Þingeyjarsveit

Fréttamynd

Stærri skjálfti í Bárðar­bungu vegna kviku­söfnunar

Skjálfti 4,1 að stærð varð í Bárðarbunguöskjunni klukkan 7:02 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Náttúruvársérfræðingur segir skjálftann í morgun, og fyrri skjálftar á svæðinu á síðustu mánuðum, skýrast af kvikusöfnun. Engin merki eru um gosóróa.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gert ráð fyrir sveitar­stjóra í nýju sveitar­fé­lagi

Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins.

Innlent
Fréttamynd

Syrgja góðan vin og fé­laga

Starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit syrgja góðan vin og félaga sem lést af slysförum við skólann í gær.

Innlent
Fréttamynd

Voru að renna sér í snjónum þegar slysið varð

Ungi maðurinn sem lést í slysi við Framhaldsskólann á Laugum í gær var að renna sér í snjó í brekku við skólann með félögum sínum, með þeim afleiðingum að hann varð fyrir bíl. Þónokkrir urðu vitni að slysinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Húsavík.

Innlent
Fréttamynd

Nem­endur og starfs­fólk harmi slegið

Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Veiruskita herjar á kýr

Veiruskita í kúm hefur geisað á Eyjafjarðarsvæðinu að undanförnu og virðist nú vera farin að stinga sér niður í Þingeyjarsýslum og á Héraði. Biðlað er til bænda að huga að sóttvörnum til að forðast að fá smitið inn á kúabú.

Innlent
Fréttamynd

Hættustigi aflétt í Útkinn

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra hefur ákveðið að aflétta hættustigi sem verið hefur í gildi í Útkinn í Þingeyjarsveit vegna skriðuhættu.

Innlent
Fréttamynd

Aflétta rýmingu í Útkinn

Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru miklar hamfarir“

Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Rýmingar enn í gildi í Þingeyjarsveit

Ákveðið var að rýmingar bæja í Útkinn í Þingeyjarsveit yrðu áfram í gildi eftir fund almannavarna, lögreglunnar á Norðurlandi eystra og veðurfræðninga nú síðdegis. Enn rignir töluvert á svæðinu en skriður féllu þar í gærkvöldi og nótt.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri skriður féllu í nótt

Fleiri aurskriður féllu í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Skriður féllu að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum. Almannavarnir funduðu um næstu skref í hádeginu.

Innlent
Fréttamynd

Rýmingu ekki aflétt

Tekin hefur verið ákvörðun um að rýmingu verði ekki aflétt í Kinn og Útkinn en þetta kemur fram í Facebook færslu lögreglunnar á Norðurlandi Eystra. Skriður féllu í Útkinn í nótt og er hættustig enn í gildi á svæðinu.

Innlent