Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 08:21 Tveir einstaklingar lentu í vandræðum vegna ísingar og brattlendis í Skessuhorni. Drónar komu að góðu gagni við aðgerðina en þeir nýttust meðal annars við að lýsa upp fjallshlíðina í myrkrinu. mynd/Sigurjón Einarsson Björgunarsveitir á Vesturlandi sinntu tveimur útköllum vegna göngufólks í vanda síðdegis í gær. Drónar voru nýttir við leit að tveimur göngumönnum í erfiðum aðstæðum á Skessuhorni og í Eyrarhyrnu hafði göngumaður runnið nokkuð niður hlíðina vegna ísingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en fyrra útkallið barst um þrjúleitið í gær þegar björgunarsveitir á Akranesi og í Borgarnesi voru kallaðar út til aðstoðar við göngufólkið á Skessuhorni. Útkallið var öllu flóknara en hitt en drónar sýndu fram á notagildi sitt þegar þeir voru nýttir til að lýsa upp fjallshlíðina eftir að skall á með myrkri. Flókin aðgerð á Skessuhorni „Þar höfðu tveir göngumenn lagt á fjallið og lent aðstæðum sem voru þeim erfiðar vegna mikils bratta og klaka í hlíðinni en þeir voru á hefðbundinni niðurleið í vestanverðu fjallinu. Björgunarsveitir frá Akranesi og úr Borgarfirði fóru til aðstoðar og notuðu meðal annars buggy bíl, mikið breyttan fjallabíl og snjóbíl til að komast nær fjallinu með mannskap og búnað,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Glitrandi snær á Skessuhorni og ljós frá dróna á himni.mynd/Þórður Guðnason Drónar lýstu upp fjallshlíðina eftir að tók að rökkva á Skessuhorni.Landsbjörg Drónar voru settir á loft snemma í aðgerðinni til að finna fólkið sem gekk að óskum og var staðsetning fólksins því kunn strax við upphaf aðgerða. „Gönguhópur gerði sig kláran til uppgöngu og hélt á fjallið með línur og aðrar tryggingar. Eftir ríflega hálftíma uppgöngu var hópurinn kominn til göngumanna þegar klukkan var langt gengin í átján og myrkur skollið á. Sem kom ekki mikið að sök því dróni með öflugt ljós var nú í loftinu yfir hópnum og lýsti upp hlíðina. Göngumönnunum var orðið örlítið kalt þá helst á fótum og fyrsta verk björgunarsveitarfólks var því að koma orku og hita í þá áður en haldið væri niður.“ Þessi mynd sýnir ágætlega hvernig drónarnir lýstu upp Skessuhorn þar sem björgunarsveitir aðstoðuðu göngufólk í vanda.mynd/Birna Björnsdóttir Rétt fyrir klukkan sjö var haldið af stað niður og rúmum klukkutíma síðar var hópurinn kominn að þeim tækjum sem næst komust, það er snjóbíl og mikið breyttum björgunarsveitarbíl, sem svo fluttu alla niður á veg. Þaðan héldu göngumennirnir heim á leið á eigin bíl. Rann niður hlíðina Göngumaður í Eyrarhyrnu lenti í sjálfheldu eftir að hafa runnið niður hlíðina stutta leið.Landsbjörg Um hálfri klukkustund eftir fyrra útkallið í Skessuhorni barst svo boð til björgunarsveita á Snæfellsnesi vegna göngumanns í klandri á Eyrarhyrnu á milli Grundarfjarðar og Kolgrafarfjarðar. „Í Eyrarhyrnu hafði göngumaðurinn runnið aðeins niður hlíðina vegna ísingar og treysti sér ekki til að finna góða leið, hvorki upp né niður. Björgunarsveitarfólk bjó sig til fjallabjörgunar og fyrstu björgunarmenn voru komnir upp fjallið að göngumanninum um klukkan hálf fimm. Tryggingar voru settar upp og viðkomandi í sigbelti til tryggingar. Þá voru fleiri björgunarmenn komnir á staðinn