Eignin sem um ræðir er á níundu hæð í lyftuhúsi. Íbúðin er fjögurra herbergja og rúmir 117 fermetrar á stærð. Ásett verð eru 99,8 milljónir króna.
Íbúðin var upphaflega happdrættisvinningur í happdrætti DAS og á sér því skemmtilega sögu. Húsið var byggt árið 1960 en hefur mikið verið endurnýjuð síðustu ár. Á gólfi er stafaparket úr eik og marmari á eldhúseyju og inni á baði.
Í stofunni er útgengt inn á 18,5 fermetra þaksvalir sem snúa í suður frá borðstofu. Þá eru aðrar jafnstórar þaksvalir í íbúðinni sem snúa í norðvestur, sem útgengt er á innan úr svefnherbergi.
Nánar má lesa um eignina hér á fasteignavef Vísis.




