

Gróa býr ekki lengur á Leiti, fer á milli bæja og ber út sögur. Hún nýtur lífsins í hinu nútímalega fjölmiðlaumhverfi. Hún framleiðir slúður sem er ópíum fyrir fólkið. Þetta endalausa kjaftæði um fræga fólkið. Eða þá sem okkur er sagt að séu frægir...
Hollvinir skattgreiðenda – minnir þetta ekki helst á gamla góða Mogens Glistrup? Var hann ekki mestur hollvinur skattgreiðenda? En svo eru það bara nokkrir SUS-arar. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt sig að vera sérstakur skattalækkanaflokkur...
Hér er fjallað um dularfullar mannaráðningar á Fréttablaðinu, óvissuna sem ríkir á Morgunblaðinu nú þegar Styrmir tekur að reskjast, væntanleg fjölmiðlalög, sættir Símans og Orkuveitunnar, nauðsyn þess að hafa frjálsan aðgang að fjölmiðlaveitum og sendiherradjobbið í Washington...
Hér er fjallað um breska vísindamanninn James Lovelock sem varar við skelfilegum afleiðingum hlýnunar jarðar og telur að kjarnorka sé eina ráðið gegn henni, en einnig er minnst á skringilegan orðróm um sendiherrastöðu og stráka sem vilja ekki lesa sögur um stelpur...
Þetta er varla erfitt fyrir sumar þjóðir. Þær eiga sína óvini, oft frá fornu fari, kannski bara hinum megin við bæjarlækinn. En hjá öðrum þjóðum er þetta vandasamara - og kannski erfiðast fyrir friðsamar og afskekktar smáþjóðir. Þá þarf jafnvel að gera mjög nákvæma og jafnvel vísindalega leit að óvinum...
Hér má lesa nokkrar hressilegar samsæriskenningar um Baugsmáli sem er að finna á hinum óborganlega vef Málefnunum. Njótið vel. Þetta er ábyggilega allt satt...
Þessi pirringur nær víðar. Maður þarf ekki að tala við marga stjórnarliða til að finna hvernig kraumar undir milli stjórnarflokkanna. Ætli sé ekki hægt að tala um ofboðslegan leiða í því sambandi – kannski ekki skrítið eftir ellefu sameiginleg ár í ríkisstjórn?
Stóra spurningin er hins vegar hvort hernámsliðið eigi að hverfa á braut – hvort það bæti ástandið eða geri það þvert á móti verra. Donald Rumsfeld líkir brottför hersins við að gefa nasistum aftur Þýskaland eftirstríðsáranna. En Bandaríkjamenn sjá hvernig kostnaðurinn í mannslífum og peningum vex stöðugt...
Gagnrýnin beinist aðallega gegn Morgunblaðinu. Það þykir alls ekki nógu jákvætt. Blaðið segir fréttir af misjafnri trú manna á íslenska viðskiptaundrinu, einkum í útlöndum. Fyrir vikið er Mogginn gagnrýndur fyrir að framkalla kreppu. Blaðið ætti líklega frekar að stinga þessu undir stól...
Þá er það orðið opinbert. Herinn er að fara. Eftir allar bónarferðirnar og áköllin til Washington, er ekki lengur um neitt að semja. Pentagon ræður þessu. Vinaþjóðin í Vestri vill ekki lengur halda úti flugher fyrir okkur. Hefur um nóg að hugsa mitt í sínu hernaðarbrjálæði og fjárlagahalla...
Útlendingur sagði við mig um daginn að Reykjavík væri "borg byggingakrananna". En það er athugunarefni hversu mikið af því sem er verið að byggja nú í góðærinu er lélegt. Maður heyrir sögur af flausturslegum vinnubrögðum og hryllilega slæmum frágangi...
Þegar bankastjórar, forsætisráðherra og fjármálaráðherra koma fram og segja að allt sé í himnalagi, þá bendir það auðvitað ekki til annars en að eitthvað sé í ólagi. Svona reyna þeir að sefa óróann á mörkuðum, en auka þess í stað á taugaveiklunina til muna...
Hér er fjallað um þá eyðileggingu sem togveiðar valda á hafsbotninum, hvernig er plægt yfir hann aftur og aftur með stórtækum veiðarfærum, um Íslandsbanka sem nú heitir allt í einu Glitnir og Háskóla Íslands sem á mjög langt í land með að komast í röð bestu háskóla í heiminum.
Ekkert af þessu er beinlínis gert í nafni lögregluríkis. Það er farið fínna í sakirnar. Stóri bróðir er ekki uppglennt auga sem gónir alltaf á mann eins og í vísindaskáldsögunum. Nei, mest af þessu er gert af því þetta er hægt – af því í upplýsingasamfélaginu er auðvelt að safna svona efni...
Hér er fjallað um Pavlik Morozov, ungan pilt, sem klagaði föður sína til lögreglunnar og varð hetja í Sovétríkjunum, ungan Bandaríkjamann sem fylgir fordæmi Pavliks, þrjótinn sem birti tölvupósta Jónínu og hugsanlega endurkomu Finns í forystusveit Framsóknarflokksins...