og öruggt að hefja niðurferð. Hópurinn hélt svo niður rétt fyrir klukkan 18, örugga leið og voru komnir um hálftíma síðar niður í bíla björgunarsveita,“ segir í tilkynningunni. Grundarfjörður Borgarbyggð Fjallamennska Björgunarsveitir Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en fyrra útkallið barst um þrjúleitið í gær þegar björgunarsveitir á Akranesi og í Borgarnesi voru kallaðar út til aðstoðar við göngufólkið á Skessuhorni. Útkallið var öllu flóknara en hitt en drónar sýndu fram á notagildi sitt þegar þeir voru nýttir til að lýsa upp fjallshlíðina eftir að skall á með myrkri. Flókin aðgerð á Skessuhorni „Þar höfðu tveir göngumenn lagt á fjallið og lent aðstæðum sem voru þeim erfiðar vegna mikils bratta og klaka í hlíðinni en þeir voru á hefðbundinni niðurleið í vestanverðu fjallinu. Björgunarsveitir frá Akranesi og úr Borgarfirði fóru til aðstoðar og notuðu meðal annars buggy bíl, mikið breyttan fjallabíl og snjóbíl til að komast nær fjallinu með mannskap og búnað,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Glitrandi snær á Skessuhorni og ljós frá dróna á himni.mynd/Þórður Guðnason Drónar lýstu upp fjallshlíðina eftir að tók að rökkva á Skessuhorni.Landsbjörg Drónar voru settir á loft snemma í aðgerðinni til að finna fólkið sem gekk að óskum og var staðsetning fólksins því kunn strax við upphaf aðgerða. „Gönguhópur gerði sig kláran til uppgöngu og hélt á fjallið með línur og aðrar tryggingar. Eftir ríflega hálftíma uppgöngu var hópurinn kominn til göngumanna þegar klukkan var langt gengin í átján og myrkur skollið á. Sem kom ekki mikið að sök því dróni með öflugt ljós var nú í loftinu yfir hópnum og lýsti upp hlíðina. Göngumönnunum var orðið örlítið kalt þá helst á fótum og fyrsta verk björgunarsveitarfólks var því að koma orku og hita í þá áður en haldið væri niður.“ Þessi mynd sýnir ágætlega hvernig drónarnir lýstu upp Skessuhorn þar sem björgunarsveitir aðstoðuðu göngufólk í vanda.mynd/Birna Björnsdóttir Rétt fyrir klukkan sjö var haldið af stað niður og rúmum klukkutíma síðar var hópurinn kominn að þeim tækjum sem næst komust, það er snjóbíl og mikið breyttum björgunarsveitarbíl, sem svo fluttu alla niður á veg. Þaðan héldu göngumennirnir heim á leið á eigin bíl. Rann niður hlíðina Göngumaður í Eyrarhyrnu lenti í sjálfheldu eftir að hafa runnið niður hlíðina stutta leið.Landsbjörg Um hálfri klukkustund eftir fyrra útkallið í Skessuhorni barst svo boð til björgunarsveita á Snæfellsnesi vegna göngumanns í klandri á Eyrarhyrnu á milli Grundarfjarðar og Kolgrafarfjarðar. „Í Eyrarhyrnu hafði göngumaðurinn runnið aðeins niður hlíðina vegna ísingar og treysti sér ekki til að finna góða leið, hvorki upp né niður. Björgunarsveitarfólk bjó sig til fjallabjörgunar og fyrstu björgunarmenn voru komnir upp fjallið að göngumanninum um klukkan hálf fimm. Tryggingar voru settar upp og viðkomandi í sigbelti til tryggingar. Þá voru fleiri björgunarmenn komnir á staðinn og öruggt að hefja niðurferð. Hópurinn hélt svo niður rétt fyrir klukkan 18, örugga leið og voru komnir um hálftíma síðar niður í bíla björgunarsveita,“ segir í tilkynningunni.
Grundarfjörður Borgarbyggð Fjallamennska Björgunarsveitir Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira