Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 08:21 Tveir einstaklingar lentu í vandræðum vegna ísingar og brattlendis í Skessuhorni. Drónar komu að góðu gagni við aðgerðina en þeir nýttust meðal annars við að lýsa upp fjallshlíðina í myrkrinu. mynd/Sigurjón Einarsson Björgunarsveitir á Vesturlandi sinntu tveimur útköllum vegna göngufólks í vanda síðdegis í gær. Drónar voru nýttir við leit að tveimur göngumönnum í erfiðum aðstæðum á Skessuhorni og í Eyrarhyrnu hafði göngumaður runnið nokkuð niður hlíðina vegna ísingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en fyrra útkallið barst um þrjúleitið í gær þegar björgunarsveitir á Akranesi og í Borgarnesi voru kallaðar út til aðstoðar við göngufólkið á Skessuhorni. Útkallið var öllu flóknara en hitt en drónar sýndu fram á notagildi sitt þegar þeir voru nýttir til að lýsa upp fjallshlíðina eftir að skall á með myrkri. Flókin aðgerð á Skessuhorni „Þar höfðu tveir göngumenn lagt á fjallið og lent aðstæðum sem voru þeim erfiðar vegna mikils bratta og klaka í hlíðinni en þeir voru á hefðbundinni niðurleið í vestanverðu fjallinu. Björgunarsveitir frá Akranesi og úr Borgarfirði fóru til aðstoðar og notuðu meðal annars buggy bíl, mikið breyttan fjallabíl og snjóbíl til að komast nær fjallinu með mannskap og búnað,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Glitrandi snær á Skessuhorni og ljós frá dróna á himni.mynd/Þórður Guðnason Drónar lýstu upp fjallshlíðina eftir að tók að rökkva á Skessuhorni.Landsbjörg Drónar voru settir á loft snemma í aðgerðinni til að finna fólkið sem gekk að óskum og var staðsetning fólksins því kunn strax við upphaf aðgerða. „Gönguhópur gerði sig kláran til uppgöngu og hélt á fjallið með línur og aðrar tryggingar. Eftir ríflega hálftíma uppgöngu var hópurinn kominn til göngumanna þegar klukkan var langt gengin í átján og myrkur skollið á. Sem kom ekki mikið að sök því dróni með öflugt ljós var nú í loftinu yfir hópnum og lýsti upp hlíðina. Göngumönnunum var orðið örlítið kalt þá helst á fótum og fyrsta verk björgunarsveitarfólks var því að koma orku og hita í þá áður en haldið væri niður.“ Þessi mynd sýnir ágætlega hvernig drónarnir lýstu upp Skessuhorn þar sem björgunarsveitir aðstoðuðu göngufólk í vanda.mynd/Birna Björnsdóttir Rétt fyrir klukkan sjö var haldið af stað niður og rúmum klukkutíma síðar var hópurinn kominn að þeim tækjum sem næst komust, það er snjóbíl og mikið breyttum björgunarsveitarbíl, sem svo fluttu alla niður á veg. Þaðan héldu göngumennirnir heim á leið á eigin bíl. Rann niður hlíðina Göngumaður í Eyrarhyrnu lenti í sjálfheldu eftir að hafa runnið niður hlíðina stutta leið.Landsbjörg Um hálfri klukkustund eftir fyrra útkallið í Skessuhorni barst svo boð til björgunarsveita á Snæfellsnesi vegna göngumanns í klandri á Eyrarhyrnu á milli Grundarfjarðar og Kolgrafarfjarðar. „Í Eyrarhyrnu hafði göngumaðurinn runnið aðeins niður hlíðina vegna ísingar og treysti sér ekki til að finna góða leið, hvorki upp né niður. Björgunarsveitarfólk bjó sig til fjallabjörgunar og fyrstu björgunarmenn voru komnir upp fjallið að göngumanninum um klukkan hálf fimm. Tryggingar voru settar upp og viðkomandi í sigbelti til tryggingar. Þá voru fleiri björgunarmenn komnir á staðinn og öruggt að hefja niðurferð. Hópurinn hélt svo niður rétt fyrir klukkan 18, örugga leið og voru komnir um hálftíma síðar niður í bíla björgunarsveita,“ segir í tilkynningunni. Grundarfjörður Borgarbyggð Fjallamennska Björgunarsveitir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en fyrra útkallið barst um þrjúleitið í gær þegar björgunarsveitir á Akranesi og í Borgarnesi voru kallaðar út til aðstoðar við göngufólkið á Skessuhorni. Útkallið var öllu flóknara en hitt en drónar sýndu fram á notagildi sitt þegar þeir voru nýttir til að lýsa upp fjallshlíðina eftir að skall á með myrkri. Flókin aðgerð á Skessuhorni „Þar höfðu tveir göngumenn lagt á fjallið og lent aðstæðum sem voru þeim erfiðar vegna mikils bratta og klaka í hlíðinni en þeir voru á hefðbundinni niðurleið í vestanverðu fjallinu. Björgunarsveitir frá Akranesi og úr Borgarfirði fóru til aðstoðar og notuðu meðal annars buggy bíl, mikið breyttan fjallabíl og snjóbíl til að komast nær fjallinu með mannskap og búnað,“ segir í tilkynningu Landsbjargar. Glitrandi snær á Skessuhorni og ljós frá dróna á himni.mynd/Þórður Guðnason Drónar lýstu upp fjallshlíðina eftir að tók að rökkva á Skessuhorni.Landsbjörg Drónar voru settir á loft snemma í aðgerðinni til að finna fólkið sem gekk að óskum og var staðsetning fólksins því kunn strax við upphaf aðgerða. „Gönguhópur gerði sig kláran til uppgöngu og hélt á fjallið með línur og aðrar tryggingar. Eftir ríflega hálftíma uppgöngu var hópurinn kominn til göngumanna þegar klukkan var langt gengin í átján og myrkur skollið á. Sem kom ekki mikið að sök því dróni með öflugt ljós var nú í loftinu yfir hópnum og lýsti upp hlíðina. Göngumönnunum var orðið örlítið kalt þá helst á fótum og fyrsta verk björgunarsveitarfólks var því að koma orku og hita í þá áður en haldið væri niður.“ Þessi mynd sýnir ágætlega hvernig drónarnir lýstu upp Skessuhorn þar sem björgunarsveitir aðstoðuðu göngufólk í vanda.mynd/Birna Björnsdóttir Rétt fyrir klukkan sjö var haldið af stað niður og rúmum klukkutíma síðar var hópurinn kominn að þeim tækjum sem næst komust, það er snjóbíl og mikið breyttum björgunarsveitarbíl, sem svo fluttu alla niður á veg. Þaðan héldu göngumennirnir heim á leið á eigin bíl. Rann niður hlíðina Göngumaður í Eyrarhyrnu lenti í sjálfheldu eftir að hafa runnið niður hlíðina stutta leið.Landsbjörg Um hálfri klukkustund eftir fyrra útkallið í Skessuhorni barst svo boð til björgunarsveita á Snæfellsnesi vegna göngumanns í klandri á Eyrarhyrnu á milli Grundarfjarðar og Kolgrafarfjarðar. „Í Eyrarhyrnu hafði göngumaðurinn runnið aðeins niður hlíðina vegna ísingar og treysti sér ekki til að finna góða leið, hvorki upp né niður. Björgunarsveitarfólk bjó sig til fjallabjörgunar og fyrstu björgunarmenn voru komnir upp fjallið að göngumanninum um klukkan hálf fimm. Tryggingar voru settar upp og viðkomandi í sigbelti til tryggingar. Þá voru fleiri björgunarmenn komnir á staðinn og öruggt að hefja niðurferð. Hópurinn hélt svo niður rétt fyrir klukkan 18, örugga leið og voru komnir um hálftíma síðar niður í bíla björgunarsveita,“ segir í tilkynningunni.
Grundarfjörður Borgarbyggð Fjallamennska Björgunarsveitir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira