
Reykjavík

Segir nánast allt að sem við kemur malbikun
„Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun.

Bifhjólamenn mótmæltu við Vegagerðina
Bifhjólamenn koma saman við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni klukkan 13 þar sem til stendur að mótmæla hættulegum vegköflum á vegum landsins og úrbóta krafist.

Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt
Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði.

Scooter heldur risatónleika í Laugardalshöll
Þýski tecknorisinn Scooter heldur risatónleika í Laugardalshöll þann 21. apríl 2021.

Neyðarstjórn velferðarsviðs gefur út tilmæli vegna mögulegrar hópsýkingar
Í ljósi mögulegrar hópsýkingar í höfuðborginni hefur Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gefið út tilmæli um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og í sambýli fyrir fatlað fólk.

Gullfiskur í Elliðaánum
Já, þú last þetta rétt og þetta er ekki prentvilla eða skrifað í ölæði. Það er gulur fiskur að synda í Árbæjarstíflu.

Sleginn með áhaldi á Granda
Maður var fluttur á bráðadeild í nótt eftir að hafa orðið fyrir árás á Granda í vesturbæ Reykjavíkur.

Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn
Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar.

Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endugreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð.

Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið
Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær.

Kaflinn hálli en ella vegna mikils hita og úrhellis
Vegagerðin segir að unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, á fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tók ákvörðun um að vara við hálku með merkingum.

Rannsókn geti tekið tvo til þrjá mánuði
Bruninn á Bræðraborgarstíg gefur hugsanlega tilefni til að gera breytingar á lögum og reglum um brunavarnir og verklag að sögn forstöðumanns hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins.

Boðar hertar reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir eftir hópsýkingar
Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar ætlar að fara yfir og herða reglur um heimsóknir á öldrunarstofnanir og mögulega fleiri aðgerðir til að vernda viðkvæma hópa í kjölfar hópsýkinga Covid-19 sem hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu.

Ók vespunni á þann sem tilkynnti þjófnaðinn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á sjöunda tímanum í gær ungan mann sem staðinn var að þjófnaði á ökutækjum.

„Þessi harmleikur er ekkert slys“
Mikil sorg og reiði ríkir í vesturbæ Reykjavíkur en hátt í fjögur hundruð manns komu saman í dag til að votta þeim sem létust í brunanum á Bræðraborgarstíg á fimmtudag virðingu sína og mótmæla bágri stöðu erlends verkafólks hér á landi.

Tveir létust í slysinu á Kjalarnesi
Slysið varð á fjórða tímanum í dag.

Vegir opnaðir aftur eftir slysið
Búið er að opna Hvalfjarðargöng fyrir umferð á nýjan leik. Þeim var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss þar sem tvö mótorhjól og húsbíll lentu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi.

Spyr sig hver sé framtíð frjálsra íþrótta í Reykjavík
Verið er að leggja nýtt undirlag á hluta hlaupabrautarinnar við þjóðarleikvanginn í Laugardal eftir að brautin varð fyrir skemmdum í vetur. Frjálsíþróttafólk segir aðstöðuna sem boðið er upp á í Laugardal óboðlega.

Hafa ekki enn borið kennsl á hin látnu
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur enn að því að bera kennsl á þau þrjú sem létust í eldsvoða á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur á fimmtudag.

Fjöldahjálparmiðstöð opnuð í Klébergsskóla
Rauði Krossinn hefur opnað fjöldahjálparmiðstöð í Klébergsskóla á Kjalarnesi vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð á Vesturlandsvegi á fjórða tímanum í dag.

Húsbíll og tvö mótorhjól skullu saman á Vesturlandsvegi
Hvalfjarðargöng opna aftur eftir stutta stund en þeim var lokað vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð á Kjalarnesi við Hvalfjarðargöng á fjórða tímanum.

Lögðu blóm að Bræðraborgarstíg 1
Um þrjú hundruð manns gengu að Bræðraborgarstíg 1 og lögðu blóm að húsinu sem brann til kaldra kola á fimmtudag til að heiðra minningu þeirra sem fórust í brunanum.

Mótmæla slæmum aðbúnaði verkafólks hér á landi
Mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna slæms aðbúnaðar verkafólks hér á landi.

Nýta tóm verslunarrými í miðborginni til að sýna hönnun í gegnum glugga
Hönnuðir og húsnæðiseigendur í miðbænum leiða saman hesta sína og gefa gestum og gangandi tækifæri á að skoða alls kyns hönnun núna í tilefni HönnunarMars sem lýkur í dag. Í gegnum tíu glugga víðs vegar um miðborgina hefur vegfarendum verið boðið að staldra við, líta inn um glugga og fá innsýn í fjölbreytilegan heim hönnunar.

Mesti harmleikur sem pólska samfélagið á Íslandi hefur upplifað
Pólska samfélagið á Íslandi er harmi slegið eftir brunann á Bræðraborgarstíg í fyrradag. Ekki er búið að bera kennsl á þau sem létust en ræðismaður segir gengið út frá því að þau séu pólverjar á þrítugs og fertugsaldri.

Lögmaður eigandans segir ekki vitað hversu margir bjuggu í húsinu
Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins.

Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum
Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1.

Kjörsókn fer hægt af stað í Reykjavík
Kjörsókn hefur farið heldur hægt af stað í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi.

Kastaðist út í bílveltu á Kjalarnesi
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á áttunda tímanum í morgun. Slysið gerðist næri Hvalfjarðargöngum.