
Sveitarfélagið Hornafjörður

150 þúsund króna aukakostnaður við dagsferð í Jökulsárlón
Erlendur ferðamaður nokkur steig bensínið í botn á Suðurlandsvegi í gærmorgun á leið sinni að hinni vinsælu perlu Jökulsárlóni.

Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli
Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland.

Allt að 38 m/s sunnan við Vatnajökul á morgun
Spáð er allt að 38 m/s sunnan Vatnajökuls á morgun. Þá spáir víða norðan heiða allt að 30 m/s í nótt en ekki á að vera ofankoma á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Vegagerðin samdi við Ístak um brýrnar í Suðursveit
Vegagerðin hefur skrifað undir samning við Ístak hf. um smíði tveggja nýrra brúa í Suðursveit, yfir Steinavötn og Fellsá. Ístak átti lægsta boð upp á 770 milljónir króna.

Náði myndskeiði af utanvegaakstri sem leiddi til 150 þúsund króna sektar
Ökumaður jepplings á Suðurlandi var sektaður um 150 þúsund krónur í síðustu viku fyrir að hafa ekið í hringi utan vegar á Skeiðarársandi. Þetta kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á Suðurlandi um verkefni síðustu viku.

Nafn mannsins sem lést í umferðarslysi við Hornafjörð
Maðurinn sem lést í umferðarslysi við Hornafjörð 21. nóvember síðastliðinn hét Bergur Bjarnason. Bergur var bóndi í Viðborðsseli við Hornafjörð.

Maðurinn sem ekið var á í Hornafirði er látinn
Gangandi vegfarandi lést í alvarlegu slysi sem varð á þjóðvegi 1 skammt frá bænum Viðborðsseli í sveitarfélaginu Hornafirði á sjötta tímanum í gær. Bíl var ekið á gangandi vegfaranda.

Alvarlegt umferðarslys í Hornafirði
Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi 1 skammt frá bænum Viðborðsseli í Hornafirði á sjötta tímanum í dag.

Myndaveisla frá dvöl Chris Pratt á Skálafellsjökli
Bandaríski Hollywood leikarinn Chris Pratt kom til landsins fyrir nokkrum dögum en Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram, sem telja 27 milljónir, og leyfir þeim að fylgjast með dvölinni hér á landi.

Veggjöld nýtt til framkvæmda
Sex samgönguverkefni eru tilgreind í frumvarpsdrögum um vegaframkvæmdir. Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga eru þar á meðal en ráðgert er að gjaldtakan standi ekki lengur en í 30 ár.

Chris Pratt á Skálafellsjökli
Pratt er við tökur á myndinni The Tomorrow War og bregður á leik með fylgjendum sínum á Instagram.

Jöklastelpan Steinunn Sigurðar heimsækir Höfn
Málþing verður haldið á Höfn í Hornafirði næsta föstudag um hina nýju bók Steinunnar Sigurðardóttur, Dimmumót.

Loksins bauðst einhver til að smíða brýrnar í Suðursveit
Ístak átti lægsta boð í smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit en tilboðsfrestur rann út hjá Vegagerðinni í dag. Tilboð Ístaks hljóðaði upp á 770 milljónir króna.

Vörubíll og fólksbíll rákust saman í Suðursveit
Þjóðvegi 1, Hringveginum,hefur verið lokað rétt við Hala í Suðursveit vegna umferðarslyss.

Þórdís Kolbrún hitti George Clooney í dag
Segir að George Clooney sé venjulegur og almennilegur.

Veðrið á Vatnajökli setti strik í reikninginn hjá George Clooney
Vinna við tökur á nýrri mynd George Clooney á Skálafellsjökli lá niðri í gær vegna veðurs. Til stendur að halda tökum áfram í dag. Spenna er á Höfn í Hornafirði en áttatíu íbúar á svæðinu eru að gera sig klára í tökur á myndinni uppi á jökli í næstu viku.

„Lögreglunni leist ekki á grjótflugið“
Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að loka hringveginum á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikils hvassviðris og hættu á sandfoki.

Staðfestu synjun
Ákvörðun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um að synja ferðaþjónusturisanum Arctic Adventure um leyfi til siglinga á Jökulsárlóni árið 2018 var staðfest af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á dögunum.

Fluttu mann nauðugan af heimili sínu
Annar maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu en hinn var látinn laus að lokinni yfirheyrslu.

Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu
Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun.

Þarf að svara fyrir tvö nefbrot sama kvöldið á Höfn
Rúmlega tvítugur karlmaður þarf að svara til saka í máli héraðssaksóknara gegn honum fyrir tvær líkamsárásir á Höfn í Hornafirði aðfaranótt 24. febrúar árið 2018.

Segja Kinu Rochford hafi orðið fyrir kynþáttaníði á Höfn
Fanney Lind Thomas segir frá því á Twitter-síðu sinni að Kinu Rochford, leikmaður Hamars, hafi orðið fyrir kynþáttaníði í gær.

Vegagerðin auglýsir aftur stærsta brúarútboð ársins
Vegagerðin hefur auglýst á ný smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit. Athygli vakti í sumar að ekkert tilboð barst þrátt fyrir að þetta væri eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði,

Flugslysaæfing á Höfn gengur vel
Í dag er haldin flugslysaæfing á Hornafjarðarflugvelli. Æfingin er nú langt komin og hefur gengið vel það sem af er.

George Clooney leitar að aukaleikurum fyrir tökur á Höfn í Hornafirði
Um er að ræða vísindaskáldskap sem framleiddur er fyrir Netflix.

Rúður brotnuðu í bílum og húsbíll fauk út af
Vegagerðin hefur lokað þjóðvegi 1 um Hvalnesskriður vegna sviptivinda og sandfoks á svæðinu. Verður vegurinn lokaður þar til veðrið gengur niður.

Myndin verður sýnd í Hornafirði
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur mun verða sýnd á Hornafirði þrátt fyrir að bæjarráð hafi synjað ósk um styrk vegna sýningarbúnaðar.

Bæjarráð hafnaði styrkveitingu
Bæjarráð Hornafjarðar hefur hafnað ósk aðstandenda kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur um styrk til þess að hægt sé að sýna myndina í sveitarfélaginu. Kvikmyndin var tekin upp í Hornafirði sem er jafnframt heimabær leikstjórans, Hlyns Pálmasonar.

Höfn í Hornafirði gott dæmi um áhrif loftslagsbreytinga
Höfn í Hornafirði er skínandi dæmi um áhrif loftslagsbreytinga, segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Miðað við núverandi hitastig munu allir íslenskir jöklar bráðna á næstu 200 árum og landið rísa undan farginu.

Hvassviðri í dag spillir fyrir fjáröflun björgunarsveitar
Spáð er hvössu veðri víða á landinu sunnan- og vestanverðu í dag. Flugeldasýningu björgunarfélagsins í Hornafirði hefur verið frestað vegna veðursins.