Reykjanesbær

Segja viðtökur við hvalfirskum grjótkrabba frábærar
Grjótkrabbi sem fannst fyrst í Hvalfirði fyrir um fjórtán árum er ný nytjategund hér á landi. Fyrirtækið Royal Iceland í Reykjanesbæ hefur þróað aðferðir til að vinna afurðir úr krabbanum og nú er konungleg krabbasúpa komin á innlendan markað. Eigendurnir segja viðtökurnar frábærar.

Vöknuðu við rúðurnar springa
Talsverður eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ í nótt. Tvö voru sofandi í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði en vöknuðu þegar rúður sprungu vegna hita og komust óhult út, að sögn varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja. Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu á Facebook-síðu sinni í morgun.

Asbest-klæðning í útihúsi sem brann til kaldra kola í nótt
Útihús við Merkines í Höfnum á Reykjanesi varð alelda í nótt. Allt tiltækt slökkvilið frá Bunavörnum Suðurnesja auk lögreglu var kallað til vegna eldsins en hlaðan þar sem eldurinn kom upp er brunnin til kaldra kola. Asbest var í klæðningu hlöðunnar sem brann.

Að vera tryggður en samt ekki
Með vinnuframlagi sínu tryggja launamenn framlag í Atvinnuleysistryggingasjóð sem er fjármagnaður með skyldugreiðslu tryggingagjalds, sem m.a. er nýtt til fjármögnunar sjóðsins og Fæðingarorlofssjóðs.

Hin sex ára Elena Mist safnaði 40 þúsund krónum á Instagram
Elena Mist, sex ára í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, er að fylgjast með Öðruvísi jóladagatali SOS Barnaþorpanna í fyrsta sinn.

Rúmlega tvö hundruð í sóttkví fyrir jól eftir smit í skóla
Rétt tæplega tvö hundruð börn og fjörutíu starfsmenn úr tveimur skólum í Reykjanesbæ eru í sóttkví eftir að covid-19 smit kom upp á báðum skólum. Þeir sem eru í sóttkví fara ekki í skimun fyrr en á aðfanga- og jóladag.

4,1 stiga skjálfti á Reykjanesskaga
Um klukkan 4.30 í morgun varð jarðskjálfti af stærð 4,1 um átta kílómetra norðaustur af Reykjanestá. Tilkynningar bárust af Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu um að skjálftinn hefði fundist þar.

Lítt dulbúinn ríkisstyrkur til fyrirtækis í samkeppnisrekstri
Við aðra umræðu fjárlagafrumvarpsins var samþykkt breyting á frumvarpinu sem felur í sér 350 milljóna króna fjárframlag til uppbyggingar varnargarða í Njarðvíkurhöfn.

Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss
Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017.

Mikilvægu verkefnin framundan
Íbúar Suðurnesja hafa fundið vel fyrir þeim afleiðingum sem Covid hefur haft á atvinnulífið hér á svæðinu síðustu mánuði og sér því miður ekki alveg fyrir endann á þeim í bráð. Atvinnuleysi er í hæstu hæðum og ef spár ganga eftir stefnir það enn hærra þegar fram líða stundir.

Studdust við staðsetningarforrit og leituðu án leyfis í herbergi hælisleitenda
Tekist verður á um það í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur hversu háa fjárhæð tveir hælisleitendur fá í skaðabætur frá ríkinu vegna fjölmennrar leitar lögreglu að síma sem grunur var um að stolið hefði verið af barni í Reykjanesbæ.

Það sem ég veit er að ég veit ekki
Bæjarfulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar fór mikinn í bókun sem hún lagði fram á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 1. desember.

„Krakkar ég þarf hleðslutækið mitt núna!“
Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað á 600. fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær.

Leikskóla lokað og öll í sóttkví eftir að sex starfsmenn smituðust
Sex starfsmenn leikskólans Gimli í Njarðvík í Reykjanesbæ hafa greinst með kórónuveiruna. Skólanum var lokað í gær vegna þessa. Allir starfsmenn og börn leikskólans eru nú í sóttkví.

Ævintýri í landsliðsferð þegar Sunneva og Tryggvi kynntust
Hann í körfuboltalandsliðinu, hún í sundlandsliðinu, og bæði í sömu flugvél á leið til Ítalíu.

Tekjutengdar sóttvarnarbætur
Staða sveitarfélaga á tímum Covid er æði misjöfn. Mörg sveitarfélög hafa náð að halda sjó og tekjufall margra þeirra er lítið, á meðan önnur sveitarfélög, þar sem fólk byggir afkomu sína á ferðaþjónustu, eiga í verulegum vandræðum.

Úlfar og Grímur skipaðir í stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum
Þeir Úlfar og Grímur eru skipaðir í embætti að undangengnu mati hæfnisnefndar og miðast upphaf skipunartíma við 16. nóvember næstkomandi.

Hundruð hermanna á hótelum í Reykjanesbæ
Umfangsmikilli loftrýmisgæslu bandaríska flughersins er nýlokið en flugsveitin hafði aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá fara nú fram áhafnaskipti hjá kafbátaleitarsveit bandaríska sjóhersins.

Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ
Veita á innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti á Pólskri menningarhátíð í Reykjanesbæ sem hófst í gær og stendur til sunnudag.

Hælisleitendur á Ásbrú segjast sveltir og frelsissviptir
Hælisleitendur á Ásbrú lýsa slæmum aðbúnaði þar. Þeir segja að þeim hafi verið meinað að yfirgefa herbergi sín án grímu og neitað um mat. Útlendingastofnun hafnar því að mestu.

Áhöfnum tveggja báta brugðið eftir að þeir strönduðu
Bátur og skúta sem var í eftirtogi strönduðu í Njarðvík í dag en viðbragðsaðilum tókst að koma í veg fyrir slys á fólki.

Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár
Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag.

Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki
Landhelgisgæslan hefur mælst til þess við bandarísku flugsveitina, sem stödd er hér á landi, að afturbrennarar á herþotum séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þær eru í loftinu. Herflugmönnunum er þó heimilt að nota afturbrennara í flugtaki.

Sex greindust með veiruna í Akurskóla
Þrír nemendur í 7.-10. bekk Akurskóla í Reykjanesbæ greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn.

Samherji vill breyta álveri í laxeldisstöð
Norðurál og Samherji eru sögn hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup síðarnefnda fyrirtækisins á lóð og byggingum Norðuráls við Helguvík.

Óttast að atvinnuleysi í Reykjanesbæ verði komið í 25% fyrir jól
Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að í Reykjanesbæ verði atvinnuleysi komið í 25% fyrir jól.

Þeim fjölgar hratt sem eru í sóttkví á Suðurnesjum
Alls eru nú 25 í einangrun á svæðinu, smitaðir af kórónuveirunni og 145 eru í sóttkví, að því er fram kemur stöðuskýrslu almannavarna síðdegis í dag.

Ekið á barn á reiðhjóli í Njarðvík
Ekið var á barn, sem var á reiðhjóli, á Njarðvíkurbraut. Drengurinn sem um ræðir fann til verkja og var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala.

Allir skipverjar Valdimars smitaðir
Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni.

Gekk fram á heimatilbúna sprengju
Sprengjan var samsett úr flugeldum.