
Mýrdalshreppur

Vill meiri og betri löggæslu í Mýrdalshreppi
Sveitarstjóri Mýrdalshrepps gagnrýnir stöðu löggæslumála í sveitarfélaginu, sem hann segir allt of litla á sama tíma og þúsundir ferðamanna heimsækja þorpið í Vík á hverjum degi og þekkta ferðamannastaði í sveitarfélaginu eins og Reynisfjöru.

Hitti yngsta sóknarprest landsins
Magnús Hlynur Hreiðarsson skellti sér á dögunum í Vík í Mýrdal og hitti þar yngsti sóknarprestinn á Íslandi og ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Spænskir líffræðingar komu lunda í Reynisfjöru til bjargar
Tveir spænskir líffræðingar, sem vinna á veitingastaðnum Svarta fjaran í Reynisfjöru, komu lunda, sem fannst slasaður í fjörunni, til bjargar í morgun. Nokkuð óvenjulegt telst að lundi sé kominn til landsins í byrjun marsmánaðar.

Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru
Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið.

Menntaverðlaun Suðurlands fóru í Vík í Mýrdal
Mikil ánægja er á meðal íbúa í Mýrdalshreppi þessa dagana því grunnskólinn í Vík, Víkurskóli og Katla jarðvangur voru að fá Menntaverðlaun Suðurlands fyrir samstarfsverkefni í strandlínurannsóknum í Víkurfjöru.

Nafn mannsins sem lést í slysi á Suðurlandsvegi
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi skammt við Pétursey þann 29. janúar síðastliðinn hét Einar Guðni Þorsteinsson.

Samgöngumál í Mýrdal
Þann 29. janúar s.l. rann út frestur til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar vegna umhverfisskýrslu VSÓ um breytta veglínu í Mýrdal.

Katla skalf í nótt
Skjálfti upp á 3,4 stig reið yfir í austanverðri Kötluöskju klukkan sautján mínútur yfir fjögur í nótt.

Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga
Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð.

Bænastund í Vík vegna ökumannsins sem lést
Erlendir ferðamenn voru um borð í jeppa sem skall saman við dráttarvél austan Sólheimasands á Suðurlandsvegi í gær. Ökumaður dráttarvélarinnar lést í árekstrinum. Erfiðar aðstæður voru í suðaustanáttinni á vettvangi þegar slysið varð. Boðað hefur verið til bænastundar í Víkurkirkju í Mýrdalshreppi í kvöld.

Enginn fari niður í fjöru í Reynisfjöru
Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólarhringinn og er sérstaklega bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverðar.

Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys
Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys.

Alvarlegt slys á Suðurlandi
Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Mýrdal
Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Suðurlandi. Mikilli snjókomu og austan skafrenningi er spáð í Mýrdalnum í dag föstudag og fram í fyrramálið og er talið að í Mýrdalnum geti skapast snjóflóðahætta á þekktum stöðum.

Tæplega fimmtungur þjóðarinnar erlendir ríkisborgarar
Tæplega fimmtungur landsmanna sem búsettur er hér á landi er af erlendu bergi brotinn. Þetta sýna nýjar tölur Þjóðskrár sem miðast við 1. desember síðastliðinn.

Tollar í landbúnaði og geðheilbrigði bænda
Fulltrúar ungra bænda eru nú staddir í Mýrdalnum þar sem þeir halda aðalfund sinn og fara yfir brýnustu málefni landbúnaðarins og það sem fram undan er. Á fundinum er meðal annars rætt um tolla á búvörum og geðheilbrigði bænda.

Til hvers eru markmið?
Undanfarna daga og vikur hef ég lesið yfir umhverfismatsskýrslu Vegagerðinnar vegna færslu hringvegar um Mýrdal sem nú er í kynningu. Þar leggur Vegagerðin til leið norðan við Víkurþorp, svokallaðan valkost 4, vitandi það að sú leið komi ekki til greina hjá Mýrdalshreppi.

Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru
Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss við Reynisfjöru
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrir stundu vegna manns sem féll í klettum í Reynisfjöru. Líðan mannsins er betri en talið var í fyrstu.

Sérhæfð sjúkraþyrla og akstursleiðir skólabíla á Suðurlandi
Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi leggja mikla áherslu á að sérhæfðri sjúkraþyrlu verði komið fyrir á Suðurlandi og verði hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá skora sveitarstjórnarmenn á innviðaráðherra að allar akstursleiðir skólabíla verði bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna.

Ljósleiðari Mílu slitinn við Hólmsá
Upp er komið slit á ljósleiðara Mílu á Suðurlandi, við Hólmsá milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Verið er að vinna að bilanagreiningu og er undirbúningur viðgerða hafinn.

Regnbogahátíð hafin í Mýrdalshreppi – Uppskeruhátíð samfélagsins
Í dag hófst árleg Regnbogahátíð í Mýrdalshreppi og mun standa til 15. október. Hátíðin er nú haldin í 17. sinn.

Staðreyndir um Reynisfjöru
Á þessari öld er slysaskráning í Reynisfjöru svona.

Óð út í Reynisfjöru með göngugrind
Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu.

Skjálfti af stærðinni 3,7 í Mýrdalsjökli
Rétt fyrir miðnætti, klukkan 23:49, varð skjálfti af stærðinni 3,7 í Mýrdalsjökli. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, sá stærsti var 2,8 að stærð.

Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups
Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið.

„Þetta mun ekki jafna sig á meðan við lifum“
Ljót ummerki utanvegaaksturs eru við gervigígana á Mýrdalssandi. Leiðsögumanni krossbrá þegar hann sá förin sem munu liggja við náttúruperluna líklega næstu hundrað árin.

Kröftugur skjálfti í Kötluöskju í gærkvöldi
Stór skjálfti varð að stærð 3,5 í suðvestanverðri Kötluöskju um 23:17 í gærkvöldi. Fáeinir smáskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Segir bílaplanið sprungið og tekur upp gjald
Tekin verður upp gjaldskylda fyrir bílastæði í Reynisfjöru í næstu viku. Gestir á fólksbílum munu þurfa að greiða þúsund krónur fyrir að leggja á neðra bílastæðið við fjöruna en 750 krónur í það efra.

Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru
Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum.