Reykjavík

Fréttamynd

Beint streymi: Matvælaþing í Hörpu

Matvælaþing er haldið í annað sinn í Hörpu í dag. Hringrásarhagkerfið verður meginviðfangsefni þingsins í ár, en í tilkynningu um viðburðinn segir að það sé í samhengi við nýsamþykkta matvælastefnu til ársins 2040 sem var mótuð á síðasta þingi.

Innlent
Fréttamynd

Aftur­för í við­horfum til leiðtogakvenna en Ís­land á toppnum

Afturför hefur orðið í viðhorfi almennings til kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstöðum á heimsvísu samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrr Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík. Norðurlöndin og þá Ísland sérstaklega skera sig úr í jákvæðum viðhorfum til kvenna í leiðtogastörfum.

Innlent
Fréttamynd

22 fót­bolta­vellir fullir af bílum

Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi.

Skoðun
Fréttamynd

Haga­skóli vann Skrekk

Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Menning
Fréttamynd

Berg­steinn og Vig­dís selja í Vogunum

Bergsteinn Sigurðsson, sjónvarpsmaður á RÚV, og Vigdís Másdóttir, nýráðin kynningar- og markaðsstjóri menningarmála í Kópavogi hafa sett íbúð sína við Karfavog í Reykjavík á sölu.

Lífið
Fréttamynd

Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga

Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður öku­maður ók á ljósa­staur

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um að bíl hafði verið ekið á ljósastaur í hverfi 103 í Reykjavík. Þegar að var komið var bíllinn var ofan á ljósastaurnum og ökumaðurinn enn í ökumannssætinu.

Innlent
Fréttamynd

Þakk­látur og stoltur af sam­fé­laginu

Haldin var svokölluð samverustund fyrir Grindvíkinga og þau sem vildu sýna þeim samhug og styrk í Hallgrímskirkju í dag. Þar sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, að hann væri þakklátur og stoltur fyrir að búa í samfélagi Íslendinga. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði óvissuna erfiða

Innlent
Fréttamynd

Sam­veru­stund fyrir Grind­víkinga

Samverustund fer fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík fyrir Grindvíkinga og þau sem vilja sýna þeim samhug og styrk. Samverustundin hefst klukkan 17:00 og er hægt að fylgjast með samverustundinni í beinu streymi.

Innlent
Fréttamynd

Ók ölvaður á gangandi veg­faranda

Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa ekið ölvaður á gangandi vegfaranda í miðbæ Reykjavíkur. Vegfarandinn hlaut minniháttar meiðsl en ekki er nánar greint frá áverkum hans.

Innlent
Fréttamynd

Hönnunarperla úr smiðju HAF-hjóna til sölu

Við Sólvallagötu í Reykjavík stendur yfirmáta sjarmerandi íbúð í húsi sem byggt var árið 1944. Íbúðin var endurhönnuð af fyrri eigendum, Haf-hjónunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni, árið 2018 á afar glæsilegan máta.

Lífið
Fréttamynd

Hvaða styttu á að fjar­lægja næst?

Séra nokkur kom m.a. að stofnun KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi. Sérann var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Á meðan sérann var enn á lífi þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Síðan þá hefur styttan verið í miðborg Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Grunar að net­verslun út­skýri færri ferðir

Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum síðan. Í febrúar 2002 fóru íbúar að meðaltali 4,1 ferð á dag en í nóvember í fyrra fóru íbúar að meðaltali 3,3 ferðir daglega. Gallup grunar að netverslun útskýri þessa fækkun ferða. 

Innlent
Fréttamynd

Venju­leg gella á hjóli með þrenn skýr skila­boð til bíl­stjóra

Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Slepptu einum úr haldi en vilja halda fimm lengur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sleppti einum, sem handtekinn var í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal, úr gæsluvarðhaldi í gær. Eftir hádegi verður gerð krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni.

Innlent
Fréttamynd

Wok On sver af sér tengsl við lagerinn

Talsmaður veitingastaðakeðjunnar Wok On segir sárt að heyra að búið að sé að bendla veitingastaðinn við ólöglegan matvælalager í Sóltúni í Reykjavík. Eigandi lagersins komi ekki að daglegum rekstri Wok On en eigi þó hlut í tveimur útibúum keðjunnar og sjái Wok On fyrir húsnæði.

Innlent