Hér er fjallað um nýju tabúin og hvernig þau birtast á sama tíma og klám- og ofbeldisefni flæðir yfir heimilin, mikla sögulega skáldsögu sem nefnist Europe Central, aðeins rætt um vanda Ísraels sem eitt sinn var huggulegt sósíalistaríki og loks er minnst á friðarsúlu Yoko Ono...
Brotthvarf Árna veikir Framsóknarflokkinn heyrir maður á NFS. Hins vegar segir alveg þveröfugt í Ríkisútvarpinu. Þar fær maður að vita að brotthvarf Árna styrki Framsóknarflokkinn. Virðulegir stjórnmálafræðingar eru hafðir fyrir báðum þessum skoðunum...
Miðað við skoðanakannanir hefði Árni ekki átt tryggt sæti í næstu kosningum fremur en flestir aðrir þingmenn Framsóknarflokksins. Í raun er hann að fara svipaða leið og forveri hans í sæti erfðaprinsins, Finnur Ingólfsson. Er kannski meira spennandi að vera í bisness en pólitík?
Í hinum merkilega franska sagnabálki um Ástrík eru söguhetjurnar þorpsbúar á vesturströnd Frakklands. Þær eru ekki hræddar við neitt - nema að himininn detti ofan á hausinn á þeim. Samt lifa þær í mjög hættulegum heimi, fullum af óvinahermönnum, villidýrum og ræningjum...
Elliott skrifar að þetta sé mjög eldfim blanda – þarna sé á ferðinni blöðrufjármagn og blöðruhugsunarháttur. Það þurfi ekki mikið til að velta þessu kerfi. Þegar óstöðugleika varð vart á Íslandi í síðustu viku fóru menn að selja í Brasilíu, Tyrklandi og Ungverjalandi...
Við getum ekki liðið uppgang íslamskra fastistahreyfinga á Vesturlöndum. Þetta er hugmyndafræði sem ekki er endilega íslam, heldur nútímaleg útgáfa af því, byggist á samsuðu af bókstafstrú, púritanisma og hatri á vestrænni menningu...
iDavid Irving mátti vita að hann var eftirlýstur í Austurríki. Hann ákvað að fara. En það er samt rangt að loka hann inni. Það er langsótt að gera afneitun á helförinni að glæp. Irving nýtur einskis álits. Eftir meiðyrðamál sem hann tapaði árið 2000 var hann ærulítill...
Hér er fjallað um Búnaðarbankamálið en einkum þó viðbrögð Halldórs og Valgerðar við endurvaktri umræðu um það, þáttinn hennar Völu Matt sem vonandi er kominn í heila höfn á Stöð 2 og fótboltabullur í flugvél á leið til Lundúna...
Hér er fjallað um auglýsingaherferð þar sem börn eru notuð til að vara við kynferðislegu ofbeldi, bent á vafasama tölfræði sem hún byggir á, spurt hvað sé að því að láta markaðinn ráða þegar lóðir eiga í hlut og loks er minnst á hugleysi Vesturlandabúa gagnvart hinu herskáa íslam...
Hagvaxtarhyggjan er stækasti rétttrunaður samtímans. Hún er nánast eini mælikvarðinn sem er lagður á verk ríkisstjórna. Það sem er einkennilegast við hana er að hún íklæðist gervi skynseminnar, lætur eins og hún sé hin eina og sanna skynsemi...
Hér er fjallað um blaðamannaverðlaun sem veitt verða á pressuballi núna um helgina, uppreisnaranda á barnaheimilum, varnarþörf Íslands sem er metin til jafns við Liechtenstein og loks er vikið að ferðum til Grikklands...
Það verður enginn hreinn meirihluti. Sumir gera því skóna að Framsókn myndi meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Það myndi vissulega veita Framsókn völd langt umfram kjörfylgi – sem er þekkt og eftirsótt staða á þeim bæ. En miðað við hina pólitísku taflstöðu er þetta ólíklegt...
Hér er fjallað um skemmtilega heimildarmynd um bítlabæinn Keflavík, þá merku listgrein skautadans, Þjóðleikhúsið sem stendur með brotna glugga og múrhúð sem er að hynja af byggingunni og loks er minnst á viðtal við Sjón sem birtist í Silfrinu...
Samt verður maður var við ótrúlega tregðu við að styðja gildi vestræns samfélags, hjá mörgum þykir það beinlínis ljótt. Afstæðishyggjan með öllum sínum flóknu réttlætingum er býsna notaleg – maður þarf í raun aldrei að taka afstöðu til neins, allt má skýra með menningarmun og félagsmótun...
Hér er fjallað um stórlaxa í viðskiptalífinu sem gagnrýna stóriðjustefnuna, hræsnina í múslimaleiðtoganum Sir Iqbal Sacranie, mæður, börn og lýsi og rokktónlist sem er álíka spennandi núorðið og endurskoðun eða fluguveiðar...