Húnaþing vestra

Fréttamynd

Laufabrauðstaco frá Hvammstanga var ljómandi gott

Sumir steikja laufabrauð á hefðbundna mátann og svo eru aðrir sem hugsa út fyrir kassann og úr verður laufabrauðstaco. Andri P. Guðmundsson frá Hvammstanga birti í dag mynd af tilraunastarfsemi sinni í Húnaþingi vestra og ekki stóð á viðbrögðunum.

Matur
Fréttamynd

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina.

Bílar
Fréttamynd

„Að koma heilum skóla í sóttkví er ekki góð tilfinning“

Fyrsti íbúi Húnaþings vestra sem greindist með kórónuveiruna segir það ekki hafa verið góða tilfinningu að senda heilan skóla í sóttkví í síðustu viku. Hún kveðst þó einungis hafa fengið góða strauma og stuðning frá íbúum sveitarfélagsins eftir að í ljós kom að hún var smituð.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví

Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess.

Innlent
Fréttamynd

Telur það heppni að öryggi og lífi sjúk­linga hafi ekki verið stefnt í hættu

Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2.

Innlent
Fréttamynd

Áttu fótum fjör að launa þegar klakastífla brast

Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu.

Innlent
Fréttamynd

Falleg lömb í Hrútatungurétt

Réttað var í Hrútatungurétt í Hrútafirði í gær þar sem um fjögur þúsund fjár var dregið í dilka. Lömbin þóttu væn og falleg.

Innlent
Fréttamynd

Vel heppnað Norðanpaunk á Laugarbakka

Tónlistarhátíðin Norðanpaunk var haldin í sjötta skiptið á Laugarbakka um síðastliðna helgi. Skipulag Norðanpaunks er í höndum hljómsveitameðlima og gesta hátíðarinnar.

Lífið