Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2023 17:39 Mynd Sentinel-2-gervitunglsins frá 13. febrúar 2023 sýnir hvernig ís hefur hörfað af stórum hluta Öskjuvatns. Veðurstofa Íslands Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. Nýlegar gervitunglamyndir sýna að ísinn á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Venjulega gerist það í júní eða júlí. Síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Land hefur risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað er að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengja hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Engar teljandi breytingar hafa þannig orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur, að því er segir í grein á vef Veðurstofu Íslands. Ýmsar tilgátur um orsakir bráðnunarinnar hafa verið viðraðar en ekki hefur tekist að styðja þær með mælingum. Þannig eru engin merki um það á landi að jarðhiti hafi aukist, ekki frekar en þegar ísinn bráðnaði snemma árs 2012. Nægilegur varmi er sagður í vatninu sjálfu til þess að bræða ísinn en til þess þyrfti að koma vatninu undir ísnum á hreyfingu. Til þess að það gerðist þyrfti breytingar á jarðhita, gasuppstreymi, skriður eða vind sem komist í opna vök. Ein skýring gæti þannig verið sérstakar veðuraðstæður upp á síðkastið, sterkir suðlægir vindar með hlýindum. Hitastig við Upptyppinga, sem eru í um 25 kílómetra fjarlægð frá Öskju og standa um 600 metrum lægra, mældist fimm til níu gráður á tímabili. Aftur á móti eru önnur vötn á hálendinu enn ísilögð og engin merki um að þau opnist vegna veðuraðstæðna. Veðurstofan segir að vísindamenn hennar haldi áfram að fylgja með stöðunni í Öskju og upplýsa um þróunina á næstunni. Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vísindi Tengdar fréttir Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31 Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Nýlegar gervitunglamyndir sýna að ísinn á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti þrátt fyrir að febrúar sé aðeins rétt hálfnaður. Venjulega gerist það í júní eða júlí. Síðast hopaði ísinn sérstaklega snemma árið 2012 en þá gerðist það í mars. Land hefur risið í Öskju frá því í ágúst 2021, líklega vegna kvikuinnskots sem áætlað er að sé á um tveggja til þriggja kílómetra dýpi. Engin gögn eða mælingar tengja hins vegar þær jarðhræringar við bráðnun íssins á vatninu. Engar teljandi breytingar hafa þannig orðið á skjálftavirkni í Ösku undanfarnar vikur, að því er segir í grein á vef Veðurstofu Íslands. Ýmsar tilgátur um orsakir bráðnunarinnar hafa verið viðraðar en ekki hefur tekist að styðja þær með mælingum. Þannig eru engin merki um það á landi að jarðhiti hafi aukist, ekki frekar en þegar ísinn bráðnaði snemma árs 2012. Nægilegur varmi er sagður í vatninu sjálfu til þess að bræða ísinn en til þess þyrfti að koma vatninu undir ísnum á hreyfingu. Til þess að það gerðist þyrfti breytingar á jarðhita, gasuppstreymi, skriður eða vind sem komist í opna vök. Ein skýring gæti þannig verið sérstakar veðuraðstæður upp á síðkastið, sterkir suðlægir vindar með hlýindum. Hitastig við Upptyppinga, sem eru í um 25 kílómetra fjarlægð frá Öskju og standa um 600 metrum lægra, mældist fimm til níu gráður á tímabili. Aftur á móti eru önnur vötn á hálendinu enn ísilögð og engin merki um að þau opnist vegna veðuraðstæðna. Veðurstofan segir að vísindamenn hennar haldi áfram að fylgja með stöðunni í Öskju og upplýsa um þróunina á næstunni.
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vísindi Tengdar fréttir Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31 Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Vökin í Öskjuvatni stækkar um sem nemur sjötíu fótboltavöllum Eldfjallafræðingar fylgjast grannt með stækkun vakarinnar í Öskjuvatni. Vökin var á laugardaginn orðin 205 hektarar að stærð og hafði flatarmál hennar þá aukist um fimmtíu hektara á einum sólarhring. 13. febrúar 2023 14:31
Fylgjast vel með Öskju Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með. 9. febrúar 2023 20:02