsmenn kirkjugarð Reykjavíkur eru farnir að huga að jólaskreytingum á leiðin fyrir næstu jól því þeir vilja að aðstandendur komi með lífrænar jólaskreytingar með eplum og appelsínum á leiðin. Þeir hafa búið til nokkrar þannig prufu skreytingar.
Tilkynnt var um þjófnaðarbrot hjá íþróttafélagi í Grafarholti síðdegis í gær. Þar var búið að fara í búningsklefa og stela verðmætum frá ungum knattspyrnuiðkendum.
Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast á höfuðborgarsvæðinu í dag. Útköllin voru af mörgum toga í dag og má þar nefna að maður gekk berserksgang í verslun, menn slógust í miðbænum og var stolnum bíl ekið aftan á strætó.